Heimsmynd - 01.06.1990, Qupperneq 37

Heimsmynd - 01.06.1990, Qupperneq 37
ODD STEFÁN að er ógnvænleg stað- reynd sem við okkur Is- lendingum blasir í byrj- un árs 1990. Sjálfsmorð- um ungs fólks hefur fjölgað. Samkvæmt upp- lýsingum þeirra sem einna best þekkja til hafa tuttugu Islendingar valið þessa leið út úr erfiðleikum sínum á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þegar þessar töl- ur eru bornar saman við tölur fyrri ára má glöggt sjá hversu mikil aukningin er. Árið 1960 voru þeir þrett- án sem féllu fyrir eigin hendi. Tíu árum síðar, árið 1970, voru þeir tuttuguogsjö og þrjátíuogfimm árið 1988. Haldi svo áfram sem horfir verða þeir orðnir um sextíu sem hafa horfið yfir móðuna miklu á þennan skelfilega hátt í lok árs- ins. Tölur þessar segja þó eingöngu til um fjölda skráðra sjálfsvíga, en gera verður ráð fyrir að þau séu fleiri. Aðeins þau dauðsföll þar sem sannað er að um sjálfsvíg sé að ræða eru skráð sem slík. Hvað er það sem knýr tæplega tvítug- an menntaskólanema eða margra barna foreldri til að segja skilið við þetta líf? Til að taka ákvörðun sem særir ástvini og bindur enda á líf sem okkur, sem eftir stöndum, finnst hafa átt eftir að gera og sjá svo margt? ,,Við megum ekki gleyma því að það er til fólk sem aldrei hefur lið- ið vel og að það getur hent alla að líða svo illa á einhverri stundu að hann eða hún eygi enga von og sjái enga birtu framundan," segir Páll Eiríksson, geð- læknir og einn af stofnendum Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. „Vitanlega er eitthvað mikið að hjá fólki sem kýs að svipta sig lífi. Ef sjálfs- mat einstaklingsins er veikt, hann á við sjúkdóm að stríða og ég tala nú ekki um ef viðkomandi er undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna, getur farið svo að óskin um að kveðja þetta líf verði öllu öðru yfirsterkari. Sumir drekka í sig kjark og þá verður tilfinningastjórnun minni. Ef hægt er að skerast í leikinn á þessu stigi og koma í veg fyrir að sjálfs- morð verði framið sér fólk oft síðar hversu fljótfærnisleg ákvörðunin um að fremja sjálfsmorð var.“ Vorið, sá tími sem flestir hugsa til með eftirvæntingu og feginleika, er sá tími árs þegar flestir grípa til þess örþrifaráðs sem sjálfsvíg er. Bent hefur verið á þá skýringu að með hækkandi sól fái þeir sem þjáðst hafa af djúpu og langvinnu þunglyndi orku til að framkvæma vilja sinn. Páll Eiríksson segir að þeir séu ótrú- lega margir sem hugleiði sjálfsmorð ár- um saman. Ástæðurnar að baki slíku hugarástandi eru margs konar og engin einhlít skýring er til á því hvers vegna fólk tekur ákvörðun um að svipta sig lífi. í mörgum tilfellum er þunglyndi þó stór þáttur. „Ég hef lent í því að skjólstæðingur minn hringdi í mig með byssu í hendi og sagðist ætla að skjóta sig. Viðbrögð mín voru að kalla til lögreglu sem greip í taumana," segir séra Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur Ríkisspítalanna, en prestar eru oft þeir fyrstu sem fólk í sjálfsmorðshugleiðingum leitar til. „Hafi einstaklingur tekið ákvörðun um að svipta sig lífi er fátt sem við getum gert til að breyta þeirri ákvörðun, þó við vissulega vildum gera allt til að koma í veg fyrir það. I umræðunni um sjálfsvíg má þó aldrei gleyma að ábyrgðin er hjá þeim sem kýs að stytta sér aldur.“ Takist hins vegar sjálfsmorðstilraun eru prestar til taks við kistulagningu og jarðarför og veita síðan stuðning við aðstandendur með almennri sálgæslu, stundum til lengri tíma. „Einangrun þeirra sem hafa misst við sjálfsvíg er mjög mikil. Til eru þeir sem loka sig alveg af, hætta að vinna og sitja heima um hábjartan dag með glugga- tjöldin dregin fyrir og syrgja þann sem farinn er. Skömmin er þó líklega ein sú erfiðasta tilfinning sem aðstandendur þeirra sem svipt hafa sig lífi glíma við. Það er fátt sem einangrar meira en skömmin. Fólk upplifir sig sem annars flokks borgara. Það getur ekki horft framan í aðra, lagt spilin á borðið og sagt „svona er líf mitt“ þegar einhver at- burður hefur brennimerkt það fyrir lífs- tíð. Við aðstæður sem þessar á ekki að forðast fólk og ýta þannig undir einangr- un þess, heldur fara í sorgarhús, bjóða hjálp og hlusta. Það er sömuleiðis mjög slæmt að forðast umræðuefnið og láta sem hinn látni hafi ekki verið til. Það upplifa syrgjendurnir eins og verið sé að gefa í skyn að hann hafi engu máli skipt. Mér finnst að syrgjendum sé á margan hátt eðlilegt að tala um hinn látna eins og hann sé enn á lífi og það virðist hjálpa. Annars er engin töfraformúla til fyrir hvað á að segja við syrgjendur en ef lokað er á sorgina í stað þess að vinna með hana er hætt við að fólk sitji uppi með tilfinningar sem það beinir inn á við og taka að brjóta það niður. Illa unnin sorg getur haft víðtæk áhrif á líf manns seinna meir.” íslenska aðferðin - að hella sér út í gegndarlausa vinnu, jafnvel sextán, tutt- ugu tíma vinnu á sólahring, og halda að þannig gleymist sorgin - er röng, að sögn séra Braga. Slíkt getur unnið mjög á móti syrgjendum þó umhverfið mæli mjög með því. Hver kannast ekki við heilræði eins og „farðu nú að komast yfir þetta“, „þú verður að halda áfram“ eða „lífið heldur áfram". Séra Bragi bendir á að þótt margir snúi sér til presta með sjálfsvígshugsanir sínar þá séu þeir einnig til sem forðist það vegna þess að þeir hræðist fordæm- ingu kirkjunnar. Fyrr á öldum var sjálfs- morð skilgreint af kirkjunni sem ein af dauðasyndunum og þeir sem svipt höfðu sig lífi voru jarðaðir utangarðs. „Það sem hefur verið að gerast innan íslensku þjóðkirkjunnar er að við höfum eftir LAUFEYJU E. LÖVE HEIMSMYND 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.