Heimsmynd - 01.06.1990, Side 12

Heimsmynd - 01.06.1990, Side 12
Jón Ólafsson, Bolli Kristinsson í Sautján, Páll Magnússon fréttastjóri og Arni Samúelsson ræða málin á fundi með starfsfólki eftir sameininguna 4. maí. Stríðinu er lokið - en hver vinnur friðinn? „bjargvætti bankans“ og rætt um tilraun- ir skammsýnna hagsmunagæslumanna bankans til að gleypa eggið í miðri út- ungun. Endirinn á þessu drama má segja að hafi verið sá að eggið gleypti hænuna: Stöðin yfirtók Eignarhaldsfélagið og teygði anga sína inn í hinn nýstofnaða ís- landsbanka. Þcgar Haraldi Haraldssyni og Jóni Ól- afssyni í Skífunni hafði tekist að fá Jó- hann J. Ólafsson, formann Verslunar- ráðs, og Guðjón Oddsson í Kaupmanna- samtökunum í lið með sér um kaup á hlutafé í Stöð 2 voru það því engan veg- inn ókunnugir menn sem sátu sitt hvor- um megin við borðið, heldur voru það með vissum hætti „húsbændur og hjú“: Bankaráðið hafði verið kosið að tillögu þessara forvígismanna kaupmanna. Enda var tortryggninni ekki fyrir að fara í upphafi: allt rann í gegn á fáum dögum. Þann 9. janúar var undirritaður samn- ingur um kaup þess- ara þriggja á 150 milljón króna hlut, sem þeir síðan seldu öðrum að hluta og þann 17. janúar keyptu sömu aðilar 100 milljón króna hlut til viðbótar. Jafnframt gerðu aðil- ar með sér hluthafa- samning, sem gilda skyldi til 1. maí 1992 um að staðið yrði sameiginlega að til- nefningu í stjórn fé- lagsins á hluthafa- fundi og um gagn- kvæman fjórtán daga forkaupsrétt á hluta- bréfum. Þessi ákvæði töldu þeir Jón Óttar Ragnarsson og Hans Kristján Árnason hins vegar brigð við það samkomulag sem við þá hafði verið gert á gamlárs- dag. Þar hafi ekki verið gert ráð fyrir föstum meirihluta og væru forsendur fyr- ir 150 milljón króna hlutafjárloforði þeirra þar með brostnar. A hverju hafði strandað í samningum Hekluhópsins og bankaráðs Verslunar- bankans? í fyrsta lagi hafði bankaráðið haldið því fram að skuldir Stöðvarinnar væru um 1310 milljónir, en Hekluhópur að þær væru að minnsta kosti 200 millj- ónum króna hærri. í öðru lagi að hagn- aður yrði af rekstri Stöðvarinnar árið 1989. Hekluhópurinn taldi fyrirsjáanlegt tap og niðurstaðan varð tap upp á 160 milljónir. í þriðja lagi hafði hagdeild bankans gert rekstraráætlun fyrir 1990, sem gerði ráð fyrir 228 milljón króna hagnaði og Hekluhópur taldi alveg út í hött. Á gamlársdag bætti svo bankinn of- an á skuldir Stöðvarinnar 86,5 milljón króna greiðslu til Páls Jónssonar í Pólaris og ráðningarsamningum við fyrri eigend- ur, sem kostuðu nálægt 40 milljónum, og voru það kornin, sem fylltu mælinn og urðu til þess að Heklumenn gengu út með þjósti, sármóðgaðir. Eins og sagði í febrúarblaði HEIMSMYNDAR taldi Hekluhópurinn „það ábyrgðar- hlut af virðulegri bankastofnun að setja mál upp á þennan hátt.“ Hins vegar kokgleyptu hinir nýju eigend- ur þessa uppsetningu málsins, eða létu það að minnsta kosti ekki aftra sér að taka heljarstökkið út í óviss- una. Auðvitað má hugsa sér að þeir hafi ákveðið að láta kyrrt liggja að sinni, en minna bankann á ábyrgð sína síðar, ef og þegar þörf risi, svo sem þeir og gerðu í deilum við Eignarhaldsfélagið í febrúar og mars. Ekki fer á milli mála að ábyrgð fyrirtækis sem er að selja annað fyrirtæki er mikil að lögum, ef sannanlegt er að það hafi gefið væntanlegum kaup- endum ófullnægjandi, ónákvæmar eða villandi upplýsingar gegn betri vitund. Allt sem síðan hefur komið í ljós sýnir að í öllum atriðum, sem máli skiptu hafði Hekluhópurinn rétt fyrir sér í deilum við bankann, og þar sem skeikaði munaði því að þeir voru í varfærnari kantinum. Eftir á að hyggja er svo að sjá, sem það sem brotnaði á í samningum Heklu- hóps og Verslunarbanka, hafi verið það að þar réð kalt viðskiptamat ferðinni. Hekluhópurinn lagði mikið kapp á að sýna fram á að hagur Stöðvarinnar væri mun verri en bankinn vildi vera láta og að sú staðreynd yrði að endurspeglast í því verði sem fyrir hana væri goldið. Verslunarbankinn yrði hreinlega að af- skrifa þann hluta skulda Stöðvarinnar sem lánaður hefði verið umfram veð, af- skrifa yrði hlut Páls Jónssonar í Pólaris, hvernig svo sem bankinn gengi frá þeim málum við Pál, og öllum málum yrði komið á hreint við eigendaskipti, þannig að dæmið væri leyst í heild, allir vissu að hverju þeir gengju og ljóst væri hverjar ráðstafanir yrði að gera til að Stöðin stæði undir sér. VAR ALLT f LAUSU LOFTI? Hinir nýju meiri- hlutaeigendur stilltu málum hins vegar ekki eins skarpt upp, heldur virðast hafa hugsað sér að mál Stöðvarinnar og vandamál Verslunar- bankans, 225 milljón króna lánveitingar til hennar umfram veð, mætti leysa í sátt og samlyndi með stjórn Eignarhaldsfélagsins eftir því sem þau kæmu upp, þannig að endurskipulagn- ing fjármála þar hefði forgang, en að lokum hefði bankinn sitt upp úr krafsinu. HEKLUHÓPURINN Arni Lýöur Þorgeir Sigurður Gísli • Ingimundur Sigfússon, Hekla hf. • Árni Samúelsson, Bíóhöll, Bíóborg, o.s.frv. • Lýður Friðjónsson, Vífilfell, Kók o.fl. • Þorgeir Baldursson, Prentsmiðjan Oddi • Sigurður Gísli Pálmason, Hagkaup Þessir menn áttu í nær þriggja mánaða viðræðum við bankaráð Verslunar- bankans fram að áramótum. Upp úr slitnaði vegna þess að þeir vildu ekki kaupa Stöðina á því verði, sem þurfti til að bjarga bankanum í leiðinni. Öll eru þessi fyrirtæki fjársterk, en hefði það dugað til að bjarga 1500 milljón króna skuldum Stöðvarinnar? 12 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.