Heimsmynd - 01.06.1990, Síða 28

Heimsmynd - 01.06.1990, Síða 28
The WorldPaper NÝSKIPTING KÖKUNNAR Þáttaskil í liðveislu Hagvöxtur Austur-Evrópu breytir fjárfarvegum EFTIR MAUREEN O’NEÍL í Ottawa, Kanada „Austur-Evrópa er hin kynþokkafulla fegurðardís,“ segir B. A. Kiplagat, fastaritari í utanríkisráðuneytinu í Ken- ýa, sem er einn helsti þegi aðstoðar frá vestrænum ríkjum. „Við erum tötrum klædd kerlingarskrukka. Fólk er orðið þreytt á Afríku. Svo mörg ríki, svo mörg stríð.“ Kiplagat endurspeglar þann kvíða að hrifning heimsins á Austur-Evrópu geti orðið geigvænleg ógnun við þróunarrík- in. Hin fátækustu óttast að til hins versta geti komið - að ríku þjóðirnar í vestri og Japan geti algerlega gleymt þeim. Sum hinna veitulu ríkja eins og Kan- ada hafa þegar dregið úr aðstoð. í Kan- ada var þróunaraðstoðin stórlega skorin niður 1989, um 12 prósent, og verður að öllum líkindum sá fjárlagaliður sem mest mæðir á - samtímis auknum þrýst- ingi frá Austur-Evrópu sem hefur brýna þörf fyrir aðstoð. Ríkisstjórnin lagði fram tillögur 1989 um tveggja milljarða dollara sparnað á næstu fimm árum í op- inberri þróunaraðstoð (OÞA) - eða sem nemur nærri heils árs OÞA. Á sama tíma hefur Kanada boðið Austur-Evrópu 60 milljónir dollara sem að mestu leyti rynni til Póllands. Því er ekki að furða að þróunarlöndin séu kvíðin. Breytt samskipti austurs og vesturs gætu haft veruleg áhrif á suðrið á fjórum lykilsviðum: • Fjármagnsflæði, þar með talið fé til fjárfestingar, aðstoð og lánveitingar við- skiptabanka: Ef tekjur á hvern íbúa eiga að hækka þótt ekki sé nema um eitt pró- sent í Afríku, því svæði sem verst er statt, þarf að mati Alþjóðabankans, að veita þangað 21 milljarði dollara árlega allan þennan áratug og raunar hækkandi upp í 28 milljarða dollara, samanborið við 17 milljarða dollara árið 1986. Bæði í Afríku og Suður-Ameríku eru uppi áhyggjur um að aðdráttarafl Austur- Evrópu á vestrið geti ýtt þörfum þeirra í skuggann og að án nægjanlegrar efna- hagsaðstoðar til viðbótar heimafjár- magni verði að fresta umbótum á hag- kerfi þessara landa - umbótum, sem í flestum tilfellum hefur verið byrjað á að kröfu vestrænna ríkja. • Samdráttur í herafla og vopnafram- leiðslu: Það er lykilatriði íyrir þróunar- löndin hvort afvopnun muni leiða til „þróunararðs“, annaðhvort með því að losa um aukið fjármagn til aðstoðar við þróunarlöndin frá bæði vestri og austri. hafa gefið mörgum þeirra sérstakan að- gang að mörkuðum Austur-Evrópu. Efnahagur Kúbu, sem svo mjög hefur byggst á niðurgreiddum olíuinnflutningi og álagsgreiðslum á sykurútflutning, gæti beðið hnekki við nýja stefnu Sovét- ríkjanna sem gefur dollaraviðskiptum forgang. • Norður-suður viðræðurnar: Innlimun Sovétblakkarinnar í heimsmarkaðskerf- ið mun væntanlega leiða til aukinnar þátttöku og aðildar Austur-Evrópu í al- þjóðastofnunum eins og Alþjóðabank- anum, Alþjóðagj aldeyrissjóðnum, GATT (Sameiginlega sáttmálanum um tolla og viðskipti), ýmsum stofnunum HELSTU ÞEGARNIR. . ■ Helstu viðtakendur opinberrar þróun araðstoðar (OPA)* (milljónir Banda ríkjadollara) Land 1988 1985 Indland 2.099 1.592 Kína 1.973 940 Indónesía 1.626 603 Bangladesh 1.590 1.152 Egyptaland 1.537 1.791 Pakistan 1.439 802 Israel 1.241 1.978 Tanzanía 975 487 Súdan 923 1.129 Eþíópía 912 715 Kenýa 808 438 OÞA alls um heim allan 51.000 49.000 *Aðstoð Sovétríkja og austurblakkarinnar ekki meðtalin Maureen O’Neil, fyrrverandi framkvæmda- stjóri kanadísku Mannréttindanefndarinnar, er forseti Norður-Suður stofnunarinnar í Ott- awa, Kanada. eða til aukinnar aðstoðar við Austur- Evrópu. Einnig hvort vopnaframleið- endur í Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um reyni að halda uppi framleiðslu og atvinnu með aukinni sölu til kaupenda í Þriðja heiminum? „Væntanlegt samkomulag NATO og Varsjárbandalagsins um takmarkanir á vígbúnaði ætti að banna báðum aðilum að draga úr vopnabirgðum með sölu þeirra á útsöluprísum til landa Þriðja heimsins," segir Hans Dietrich Gen- scher, utanríkisráðherra Vestur-Þýska- lands. • Viðskipti: Innkoma austurblakkarinn- ar á heimsmarkaðinn er helsta áhyggju- efni þeirra þróunarlanda sem aukið hafa hlutdeild sína í alþjóðaviðskipum með árangri í endurskipulagningu hagkerfa sinna. Nú þegar horfast þróunarlöndin í augu við aukna samkeppni frá Austur- Evrópu. Jafnframt þurfa þróunarlöndin að hafa í huga áhrifin af endalokum austur-suður viðskiptaráðstafana, sem Sameinuðu þjóðanna og þróunarbönk- um hinna ýmsu svæða. Við það vaknar spurningin um norður-suður viðræðurn- ar. Munu fyrrverandi ríki Sovétblakkar- innar nú, þegar þau eru orðin hallari undir markaðsöfl og viðskiptafrelsi og sjálf á kafi í tilraunum með kerfisbreyt- ingar, taka vinsamlegri afstöðu í umræð- um innan Alþjóðabankans og Gjaldeyr- issjóðsins um skuldir og stefnumarkandi lánveitingar, til krafna þróunarlandanna um hægari og miður gagngerðar umbæt- ur til að komast hjá pólitískri ólgu? Á því leikur enginn vafi að þróuðu lönd- in verða að finna leiðir til að aðstoða byltinguna í austri. En þau mega ekki gefa fátæku löndin upp á bátinn. Þótt Kanada og önnur lönd vestursins fagni nú falli Berlínarmúrsins geta þau ekki dregið sig inn í skel einangrunar í NATO. Þau hljóta að halda áfram for- gangsverkefnum sínum og áætlunum í suðlægum löndum þar til múrar fátækt- arinnar hrynja. * 28 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.