Heimsmynd - 01.06.1990, Qupperneq 68

Heimsmynd - 01.06.1990, Qupperneq 68
Hannes Pálsson, Börnin af fyrsta hjónabandi Hannesar nema Páll. Ásta í rósóttum kjól, Jón, Guðrún og Bjarni fyrir framan. Undirfell á búskaparárum Hannesar. bóndi á Undirfelli, var þrígiftur. Hér er hann með fyrstu eiginkonu sinni, Hólmfríði Steinunni Jónsdóttur. Þau eignuðust fimm börn og eru á myndinni með fjögur þeirra, Guðrúnu yngsta, Pál, Jón og Ástu. var rúm fyrir marga bræður á ættaróðalinu á Guðlaugsstöðum og tók Hannes því á leigu Eiðsstaði, sem var afskekkt og nið- urnítt býli, en hann varð þar áður en yfir lauk með gildustu bændum í Húnaþingi. Hannes var slíkur vinnuvíkingur að honum féll aldrei verk úr hendi. Algengur vinnutími á Eiðsstöðum var 16 klukkustundir á sólarhring. Að sumrinu varð að nota hverja stund og stundum sunnudagana líka og það borið fyrir að arðsemistíminn væri svo stuttur að ekkert augnablik mætti missast. Vor og haust var engu betra því að þá kölluðu jarðabætur, húsbyggingar og kaupstaðarferðir að auk allrar vinnunnar við skepnuhirðingu. En veturinn var einnig með sama hætti. Þá sátu allar konur við daglangt, þeyttu rokka og töldu hespur. Óðar en piltar komu inn frá útiverkum þótti sjálfsagt að þeir kembdu ull, spynnu hrosshár, fléttuðu reipi eða brygðu gjarðir. Samtímis voru smíðatólin á flugferð hjá húsbóndan- um en hann var kunnur víðs vegar um land fyrir smíðar sínar. Sem dæmi um afköst hans var sagt að hann smíðaði sex til tíu silfurbúna tóbaksbauka á viku, tvær til þrjár vandaðar svipur gat hann smíðað á dag og hann lék sér að því að smíða beislisstangir úr kopar með járnmélum á einum degi. Búskaparregl- ur voru þær að vinna sem mest, spara flestan óþarfa og sníða sér stakk eftir vexti. Hannes á Eiðsstöðum var bóndi með gamla laginu, útsjónarsamur og séður. Aldrei brást það að hann ætti heyfirningar að loknum vetri, jafnvel á harðærisárunum eftir 1880. Mestar munu þær hafa orðið þúsund hestar eftir einn vet- ur. Aldrei varð hann skuldugur í kaupstað, þvert á móti átti hann oftast inneign þar. Til þess að spara tíma vildi hann láta einn mann á bænum lesa fyrir alla á kvöldvök- um og var meinilla við það þegar hver fór að lesa fyrir sig „þetta bannsett skáldsagnarusl". Eitt sinn er Hannes var enn ungur maður á Guðlaugsstöð- um kom hópur fólks að sunnan í hlað á Guðlaugsstöðum og í þeim hópi var ung og gjörvileg stúlka sem hét Halldóra Páls- dóttir frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. Sagt er að Elín, móðir Hannesar, hafi þá snúið sér að honum og sagt að hann skyldi taka konuefnið af baki og bent á Halldóru. Var það úr að hún réðist sem kaupakona á Guðlaugsstaði og varð svo eig- inkona Hannesar um haustið. Hún var annáluð fyrir jafnlyndi sitt og glaðværð og er það eðlisþáttur sem hefur fylgt sumum afkomenda hennar. Börn þeirra, sem upp komust, voru fjög- ur. Þau voru Jón bóndi á Brún, Guðmundur prófessor, Páll bóndi á Guðlaugsstöðum og Anna á Brún. Verður nú ættbogi frá þessum börnum nokkuð rakinn og byrjað á Páli því að af- komendur hans halda einkum upp merkinu heima í héraði. KJARNMIKLIR STOFNAR Páll Hannesson (1870-1960) bóndi á Guðlaugsstöðum. Hann var vel efnaður bóndi, glaðvær og skemmtinn. Hann kvæntist árið 1897 Guðrúnu, dóttur þess landsfræga bónda Björns Eysteinssonar sem reisti nýbýli lengst upp á Arnar- vatnsheiði árið 1886 og bjó þar í fimm ár við mikla fátækt og harðræði. Seinna bjó hann á Grímstungu í Vatnsdal og varð efnaður. Hann hefur skrifað þekktar æviminningar. I ættum þeirra Páls og Guðrúnar mætast því tveir kjarnmiklir stofnar. Þau bjuggu fyrst á Eiðsstöðum, síðan á Snær- ingsstöðum í Svínadal en árið 1907 festu þau kaup ættaróðalinu á Guðlaugsstöðum og bjuggu þar síð- an. Þau eignuðust tólf börn en sjö þeirra komust til fullorðinsára. Þau voru: STÓRYRTUR MÁLAFYLGJUMAÐUR 1. Hannes Pálsson (1898-1978). Hann stundaði nám í Samvinnuskólanum en varð síðan bóndi á Undirfelli í Vatnsdal 1925 til 1949 og var jafnan kenndur við þann bæ. Hannes setti ekki ljós sitt undir mæliker og var bráðlega fremstur í flokki í harðvítugum deilum í Vatnsdal og víð- ar enda málafylgjumaður mikill og stóryrtur þegar því var að skipta. Hann var framsóknar- maður með stórum staf og sjálfstæðismönnum var mjög í nöp við hann. Hann sótti hvern ein- asta pólitíska fund og tók jafnan til máls og sat á flokksþingum framsóknarmanna og var þar lengi í mið- stjórn. Hann var og í framboði en náði þó aldrei kjöri á þing. Þar sat fyrir héraðshöfðinginn og sjálfstæðismaðurinn Jón Pálmason á Akri; Eftir 1946 var Hannes að nokkru í starfi fyr- ir Búnaðarfélag Islands og fluttist til Reykjavíkur 1949. Hann var síðan ráðinn sem fulltrúi í fjármálaráðuneytið árið 1953 en það var síður en svo að hann léti deigan síga við að flytja til Reykjavíkur. Hann var bardagamaður í eðli sínu og á honum var enginn bragur uppflosnaðs bónda. Það stóð áfram um hann stormur og styrr. Hann lét húsnæðis- og fasteignamál mjög til sín taka og var í ýmsum nefndum sem að þeim lutu, meðal annars húsnæðisstjórn. Hann skrifaði greinar í blöð og tímarit og oftar en ekki flutti hann erindi um daginn og veginn í útvarp og gustaði þá heldur betur af honum. Hann var lands- '3 — 3 X 68 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.