Heimsmynd - 01.06.1990, Qupperneq 56

Heimsmynd - 01.06.1990, Qupperneq 56
Vilhjálmur Þorsteinsson með sérfræðingum hafrannsóknastofnunar Grænhöfðaeyja, sem þátt tóku í námskeiði í notkun tölva við gagnavinnslu stærsta vatni heims, sem gert er af mannahöndum. Vatnið liggur á landa- mærum Zimbabve og Zambíu, heyrir undir lögsögu beggja ríkjanna og eru rannsóknir á því þess vegna samstarf- sverkefni beggja þjóða. Þarna var reist virkjunarstífla 1958, 120 metra há. Vatnasvæðið, sem að vatninu liggur er 400 þúsund ferkílómetrar og það tók fjögur ár þar til lónið fylltist. Frá stífl- unni og að gljúfrunum við Viktoríufossa er vatnið 320 kflómetra langt, breiddin er frá 1 til 40 kflómetra, meðaldýpt um 30 metrar, en mesta dýpt 120 metrar. Flatarmál vatnsins er um 5500 ferkfló- metrar og strandlengjan 2000 kflómetra löng. Saga vatnsins er mjög merkileg frá visthverfissjónarmiði, en í upphafi var ekki séð fyrir rannsóknum sem fram færu meðan vatnið fylltist. Dýr og plönt- ur hafa orðið að aðlaga sig þessum nýju aðstæðum og hefði verið forvitnilegt að fylgjast með því frá byrjun. Veiðin í vatninu byggist á neta- veiði á ferskvatnsfiskum, sem fyrir voru í ánni eða settir í vatn- ið eftir að það fylltist. Þessar veiðar eru stundaðar á smábát- um og gefa um 6 til 15 þúsund tonna ársafla. Þessi tala er dálít- ið óviss því að telja má víst að allnokkur afli fari framhjá kerf- inu, því að enn hefur ekki verið komið upp fullkomnu skráningarkerfi yf- ir báta og afla þeirra. Einnig eru stund- aðar veiðar á stærri bátum (ef báta skyldi kalla), sem eingöngu beinist að ferskvatnssardínustofni, svonefndri Tanganíka-sardínu (Kapeta) og gefur hún nú um 26 þúsund tonn á ári. Aflinn er þannig allmiklu meiri en nú næst á öll- um Grænhöfðaeyjum. Samvinnufélög eru að ryðja sér til rúms og geta menn þá fengið sér stærri báta og öruggari og lagt upp aflann hjá samvinnufélaginu, sem sér um verkun og markaðssetningu. Fyr- ir innleggið, sem er umfram eigin neyslu, fá menn greitt í peningum, en skylda er að leggja hluta af peningunum inn á bankareikning og þegar illa gengur fá sumir fiskimannanna álíka tekjur af vöxtunum af innlegginu og þeir fá fyrir veiðarnar. Að öðru leyti er verkun og dreifing að verulegu leyti í höndum kvenna, sem kaupa aflann af sjómönn- unum við skipshlið. Hann er svo flattur og sólþurrkaður eða reyktur. Það er raunar yfirleitt einkennandi fyrir þessi afrísku samfélög að konurnar eru besti vinnukrafturinn. hefðbundið hlutverk karlanna hefur verið veiðar og stjórnar- málefni og þeir hafa sterka tilhneigingu til að líta á fasta vinnu sem lítillækkun og böl. Konurnar hafa hins vegar séð um heimilisstörf og akuryrkju, aðdrætti á vatni og eldiviði og yfirleitt aldrei mátt falla verk úr hendi. Þær eru því bæði vinnufúsari og námfúsari en karlarnir, opnari, áhugasamari og duglegri og miklu stöðugri vinnukraftur og því væn- legra til árangurs að þjálfa þær til starfa, sem krefjast stöðugrar ástundunar og ár- vekni, en karlana. Zimbabve megin er hluti af Karíba- vatni þjóðgarður og þar hefur ekki mátt setja niður fiskiþorp. Að öðru leyti eru fiskiþorpin dreifð eftir strandlengju beggja landa. Mismunandi stjórnarfar, vegleysur og samgönguleysi við stór svæði, mismunandi tungumál, hagsmunir og þjóðflokkarígur gera þetta samræm- ingarverkefni mjög erfitt. Það er mjög sérkennilegt að líta yfir vatnið á góðviðrisdegi. A víðáttumiklum svæðum standa tré upp úr vatninu og gera erfitt fyrir um veiðar. Þannig stend- ur á því að þegar vatninu var hleypt í uppistöðulónið, voru menn þeirrar skoðunar að trén mundu fljótlega rotna og hverfa af sjálfu sér. Því voru aðeins lítil svæði rudd. Það hefur hins vegar sýnt sig að í stað þess að rotna, hafa trén tilhneigingu til að steinger- ast. Þessir steingervingaskógar mynda ákjósanlegar uppeldis- stöðvar, en þau svæði sem rudd voru mynda minna líf en blandaðra. Nú sjá menn eftir að hafa ekki rutt reglulegar ræmur inn á milli þar sem auð- veldara væri að stunda veið- arnar með stórvirkari veiðar- færum. Auk þess sem veður geta hamlað sjósókn og verið hættuleg hinum frumstæðu fleytum, eru margvíslegar aðrar hættur þarna á kreiki svo sem krókódflar og vatnahestar, sem árlega granda nokkrum smábátum. Vatnahestarnir eru mjög illvígir og ef bátarnir koma inn á yfirráðasvæði þeirra leggja þeir til atlögu og á landi uppi ráð- ast þeir oft á tjöld og troða niður og er þá hollast að vera ekki inni í þeim. Um- hverfis vatnið eru allmargir krókódfla- búgarðar, sem einkum eru aldir vegna skinnsins, en gefa líka af sér kjöt, sem er ansi forvitnilegur matur, en mér fannst ekki mjög lystugur. Það er mjög saðsamt og bragðið einhvers staðar milli hænu og lúðu með rafabeltum. Eftir tvo bita hef- ur maður fengið nóg og viðbótar- skammtur veldur aðeins klígju og óþæg- indum. Meðfram vatninu eru villibufflar í stórum og smáum hjörðum. Þeir eru sagðir mjög hefnigjarnir, ef þeir eru áreittir og liggja jafnvel í launsátri og leggja til atlögu þegar menn minnst var- ir. I þorpinu Kariba, sem er 6 til 7 þús- und manna bær, verða árlega tvö til þrjú dauðaslys af þeirra völdum. Fflum hefur fækkað mjög ört í Afríku hin síðustu ár, eins og kunnugt er. Þetta á þó ekki við Zimbabve og hvarvetna kringum Karíbavatnið má sjá þessi tign- arlegu dýr á ferli. I sambandi við fflana hefur Zimbabve háð baráttu sem minnir á baráttu okkar íslendinga fyrir hval- veiðum undir vísindalegu eftirliti. Al- þjóðleg (og vestræn) náttúruverndarsam- tök hafa með miklum bægslagangi fengið í gegn alþjóðlegt bann við verslun með fílabein og var síðustu hindruninni rutt úr vegi í fyrra, þegar Japan gerðist aðili að því. I Zimbabve eru hins vegar marg- ir og víðáttumiklir þjóðgarðar og eftirlit með þeim strangt og í mjög góðu lagi. Til dæmis er fullyrt að eftirlitsmenn með nashyrningum séu fleiri en sjálfir nas- hyrningarnir. Sjáist til veiðiþjófa eru þeir jafnvel skotnir á færi. I Zimbabve er vandamálið því að halda fflafjöldanum í skefjum og stofninum í jafnvægi. Annars veldur hann stórfelldum spjöllum á um- hverfinu. Því vilja Zimbabvemenn fá að selja löglega tennur af þeim dýrum sem 56 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.