Heimsmynd - 01.06.1990, Side 58

Heimsmynd - 01.06.1990, Side 58
starfi annarra stofnana og gæta þess að endurtaka ekki verk eða verkþætti, sem þær hafa þegar innt af hendi, og að verk- efni okkar skarist ekki við verkefni ann- arra. Auðvitað er gífurleg fátækt þarna á okkar mælikvarða og sá árangur sem næst liggur ekki alltaf í augum uppi jafn- vel fyrir heimamenn, fremur en gerist sem metnaðarfullir stjórnmálaforingjar hafa fengið erlendar hjálparstofnanir til að svala metnaði sínum og stórmennsku- brjálæði með nákvæmum eftirlíkingum af glæsilegum mannvirkjum, sem þeir hafa kynnst í iðnríkjunum: Flugvelli með flugstöðvarbyggingum, sem engir vegir liggja að eða frá í ríkjum, sem hafa ekk- ert flugfélag sem risið geti undir því Árið 1988 var framlag Norðurlanda til þróunarmála sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu sem hér segir: Danmörk .................................................. 0,89% Finnland.................................................... 0,59% Noregur .................................................... 1,12% Svíþjóð....................................................... 0,87% Danir hyggjast hækka þetta í 1% 1992 og halda því síðan stöðugu. Finnar hyggjast hækka um 0,04% á ári og ná 1% um aldamót. Norðmenn ætla að ná 2% um aldamót. ísland setti sér að ná 0,7% 1992, en hefur ekkert gert til að nálgast það. Heimild: ÞSSÍ. hér hjá okkur sjálfum. En þeir sem hafa komið þarna á fimm til tíu ára fresti und- anfarna áratugi segjast merkja gífurlegar framfarir. Meðallífaldur hefur hækkað stórlega og er nú 65 ár. Ólæsi meðal ungs fólks hefur nálega verið útrýmt. Þjóðartekjur á hvern íbúa hafa stórlega hækkað og hagvöxtur verið jafn og vax- andi undanfarin fimm ár. Unnið hefur verið að uppgræðslu landsins og vatn- söflun, meðal annars með afsöltun sjáv- ar. Og nú er að takast að ryðja nýrri grein í fiskveiðum og fiskvinnslu braut, sem í framtíðinni getur orðið mikilsverð- ur atvinnuvegur. íbúarnir eru af mjög blönduðum upp- runa, afkomendur portúgalskra land- nema, þræla frá Afríku (frá þeim tíma sem eyjarnar voru notaðar sem lager fyr- ir þrælaverslunina og ekki var lögð af fyrr en 1876) og farandverkamanna frá ýmsum kimum portúgalska heimsveldisins. í stofnerfðafræðinni er talað um blendingskraft og það er ein- mitt einhver slíkur þróttur sem er höfuð- einkenni þessa fólks. Það er glaðvært, frískt, sterklegt og stælt, hreyfir sig mik- ið og hefur dálæti á íþróttum. Það er duglegt og vinnusamt og hefur átt vel- gengni að fagna í störfum utan heima- landsins. Þarna ægir saman öllum litaaf- brigðum frá svörtu að hvítu og svipmótið er ekki síður fjölbreytilegt og sitt úr hverri áttinni. Fólkið er þægilegt í við- móti og umgengni og á ákjósanlegri sam- starfsfélaga verður vart kosið. Þótt það hafi ekki fjárhagslegan ávinning í för með sér þá eru það viss forréttindi að fá að vinna að þróunarstarfi, kynnast fjar- lægum slóðum og fjarrænni menningu, vinna með fólki fullu af lífsgleði þrátt fyrir kröpp kjör, vita að starf manns á eftir að létta því lífsbaráttuna þótt síðar verði. Það er hægt að gera stór og alvarleg mistök í þróunarstarfi ekki síður en í pólitískum ákvörðunum heima fyrir. „Hvftir fflar“ eru þau verkefni kölluð, sem úir og grúir af um alla Afríku, þar nafni, glæsihótel, spítala með öllum nú- tímabúnaði, sem enginn kann að með- höndla, háskóla eða aðrar menntastofn- anir sem svipað er ástatt um og svo framvegis. Flestar þróunarstofnanir vita núna að ekki er nóg að moka inn pen- ingum. Það þarf að byggja á því sem fyr- ir er, aðhæfa og aðlaga að kringumstæð- um á hverjum stað, ekki að vinna fyrir fólk heldur með fólki, sem síðan getur tekið stjórnina í sínar hendur og unnið áfram og prjónað við. Þannig höfum við íslendingar unnið á Grænhöfðaeyjum og gert verulegt gagn. En auðvitað skiptir líka höfuðmáli að fjárveitingar til þessa starfs séu nokkurn veginn öruggar og hægt að gera áætlanir talsvert fram í tím- ann og standa við þær. Þróunarstarfið er ákaflega vandasamt og skiptir sköpum að hægt sé að halda þeirri reynslu og þekkingu, sem menn afla sér, innan stofnunarinnar, byggja á föstum og stöð- ugum grunni og auka síðan ofan á hann hægt og sígandi. Við eigum ekki að líta á þróunarað- stoð sem ölmusur sem við útdeilum af ríkidæmi okkar án þess að fá nokkuð í staðinn. Þróunarsamvinnan á að vera snar þáttur í utanríkispólitík okkar. Hún getur, ef vel er á haldið, skapað okkur velvild og virðingu á alþjóðavettvangi. En við getum líka haft af henni beinan fjárhagslegan ávinning. I þróunarlönd- unum er að finna neytendur framtíðar- innar og framleiðendur hráefna. Þar get- um við fundið kaupendur að fram- leiðsluvörum okkar, útgerðarvörum og skipum, tækni- og vísindaþekkingu, stjórnunar- og viðskiptaþekkingu. Við erum ekki grunaðir um græsku og stór- veldadrauma og þessar þjóðir eru óhræddar að eiga við okkur samskipti. Þróunarsamvinna getur því auðveldlega orðið beggja hagur. En þessar þjóðir fylgjast vel með og ef bilið milli mark- miða okkar og efnda á þeim, milli orða og gerða, er ekki fljótlega brúað, miss- um við ekki aðeins traust heldur verðum að algeru athlægi.D íslensk þróunaraðstoð: FYRIRHEIT ÁN EFNDA nm tveggja áratuga skeið hafa íslendingar verið að monta sig með veitingu þróunarað- stoðar til landa í Þriðja heim- inum. Árið 1961 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna einróma að stefna að því að velmegunarlöndin verðu einu prósenti þjóðar- framleiðslu til þróunarstarf- semi í fátækari ríkjum heims. íslendingar lyftu auðvitað þar upp hendi, glaðir og reif- ir. Við erum hins vegar seinþreyttir til vandræða og því liðu tíu ár þar til sett var löggjöf um Aðstoð íslands við þró- unarlöndin. Á grundvelli þeirrar löggjaf- ar var tekið upp samstarf við hin Norð- urlöndin og fram til 1980 var mestu af því fé, sem veitt var af Alþingi til þess- ara mála, varið til að greiða framlag Is- lands til norrænna samstarfsverkefna. Árið 1981 var Þróunarsamvinnustofnun íslands sett á laggirnar með lögum frá Alþingi og enn áréttað hið yfirlýsta markmið að verja einu prósenti af þjóð- artekjunum til þess arna, það er 0,7 frá hinu opinbera og 0,3 prósentum á vegum samtaka og einkaaðila. Þróunarsamv- innustofnun heyrir undir utanríkisráðu- neytið og starfar í tengslum við það, en hefur þó sjálfstæða stjórn sem kjörin er af Alþingi og því er stofnunin í reynd undir stjórn stjórnmálaflokkanna í land- inu. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa lýst fylgi við ofangreint markmið. Því ættu að vera hæg heimatökin að sjá stofnun- inni fyrir því fjármagni sem þarf til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Staðreyndin er sú að þótt allt sé tínt til: framlög til stofnana Sameinuðu þjóð- anna, Alþjóðabankans, Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og fleiri alþjóðastofnana, sem við komumst ekki undan að greiða samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum höfum við ekki náð nema tíunda hluta af því markmiði, sem við undirgengumst á 58 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.