Heimsmynd - 01.06.1990, Side 16

Heimsmynd - 01.06.1990, Side 16
 mmam Hér er Páll í Pólaris fyrir miðri mynd. Eftir harðar deilur gekk Eignarhaldsfélagið í ábyrgð fyrir 90 milljón króna skuld, sem mynduð hafði verið á gamlársdag með því að greiða út hlut hans í Stöðinni. góðan starfsanda meðal starfsfólksins. Þvert á móti urðu ýmsar aðgerðir þeirra og misjafnlega klaufalegar yfirlýsingar til að auka á vantrú manna á framtíð fyrir- tækisins. Strax eftir stofnun Sýnar yfir- gáfu þrír mikilvægir menn Stöðina: Þeir Goði Sveinsson, sem verið hafði dag- skrárstjóri en varð sjónvarpsstjóri Sýnar, Páll Baldvin Baldvinsson aðstoðardag- skrárstjóri, sem varð innkaupastjóri, og Jón Gunnarsson auglýsingastjóri sem varð dagskrárstjóri hjá Sýn. Þarna voru saman komnir þeir lykilmenn Stöðvar 2, sem bjuggu yfir þekkingu á aðfengnu dagskrárefni og samböndum við erlenda dreifingaraðila. Þeim til viðbótar var svo Árni Samúelsson með gamalgróin sam- bönd erlendis úr bíóbransanum. Enda var fljótlega tilkynnt að Sýn hefði tryggt sér sýningarrétt á flestum vinsælustu þáttum, sem verið höfðu á Stöðinni og náð sýningarréttinum fyrir Warner Brot- hers, MGM og United Artists, eða öll- um helstu dreifingarfyrirtækj- unum á ameríska markaðnum. HÓTAÐ AÐ SÆKJA HLUTAFÉ MEÐ FÓGETA- VALDI Á meðan hafði stríð Stöðvar- manna við Eignarhaldsfélag og Islandsbanka borið þann ár- angur að þann 22. mars var gerður samningur, þar sem Eignarhaldsfélagið tókst á hendur sjálfskuldarábyrgð á skuld Stöðvarinnar við bank- ann að upphæð 90 milljónir, en jafnframt munu Stöðvarmenn hafa heitið að gera engar kröf- ur vegna villandi upplýsinga bankans um hag Stöðvarinnar, sem sumir hluthafa töldu næga ástæðu til riftunar samningum. Megnið af þessari skuld, eða 86,6 milljónir, hafði orðið til þegar Páll Jónsson í Pólaris hafði verið keyptur út um ára- mótin, og Eieklumenn höfðu á sínum tíma talið að yrði alfarið að vera mál bankans að leysa og ótækt að bæta við skuldir Stöðvarinnar, sem væru ærnar fyrir samt. Svo hörð var þessi rimma að Stöðvarmenn höfðu hótað að sækja með fó- getavaldi þann hluta inn- borgaðs hlutafjár, sem þeir töldu íslandsbanka halda eftir með ólögmætum og ósann- gjörnum hætti. I þessari rimmu varð al- ger trúnaðarbrestur og vinslit milli Stöðvarmanna og Gísla V. Einarssonar, formanns Eignarhaldsfélagsins, þar á meðal Þorvarðar Elíassonar sjónvarps- stjóra, en áður höfðu þeir Gísli verið nánir samherjar um árabil og klofningur myndaðist í stjórn Eignarhaldsfélagsins. Um þetta leyti og á næstu vikum var þeim sagt upp störfum hverjum eftir öðr- um, Jónasi Aðalsteinssyni, sem verið hafði lögmaður Stöðvarinnar og Jóns Óttars, Helga V. Jónssyni í Endurskoð- un hf. og loks Jóni Sigurðssyni fjármál- astjóra, sem Verslunarbankinn hafði sett til höfuðs Jóni Óttari í desember 1988 til að freista þess að koma skikki á við- skiptahætti Stöðvarinnar. Strax í febrúar fóru að heyrast sögusagnir um að Stöðv- armenn stefndu að því að setja Gísla af sem formann á næsta aðalfundi og fá Harald Haraldsson kjörinn í staðinn. Þegar HEIMSMYND kannaði málið vildi þó enginn við þetta kannast. ÁTTI AÐ FÁ „VÖLSURUM“ MEIRI- HLUTANN? Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins skyldi haldast laugardaginn 28. apríl og kjósa þar félaginu nýja stjórn og tvo full- trúa í 7 manna stjórn íslandsbanka. Nú „VALSARAR“ Ólafur Hans Jón Úttar Ólafur H. Jónsson, Hagur hf., Teppabúðin Gunnsteinn Skúlason, Sólning, Teppabúðin Stefán Gunnarsson, Húsvirki, Teppabúðin Jón H. Karlsson, Guðmundur Frímannsson, Teppa- búðin O. Ellingsen, Hörður Jónsson, verktaki Hans Kristján Árnason Jón Óttar Ragnarsson Þessi hópur er að mestu myndaður kringum Ólaf H. Jónsson og er að verulegu leyti skipaður gömlum íþrótta- félögum hans í Val, ásamt frumkvöðlunum að Stöðinni og fjölskyldum þeirra. „Valsararnir" keyptu 150 milljón króna hlut í Stöðinni 5. febrúar. gerðist þar einkennilegt millispil. Þann 20. apríl berst stjórninni bindandi tilboð í 100 milljón króna hlutafjáreign þess fyr- ir milligöngu lögfræðistofu Jóns Magn- ússonar. Gísli V. Einarsson og Þorvald- ur Guðmundsson vildu taka tilboðinu hver sem í hlut ætti en stjórnin ákveður að fresta afgreiðslu þar til vitað sé hverj- ir að því standi. Síðan fæst upplýst að þeir sem sendu inn tilboðið eru Hörður Jónsson byggingaverktaki og Gunn- steinn Skúlason í Sólningu, báðir í minnihlutahópnum í Stöð 2 ásamt Gunn- ari Jóhannssyni í Fóðurblöndunni, sem Jón Óttar segir síðar í blaðaviðtali að „hefði verið besti maður til að koma á friði innan Stöðvar 2 og stuðla að sam- einingu“. (Gunnar sagði HEIMS- MYND, að „hann hefði lagt nafn sitt við þetta í trausti þess að nafnleyndar yrði gætt, en sá trúnaður hefði verið rofinn og hann þá laus allra mála“.) í fyrstu er sagt að tilboðið hljóði upp á stað- greiðslu, en síðan upplýsist að það er upp á eingreiðslu, sem innt verði af hendi 10. júní. Tortryggnir menn urðu til að benda á að með því að ganga að til- boðinu væri í raun verið að skipta um meirihluta í Stöðinni og greiðsludagur- inn væri þannig valinn að þá væru nýkomin inn áskriftargjöld, sem gætu numið álíka upphæð. Hér gæti því verið um að ræða það sem, með réttu eða röngu, er kallað Olísaðferðin: hið yfir- tekna fyrirtæki væri látið greiða sjálft verðið fyrir meirihlutann í fyrirtækinu. Ýmsir vildu jafnframt meina að Gísli V. Einarsson ætti sjálfur hlut að þessu til- boði og ætlaði þá sjálfum sér stjórnar- formennsku í Stöðinni, eins og hann hefði jafnan stefnt að gegnum allar samningaviðræður við hina ýmsu aðila. Fyrir afgreiðslu málsins var mikið gert úr því í fjölmiðlum að Orri Vigfússon væri marg- búinn að lýsa yfir að nauðsyn- legt væri að Verslunarbankinn losnaði við þessa hlutafjáreign og eftir á, þegar tilboðinu hafði verið hafnað, segir Jón Óttar í blaðaviðtali, að „ekki þurfi glöggan mann til að ímynda sér hvers vegna hann lagðist á sveif með minnihlutanum." Hannes Þ. Sigurðsson, varamaður Guðmundar H. Garðarssonar, gerði grein fyrir atkvæði sínu með bókun sem gera má ráð fyrir að lýsi sjónarmiði þeirra sem felldu tilboðið. Bókunin var á þá leið að í ljósi forsögu málsins; leitað hefði verið liðs kaupsýslumanna til að leysa bankann úr kröggum; þeir hefðu með örstuttum fyrirvara lagt fram 250 milljónir króna; gerður hefði verið við þá samn- ingur 9. janúar, sem gilti til 1. maí 1992 um gagnkvæman for- 16 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.