Heimsmynd - 01.06.1990, Síða 10

Heimsmynd - 01.06.1990, Síða 10
sntouM M HÖRÐ VALDABARÁTTA: r r • Olíkir hópar berjast um yfirráð einkasjónvarps á Islandi. HÁPUNKTUR ÁTAKANNA: • Stöð 2 hótaði að ná hlutafé úr Islandsbanka með fógeta- valdi. I febrúarhefti HEIMSMYNDAR var rakin saga frumkvöðla Stöðvar tvö frá því þeir byrjuðu með tvær hendur tómar í galtómum buxnavösum að breyta því sem allir töldu draumóra eina í veruleika sem blasir í dag við allra augum: Stöðin, 150 manna starfslið, 45 þúsund áskrif- endur, 1500 milljóna króna skuldir. Hér verður sagt frá sporgöngumönnunum sem síðastliðna mánuði hafa barist með kjafti og klóm um hver fengi að axla 1500 milljóna skuldirnar og þá gloríu sem því getur fylgt að skipa vegtyllur í þessari upplýsinga- og afþreyingarveitu. Hvað er það sem knýr áfram kaupsýslu- menn, stjórnmálamenn og íþróttamenn í æðisgenginn kappleik um að höndla þetta hnoss? Vonin um skjótfenginn gróða, áhrif, völd, upphefð eða ánægjan af leiknum sjálfum, þegar út í hann var komið? Sjálfsagt mismunandi blanda af einhverju þessu eða öllu, mismunandi eftir einstaklingum. Hafi barátta frumkvöðlanna verið ör- væntingarfullur slagur upp á líf og dauða til að halda þessu óskabarni sínu, sem hafði vaxið þeim og Verslunarbankanum svo gersamlega yfir höfuð að við lá að þeir kremdust undir því, þá var sá slagur kalt útreiknandi kaupsýslumanna, sem á eftir fór, ekki síður óvæginn og bitur, þar sem beitt var á víxl hótunum og ógnþvingunum, blíðmælgi og sáttfýsi eft- ir því sem við átti. Þótt hrikti og brakaði í innviðum kaupsýsluheimsins og stofn- unum hans eins og Verslunarbanka og arftaka hans, hins nýstofnaða íslands- banka, var reynt að gæta þess vandlega, að ekkert bærist út af þessum átökum og baráttuaðferðum hinna stríðandi aðila. HEIMSMYND tókst þó að rjúfa ýmis skörð í þagnarmúrinn og hér á eftir er meginþráðurinn rakinn í samfelldu máli frá áramótum til hins sögulega sam- komulags 4. maí, þegar sverðin voru slíðruð eftir fjögurra sólarhringa sam- fellda samningalotu, rýtingarnir aftur dregnir upp í ermarnar og allir aðilar samþykktu að snúa bökum saman til nýrrar samkeppni við ríkisútvarpið, á öllum rásum sjónvarps og hljóðvarps. Tólf manna nefnd frá öllum aðilum vinn- ur nú að því að móta hinn nýja fjölmiðla- risa einkaframtaksins í samræmi við gerða friðarsamninga. Eftir er að sjá hvort sú lausn tekst með friðsamlegum hætti og hvort þá verður friður um nýja stjórn, sem sennilega verður kosin undir lok þessa mánaðar, eða hvort ófriðurinn blossar upp að nýju um yfirráð og tignarstöður. Verður nú reynt að fá risana á hlutafjármarkaðn- um, Eimskip, Flugleiðir, Sjóvá-Almenn- ar - Kolkrabbann, sem sumir kalla - ásamt Heklu til að lægja öldurnar og koma á langþráðum stöðugleika svo að stjórnarmenn og starfslið geti snúið sér af alhug að því brýna verkefni að mynda og móta myndugan og verðugan sam- keppnisaðila við Ríkisútvarpið á sviði Bjargvættirnir 10 HEIMSMYND komnir til sögunnar í janúar 1990. Glaðbeittir og bjartsýnir en bak við bros Jóns Óttars Ragnarssonar eru blendnar tilfinningar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.