Heimsmynd - 01.06.1990, Síða 34

Heimsmynd - 01.06.1990, Síða 34
The WorldPaper NÝSKIPTING KÖKUNNAR Taiwan aflar vina með aðstoð Áður þiggjandi, nú í nýju hlutverki veitandans Eftir Bob King í Taipei, Taiwan Taiwan hafði þegið að minnsta kosti hálfan annan milljarð dollara í aðstoð, áður en því tókst sjálfu að hasla sér völl í alþjóðaviðskiptum fyrir áratug. Nú er eyjan sjálf að setja upp sína þróunarað- stoð, verðugur fulltrúi hinna nýju iðn- væddu efnahagskerfa (NIE), sem nú eru undir þrýstingi að leggja af mörkum í samræmi við það sem þau áður veittu viðtöku. Petta seðlaríka en vinafáa eyríki er líka sérstakt tilfelli. Þar sem Taiwan er formlega talið hluti meginlands Kína af stjórnvöldum í Peking og mörgum öðr- um ríkjum, verða væntanlegir aðstoðar- þegar að vega og meta áhættuna af diplómatískum þvingunum um leið og fé er þegið frá Taipei. Pað sem Taipei vonast eftir, en segir ekki upphátt, er að aðstoðarþegar teng- ist sér sterkari efnahagslegum og dipló- matískum böndum um leið og þeir efla þróunarstarfsemi sína. Þótt Taiwan eigi gjaldeyrisforða upp á 79 milljarða dollara - og komi næst á eftir Japan í því tilliti - eru þróunarað- stoðinni takmörk sett af takmarkaðri greiðslugetu og reynsluleysi í hlutverki veitandans. Taiwan hefur aðeins látið 120 milljónir dollara af hendi rakna til þróunarlanda, sem lýst hafa sig reiðu- búin til að taka upp „vinsamlega" af- stöðu til eyríkisins. Hin ársgamla þróunarstofnun þeirra, Alþjóðlegi efnahagssamvinnu-og þróun- arsjóðurinn, mun færa út kvíarnar eftir því sem stjórnendur hans öðlast meiri reynslu, segir Tsjó Jen, yfirmaður end- urskoðunardeildar hans. Tsjó sér fram á árleg framlög á bilinu frá 150 til 200 milljónir dollara. „Þetta er nýtt framtak fyrir okkur,“ segir Tsjó, „og við lærum af því sem við gerum og ég vona að í framtíðinni náum við ekki síðri tökum á þessu viðfangs- efni en öðrum sem við höfum tekið okk- ur fyrir hendur." Fyrstu aðstoðinni að upphæð um 22 milljónir dollara var ætlað að hjálpa Panama og Kosta Ríka að koma upp sérstökum svæðum fyrir útflutningsið- nað. Sjóðurinn er líka að meta umsókn- ir frá Irlandi, Mexíkó, Saudi Arabíu og Lesotho. Aðrar hundrað milljónir dala fóru til annarra landa, sem Tsjó neitaði að gera uppskátt um vegna viðkvæmra pólitískra og viðskiptalegra hagsmuna. Eins og er hefur Taiwan öðlast opin- bera viðurkenningu aðeins 26 þjóða, þar á meðal Saudí Arabíu, Suður-Kóreu og Suður-Afríku. Taiwan hefur líka náð sterkum tengslum við 27 önnur lönd, þótt enn séu þau óopinber. Taiwan hefur að sögn Tsjós byggt efnahagslega velgengni sína á gagnsem- ishyggju og skilvirkum viðskiptaaðferð- um - hvort tveggja viðhorf sem Taiwan vonast til að efla með aðstoðarþegum sínum. Pað vonast einnig til að hjálpin geri þá „sjálfstæða fremur en háða“, samkvæmt þeirri grundvallarreglu að betra sé að kenna fólki hvernig eigi að sá hrísgrjónum en að gefa þeim hrís- grjón. Þcssi aðferð var lykillinn að þróun eyríkisins sjálfs þegar Bandaríkjastjórn, að mati Tsjós, dældi hálfum öðrum milljarði dollara í efnahagsaðstoð inn í hagkerfi Taiwans um miðjan sjöunda áratuginn. Ríkisstjórnin hefur ekki nákvæmar tölur um hversu mikið fjármagn rennur til fjárfestinga erlendis og hvert það fer, þar sem hverjum einstaklingi er leyfilegt að fjárfesta allt að 5 milljónum dala ár- lega, segir Tsjó. Fjölmiðlar heima fyrir greina þó frá milljörðum dollara í fjár- festingum Taiwanbúa handan hafs, að- allega í Asíu. Telja má víst að þær fjár- hæðir fari vaxandi eftir því sem kostnað- ur heima fyrir stígur.* SHEAFFER, L I F E T I M E 34 HEIMSMYND Bob King, er fréttamaður fyrir BBC, The Asian Wall Street Journal og Financial Times.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.