Heimsmynd - 01.06.1990, Side 70

Heimsmynd - 01.06.1990, Side 70
Ásta Hannesdóttir, formaður Félags framsóknarkvenna í, Kópavogi og eiginmaður hennar, Gissur Jörundur Kristinsson trésmiður, sem hefur verið flokksbundinn Alþýðubandalagsmaður. Pau eru foreldrar helsta forkólfs frjálshyggjunnar í íslenskri stjórnmálaumræðu, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hannes Pálsson. Jónsdóttir, Páll Hannesson byggingarverkfræðingur, einn af stofnendum Dagblaðsins 1978. fyrsta eiginkona Hannesar Pálssonar. skjöldum. Björn var ekki eins sterkur í framsóknartrúnni og Hannes bróðir hans á Undirfelli og þó að hann kæmist síðar á þing fyrir Framsóknarflokkinn í frægum kosningum fór hann alla tíð sína eigin leið og þótti ótryggur flokksmaður. Hannes sagði Björn bróður sinn vera meinstríðinn og hrekkjóttan og kænan með afbrigðum. Hann var gerður kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1955 og reyndist þá slunginn fjármálamaður og hamhleypa til verka. Lét hann sig ekki muna um að sinna kaupfélaginu á daginn á sumrin og slá á næturnar heima á Löngumýri. Pannig rak Björn bæði bú og kaupfélag á þriðja ár og keypti meira að segja tvö fiskiskip sem hann átti sjálfur í félagi við kaupfélagið og gerði út. Vinnulag hans svipaði óneitanlega til Hannesar, afa hans, á Eiðsstöðum. Fékk hann um tíma viðurnefnið Skagastrandarjarl. Framsóknarmenn klæjaði mjög í fingurna að fella þingskör- unginn og sjálfstæðismanninn Jón Pálmason á Akri úr þing- sæti og hafði Hannesi á Undirfelli margsinnis mistekist það. En nú kom Björn á Löngumýri til sögu og fór fram árið 1959. Háði hann kosningabaráttuna með sínu lagi, hrekkjum, orð- heppni og gamanefnum svo að vakti athygli um allt land. I stað þess að skammast út í Jón Pálmason á kosningafundum hyllti Björn hann sem stórmenni sem aðeins væri búinn að renna sitt skeið á enda og orðinn gamall. Sagðist Björn hafa virðulega stöðu handa honum, þegar hann væri kominn á þing og til æðstu metorða, en það væri að vera hirðskáld sitt. Þetta kom flatt upp á Jón á Akri og vissi hann ekki gjörla hvernig ætti að bregðast við slíkri ósvífni. Beitti hann töluverðum hnífilyrðum gegn Birni en Björn sló því öllu í gaman og hældi Jóni því meira. Björn hafði þann háttinn á að leita fremur fylgis hjá þeim sem minna máttu sín og dró ekki af sér við að hæðast að höfðingjum héraðsins og ekki síður að þeim sem voru flokksmenn hans í Framsóknarflokknum. Fór svo að Björn felldi Jón með 28 atkvæðum og heyrðist þá héraðsbrest- ur hár. Björn Pálsson var síðan þingmaður til 1974 og fór jafn- an eigin leiðir og þótti með skemmtilegustu og sérstæðustu þingmönnum á sínum ferli. Hann var til dæmis mjög andvígur sífelldum barlómi bænda og sagðist sjálfur hafa orðið stórauð- ugur af búskap. Eitt var það mál sem vakti þjóðarathygli en það voru mála- ferli Björns sem stóðu yfir á árunum 1967 til 1973 um eignar- hald á skjóttri hryssu sem kölluð var Löngumýrar-Skjóna. Hryssan hafði gengið árum saman í högum Björns en var dregin öðrum bónda í stóðrétt 1967. Fór Björn í mál með þeirri seiglu sem honum er gefin. Flestir snjöllustu marka- skoðunarmenn í Húnaþingi margþukluðu eyru Skjónu en úr- skurður þeirra stangaðist mjög á eftir því hvar þeir stóðu f pólitík og spunnust um þetta hatrammar blaðadeilur. í undir- rétti á Blönduósi var dæmt í óhag Birni en í hæstaréttardómi árið 1973 var hryssan dæmd eign Björns á Löngumýri „sakir hefðar“. Björn Pálsson á Löngumýri var orðinn fertugur þegar hann festi ráð sitt og kvæntist Ólöfu Guðmundsdóttur. Eignuðust þau tíu börn. Þau eru: a. Áslaug Björnsdóttir (f. 1945) hjúkrunardeildarstjóri í Reykjavík, gift Páli Þorkelssyni vélfræðingi. b. Guðrún Björnsdóttir (f.1947) kennari í Reykjavík, gift Einari Guðmundssyni prentara. c. Páll Björnsson (f.1948) sýslumaður á Höfn í Hornafirði, kvæntur Ólafíu Hansdóttur. d. Guðmundur Björnsson (f. 1950) lögfræðingur, sýslufull- trúi á Patreksfirði. e. Halldór Björnsson (f. 1953) í Reykjavík. f. Hafliði Sigurður Björnsson (f.1954) vélstjóri. g. Björn Björnsson (f.1955) húsasmiður, bóndi á Löngum- ýri. h. Þorfinnur Jóhannes Björnsson (f. 1956) deildarstjóri hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins, kvæntur Aðalheiði Bragadótt- ur. i. Brynhildur Björnsdóttir (f. 1959) nemi. j. Böðvar Björnsson (f.1961) sjómaður. ARFTAKARNIR Á GUÐLAUGSSTÖÐUM 4. Guðmundur Pálsson (f.1907) bóndi og smiður á ættar- óðalinu á Guðlaugsstöðum. Hann giftist seint eins og Björn, bróðir hans, og var sagður hafa tekið það í sig að vilja alls ekki koma með konu heim í Guðlaugsstaði meðan móðir hans, Guðrún Björnsdóttir, var þar í fullu fjöri. Hann sagði að hún mundi ráða öllu sem fyrr, eða þá draga sig í hlé, og hvort tveggja mundi valda leiðindum. Þegar gömlu konunni varð þetta ljóst, tók hún sig til og flutti út á Blönduós og þar eyddi hún efri árum sínum en Páll, bóndi hennar, sat áfram á Guð- laugsstöðum. Kona Guðmundar er Ásgerður Stefánsdóttir. Börn þeirra eru: a. Guðný Guðmundsdóttir (f.1948). b. Guðrún Guðmundsdóttir (f.1952) húsfreyja á Guðlaugs- stöðum, gift Sigurði Ingva Björnssyni bónda þar. HÖLLUSTAÐAFÓLKIÐ 5. Hulda Pálsdóttir (f. 1908) húsfreyja á Höllustöðum. Mað- ur hennar er Pétur Pétursson, móðurbróðir Jónasar Kristj- ánssonar ritstjóra DV. Pétur var búfræðingur frá Hólum og stundaði síðan framhaldsnám í Noregi. Þau hjón keyptu Höll- 70 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.