Heimsmynd - 01.06.1990, Síða 20

Heimsmynd - 01.06.1990, Síða 20
VELKOMINN UM BORÐ! bankasjónarmið og hefði ekki gengið annað til en að losa bankann endanlega við áhættu af Stöð 2 þá vógu rök Hann- esar P. þyngra á metunum. Inn í þetta mál blandaðist svo að við sameiningu bankanna í Is- landsbanka hafði kastast í kekki milli Gísla annars veg- ar og Brynjólfs Bjarnasonar Iðnaðarbankaformanns og Ásmundar Stefánssonar Alþýðubankaformanns hins vegar. Gísla hafði verið boð- ið að gerast fyrsti formaður bankaráðs hins nýja banka, en kaus heldur að taka við á aðalfundi bankans á þessu ári, sem fram fór mánudag- inn eftir aðalfund Eignar- haldsfélagsins, og féll for- mennskan þá í hlut Ásmund- ar. Þann 11. ágúst í fyrra gerðu formennirnir með sér skriflegt samkomulag um að formaður Eignarhaldsfélags Verslunarbanka mundi taka við af Ásmundi. Gísli hins vegar gerði sér lítið fyrir og strikaði yfir það orðalag og setti sitt nafn í staðinn. Ásmundur og Brynjólfur létu gott heita, en líkaði þó stórilla, og tók Ásmundur raunar þegar fram, að þrátt fyrir þetta orðalag hlyti að vera átt við kjörinn fulltrúa Eignarhalds- félagsins, hver svo sem hann yrði. Þegar svo bankaráð Verslunarbankans ákvað að Verslunarlánasjóði yrði haldið utan við sameininguna, þrátt fyrir eindregin tilmæli formanna hinna bankaráðanna, lýstu Ásmundur og Brynjólfur yfir á að- alfundum sinna banka, að þarna hefði myndast ákveðinn trúnaðarbrestur milli aðila og þeir teldu sig óbundna af öðrum samningum. Gísli var því í rauninni bú- inn að koma sér út úr húsi hjá samstarfs- aðilum í Islandsbanka og hefði ekki orð- ið þar formaður þótt hann hefði verið endurkjörinn til bankaráðs hans. Hins vegar sagði Gísli í fjölmiðlum, að hann hefði talið sér skylt að vekja athygli al- mennings á aftöku sinni, sem væri til komin vegna þess að hann hefði staðið vörð um rétt litla mannsins og smáfyrir- tækja. HAGSMUNAÁREKSTRAR ENN? Haraldur Haraldsson lét hins vegar ekki á það reyna á aðalfundi íslands- banka mánudaginn 30. aprfl, hvort hann gæti orðið formaður. Hann sagði HEIMSMYND að sér hefði vaxið það í augum að fara beint í formennsku fyrir bankaráði þessa nýja og lítt mótaða banka og því átt frumkvæði að því að fara þess á leit við Brynjólf Bjarnason að hann tæki við formennskunni þetta árið. Ljóst er að margir önduðu léttar við þessi málalok og hefðu talið að fullmikill ævintýrabragur fylgdi Haraldi, svo kaupsrétt og samstarf um tilnefningu í stjórn félagsins; þetta samstarf hefði ver- ið áréttað með samningnum frá 22. mars þar sem Eignarhaldsfélagið gekk í ábyrgð fyrir 90 milljón króna skuld Stöðvarinnar; teldi hann siðferðilega óverjandi að taka þessu tilboði. Hann- es sagði við HEIMSMYND, að enda þótt samningurinn frá 9. janúar legði engar formlegar hömlur á sölu hlutabréfanna og eflaust væri það hagstæðast Eignarhalds- félaginu að losna út úr öllum skuldbindingum við Stöðina þá hlyti það að teljast hrein svik við það björgunarlið sem hlýtt hefði kalli að standa að slíku nú og afhenda með því meirihlutann öðrum, eða gera björgunarmönnum að öðrum kosti að neyta forkaupsrétt- arins, sem hefði knúið þá til 100 milljón króna útgjalda á krítískum púnkti í ferli Stöðv- arinnar og taka á sig aftur þær 90 milljón króna ábyrgðir, sem um samdist 22. mars að Eignarhaldsfélagið tæki á sig. Að sjálf- sögðu væri ekkert því til fyrirstöðu að selja þennan hlut síðar, þegar Stöðvar- menn hefðu fengið ráðrúm til að hrinda í framkvæmd sínum björgunaraðgerðum. Jón Óttar Ragnarsson. Alltaf mörg járn í eldinum samtímis. Er að skrifa þrjár bækur, þar á meðal skáldsögu. Lék á als oddi eftir sameininguna. „Allt rugl um bankarán er úr lausu lofti gripið. Ég get að vissu leyti sjálfum mér um kennt því ég skrifaði á sínum tíma að Hafskip hefði rænt Útvegs- bankann. Eins og margir aðrir hélt ég þá að kerfið væri óskeikult, en annað hefur því miður komið á daginn. Ég var eins vitlaus og allir aðrir að halda það og biðst afsökunar á því gagnvart Haf- skipsmönnum. Á þeim tíma var ég penni úti í bæ sem var að kenna við Há- skólann og þekkti ekki inn á klukku- verkið í viðskiptalífinu. Þótt ég þekki ekki mikið inn á Hafskipsmálið held ég að það sé að koma fram núna að fyrir- tækið hafi haft mjög góðan rekstrar- grunn og þar af leiðandi átti Útvegs- bankinn að bakka það upp en veita jafnframt aukið aðhald.“ Jón Óttar Ragnarsson í viðtali við DV 28. apríl 1990. HALLARBYLTING GERÐ - AFTAKA GÍSLA Á aðalfundi Eignarhaldsfélag Verslun- arbankans var það nánast ekki nema formsatriði að setja Gísla V. Einarsson af sem formann og kjósa Harald Har- aldsson í staðinn. Hafi Gísla ætlað að fá stuðning út á það, að í þessum málum væri hann fulltrúi fyrir hin gallhörðu 20 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.