Heimsmynd - 01.06.1990, Qupperneq 82

Heimsmynd - 01.06.1990, Qupperneq 82
frétt. Garbo hélt blaðamannafund, þann síðasta á sín- um ferli, þar sem hún lýsti því yfir að hún myndi ekki gift- ast Stokowski en hann hafði fullyrt áður við blaðamenn að það stæði til. Vei þeim sem rýfur þögnina! Adrian, búningahönnuði Garbo frá Holly- woodárunum, var meinað að birta endurminningar sín- ar. Aðrir menn sem voru í tygjum við hana voru þögulir allt til endalokanna, næringarfræðingur- inn Gayelord Hau- ser, milljónamær- ingurinn George Schlee og ljósmyndar- inn Cecil Beaton. Þegar Garbo dró sig í hlé, sagði hún ekki að hún væri hætt að leika í kvik- myndum heldur lýsti hún því yfir að hún væri á leiðinni í frí. Hún kom aldrei aftur úr því fríi. Hún neitaði að koma fram opinberlega eftir það. Garbo beitti ýms- um brögðum til að forðast ljósmyndara, skildi farangur sinn eftir á hótelum þar sem þeir biðu fyrir utan svo þannig virt- ist sem hún væri þar enn. í Hollywood hörmuðu ungir leikarar eins og Clark Gable að fá ekki tækifæri til að faðma hina fögru Garbo á hvíta tjaldinu. Hún settist að í sjö herbergja íbúð í húsinu númer 450 við 52. stræti í New York við austurhluta árinnar, rétt hjá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á Manhattan. Hlerarnir fyrir gluggum íbúðarinnar voru oftast lokaðir og þrír símar sem þar voru hringdu aldrei. Það var hún sem hafði samband við fólk að fyrra bragði, enginn vogaði sér að hringja í hana. Sama konan ræsti vistarverur hennar alla tíð. Hún reykti fjörutíu sígarettur á dag, drakk vodkað sitt og útbjó sjálf máltíðir sínar. Ná- inn vinur hennar, næringarfræðingur- inn Gayelord Hau- ser, fékk hana til að fara á grænmetis- fæði. Hún lét hár sitt grána án þess að lita það og hafði það í axlasídd. Hún fór aldrei í kvik- myndahús en fylgd- ist gjarnan með end- ursýningum á göml- um kvikmyndum sínum í sjónvarpinu. Garbo neitaði öll- um tilboðum þar sem henni voru boðnar svimandi fjárhæðir fyrir að rita endurminningar sínar. Jackie Kenn- edy Onassis reyndi stíft undir hið síð- asta að fá hana til að gefa út ævisögu sína. Það var eins og henni kæmi álit um- heimsins ekki leng- ur við og hún þoldi ekki tilhugsunina um að fólk fylgdist með henni. Hún ferðaðist undir dul- nefninu frú Brown eða frú Jay eða not- aði upprunalegt nafn sitt, Gustafsson. Hún umgekkst fáa útvalda. Hún ferð- aðist með Winston Churchill um grísku eyjarnar, dvaldi um borð í Christinu, snekkju Aristotle Onassis, áður en Jackie kom til sögunnar. Hún ferðaðist til Klosters í Sviss og Parísar og þar var henni sýnd álíka virðing og konung- bornu fólki. Hún fékk að vera í friði. Færi hún út að ganga á Manhattan hélt fólk sig í ákveðinni fjarlægð frá henni. Enginn dirfðist að ganga upp að henni og ávarpa hana. Hún hélt sig við sama stílinn alla tfð, stóra frakka, síðbuxur með hárið beinklippt og topp. Aldrei tók hún ofan svörtu sólgleraugun sem urðu auðkenni hennar. Að vísu gerðist það eitt sinn að ungur maður rakst á Garbo fyrir utan heimili hennar í New York. „Viti menn, þetta eruð þér, sjálf Greta Garbo,“ hrópaði hann. Hún leit á hann og svaraði: „Eg var Garbo.“ Hún vissi að gát- an var tvíræðari en játningarnar. Hún var lifandi leyndar- dómur og nú þegar hún er öll reyna margir að fylla upp í eyðurnar. Fram á næstu öld mun fólk tala um Garbo og sögusagnir verða enn á kreiki. Hin raunverulega Garbo stendur eftir í göml- um svart-hvítum kvikmyndum. Sú Garbo eldist aldrei og ef hún deyr, skrifaði einn blaða- maður, þá deyr hún aðeins um tíma og í þágu ástarinnar.D Ein örfárra mynda sem náðust af Garbo á göngu í New York síðustu æviárin. Með breska Ijósmyndaranum Cecil Beaton árið 1946. Hann bað hana að giftast sér. Hún játaði í fyrstu en hætti svo við og sagði að það yrði ekkert gaman fyrir hann að vakna með henni á morgnana í gömlum karlanáttfötum. Með elskhuganum John Gilbert í kvikmynd árið 1929. Garbo var á undan sinni samtíð og ólík öllum öðrum í klæðaburði. Hún var ein fyrsta konan sem gekk reglulega með sólgleraugu, notaði síðbuxur oftar en pils og elskaði hvítar skyrtur. Með mótleikara sínum Charles Boyer1937. Með Ricardo Cortez í myndinni The Torrent 1926. 82 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.