Heimsmynd - 01.06.1990, Page 87

Heimsmynd - 01.06.1990, Page 87
Óánœgð kona krefst munaðar en kona sem elskar er fús til að hvíla á berum fjölum. vers vegna giftist fólk? Hvers vegna er fólk talið skera sig úr ef það býr eitt? Eru það þjóðfélagsaðstæður sem ýta fólki út í hið hefðbundna form að stofna fjölskyldu? Er það tilgangur lífsins að finna maka eignast börn og deyja síðan? Við þessu eru mörg og ef- laust ólík svör en að vísu virðist þetta vera það sem flestir gera. Til eru konur sem kjósa að vera það sem við getum kallað sjálfstæðar. Gera það sem þær sjálfar lystir og finnst það vera kostur að vera ógiftar. Það er samt ekki þar með sagt að þær komi aldrei til með að gifta sig en í augnablikinu finnst þeim það að vera sjálfstæðar besta lífs- munstrið. Hverjir eru þessir kostir? Anna, sem er uppeldisfræðingur að mennt, telur besta kostinn vera þann að hún þarf ekki samþykki neins annars til að framkvæma hluti. Ef henni dettur í hug að skreppa til Amsterdam þá þarf enga umræðu um það. Hún bara fer. Svo er erfitt að vera fjárhagslega sjálfstæður þegar búið er með öðrum og nokkrar af þeim konum sem tilbúnar voru að tjá sig um kosti þess að vera karlmannslaus voru sammála um að erfitt yrði að afsala sér fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Kannski er hægt að segja að konur geti verið fjárhagslega sjálfstæðar í hjónabandi þegar þær vinna úti en sam- eiginlegur rekstur heimilis er það stór hluti hins daglega lífs að varla er það konunni í sjálfsvald sett í hvað hún lætur launin sín. Aðrar töldu fjármálin vera aðalókost- inn við að búa einar því oftast nær er full þörf á tveimur fyrirvinnum til að endar nái saman. Margrét, þrjátíu og fjögurra ára gömul hjúkrunarkona, segir kostina við að vera kallalaus þá að geta teygt úr sér í rúm- inu. Hafa allt rúmið fyrir sig sjálfa. Geta hrúgað bókum og blöðum upp í það og haft ljósið kveikt hvenær sem er. Verið sinn eigin dagskrárstjóri, þurfa ekki að verða fúl vegna þess að hann langar til að sjá eitthvað annað. Geta farið á skemmtistað og slett úr klaufunum án þess að brúnirnar á hon- um þyngist. Geta keypt flík án þess að fá samviskubit. Geta drollað í heimsóknum ein án þess að sett verði út á það. Geta hitt mann, orðið smáskotin og skellt sér á hann. Rósa Ingólfsdóttir er þekkt fyrir eftir KRISTÍNU JÓNSDÓTTUR HEIMSMYND 87

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.