Heimsmynd - 01.06.1990, Síða 94

Heimsmynd - 01.06.1990, Síða 94
Guðlaugsstaður... Framhald af bls. 73 c. Elíti Guðmundsdóttir (f. 1931) bóka- vörður. Dóttir hennar er Áslaug Inga Þórisdóttir (f. 1959), fulltrúi hjá Toll- stjóra, gift Eyþóri Fannberg stýrimann- sefni. BRAUTRYÐJANDI í LÆKNAVÍSINDUM OG SKIPULAGSMÁLUM Guðmundur Hannesson (1866-1946) prófessor var einn sonur Hannesar og Halldóru á Eiðsstöðum og sá eini af börnum þeirra sem braust til mennta. Faðir hans var algjörlega mótfallinn slíku ráðalagi og vildi að þessi sonur hans yrði bóndi og ekkert annað en móðir hans mun hafa stutt son sinn til þess að komast í menntaskóla. Guð- mundur var ákaflega bókhneigður sem barn og fékkst líka við smíðar og sauma en fjárbúskapur átti síður við hann. Honum leiddist yfirseta yfir ám en tók þá upp á því að smíða sér kassa sem hann gat bundið á bak sér. í kassann lét hann bækur sínar og upp frá því hlakk- aði hann til að fara í yfirseturnar. Hann fékk vænan skammt af þrjósku ættarinn- ar í arf. Eitt sinn danglaði faðir hans í hann fyrir að sinna ekki Kverinu, sem hann átti að lesa fyrir fermingu en hafði þó lært utan bókar fyrir löngu síðan. Guðmundur reiddist ákaflega, leitaði Kverið uppi, fór með það fram í eldhús og kastaði því á eldinn. Að loknu stúdentsprófi fór Guðmund- ur í læknanám til Kaupmannahafnar og lauk því árið 1894. Hann var einn af þeim sem komu með byltingu læknavís- indanna heim til íslands. Þar voru fremstir í flokki þrír Guðmundar, sem allir voru ættaðir úr Húnavatnssýslum, Guðmundur Björnsson, Guðmundur Magnússon og Guðmundur Hannesson. Lausnarorð þeirra var hreinlæti, hreint vatn, öflugt skólpkerfi, rúmbetri og bjartari íbúðir og frískt loft. Einkennis- klæðnaður þeirra varð hvítur sloppur sem tákn fyrir þýðingu hreinlætis. Þessir menn, sem gengu undir nafninu Guð- mundarnir meðal almennings, lyftu Grettistökum í heilbrigðis- og hreinlætis- málum Islendinga og áttu þannig drjúg- an þátt í þeim þjóðfélagsbreytingum sem urðu eftir aldamótin 1900. Guðmundur Hannesson var fyrst hér- aðslæknir á Sauðárkróki, síðan Akureyri 1896 til 1907 en var síðan veitt Reykja- víkurhérað 1907. Hann var skipaður prófessor við Háskólann við stofnun hans 1911 og var rektor hans tvívegis. En Guðmundi var fátt mannlegt óviðkom- andi. Hann tók virkan þátt í stjórnmál- um og gaf út rit og bæklinga um sjálf- stæðisbaráttuna, fyllti hann lið landvarn- armanna sem lengst vildu ganga. Þá stofnaði hann Læknablaðið 1902 og gaf það út á eigin vegum í þrjú ár. Hann þótti frábær vísindamaður og skurðlækn- ir en hann var jafnframt brautryðjandi í húsbygginga- og skipulagsmálum. Hann gaf út árið 1916 ritið Um skipulag bœja sem markaði þáttaskil í skipulagsmálum hérlendis. Þar lýsti hann skipulagshug- myndum sínum með tilliti til erlendra fyrirmyndarbæja en jafnframt var rit- gerðin ádeila á skipulag Reykjavíkur eða öllu heldur skipulagsleysi bæjarins. Síð- an var hann óþreytandi að skrifa um þau mál og sat í fyrstu skipulagsnefnd ríkis- ins. Hann skrifaði einnig um steinsteypu og fann upp aðferð til þess að rakaverja steinsteypt hús sem síðan var notuð. Hann reisti sér fallegt einbýlishús á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis sem hann teiknaði sjálfur. Guðmundur Hannesson var þingmað- ur Húnvetninga 1914 til 1915 en síðar á ævinni átti hann samleið með Bænda- flokknum. Níels Dungal prófessor skrif- aði um Guðmund að fáir menn, utan lands sem innan, hefðu orðið sér minnis- stæðari og hann var þekktur meðal læknavísindamanna erlendis. AFKOMENDUR PRÓFESSORSINS Kona Guðmundar var Karolína ís- leifsdóttir og eignuðust þau fimm börn. Þau voru: 1. Svafar Guðmundsson (1898-1960). Hann lauk prófi frá verslunarskóla í Kaupmannahöfn og var síðan starfsmað- ur SIS. Hann var kaupfélagsstjóri í Borg- arnesi 1921 til 1924 en starfaði síðan á skrifstofu SÍS í Kaupmannahöfn 1924 til 1927 og annaðist þá viðskipti við Mið- Evrópu og kom á viðskiptasamböndum. Síðan starfaði hann á aðalskrifstofu SÍS en var skipaður útibússtjóri Útvegsban- kans á Akureyri og gegndi því embætti til 1958. Svafar var formaður bankaráðs Útvegsbankans 1930 til 1935. Hann var talinn mikill skapmaður og sjálfstæður í skoðunum. A kreppuárunum var hann í Bændaflokknum, eins og fleiri þeir frændur, og starfaði þar af lífi og sál. Kona hans var Sigrún Þormóðsdóttir og voru börn þeirra þessi: a. Guðrún Svafarsdóttir (f. 1935), gift Magnúsi Jónssyni óperusöngvara. Börn þeirra eru Svavar Magnússon (f. 1963) verkamaður í Reykjavík og Sigrún Vil- borg Magnúsdóttir (f. 1966) flugfreyja í Sviss. b. Guðmundur Svafarsson (f. 1938) umdæmisverkfræðingur á Akureyri, kvæntur Ingibjörgu Auðunsdóttur. c. Þormóður Svafarsson (f. 1943) upp- eldisfræðingur og félagsráðgjafi á Akur- eyri. d. Kara Margrét Svafarsdóttir (f. 1950) flugfreyja í Reykjavík, gift Hirti Hjartar- syni skrifvélavirkja. 2. Hannes V. Guðmundsson (1900- 1959) yfirlæknir við húð- og kynsjúk- dómadeild Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík og dósent við Háskólann. Kona hans var Valgerður Björg Björns- dóttir. Börn þeirra: a. Leifur Hannesson (f. 1930) bygg- ingaverkfræðingur í Reykjavík. Hann stofnaði verktakafyrirtækið Miðfell ásamt öðrum árið 1964 og starfaði við það til 1987 en það var með stærri fyrir- tækjum í sinni grein. Hann var formaður Verktakasambands íslands 1968 til 1972. Kona hans er Áslaug Sólveig Stefáns- dóttir og eiga þau þrjár dætur: Þórdís Leifsdóttir (f. 1958) nemi, Gerður Leifs- dóttir (f. 1961) kennari í Reykjavík og Áslaug Leifsdóttir (f. 1963) kennari. b. Valgerður Hannesdóttir (f. 1931), kona Ólafs Ólafssonar veggfóðrara- meistara í Reykjavík. Börn þeirra eru Hannes V. Ólafsson (f. 1955) veggfóðr- ari, kvæntur Guðrúnu Sæmundsdóttur, Björg Ólafsdóttir (f. 1959) búfræðingur, gift Erni Karlssyni verkfræðingi og Val- gerður Birna Ólafsdóttir (f. 1966). c. Lína Lilja Hannesdóttir (f. 1935), gift Hilmari Pálssyni framkvæmdastjóra hjá Vátryggingafélagi íslands. Synir þeirra eru Hannes Hilmarsson (f. 1955) menntaskólakennari, kvæntur Dóru Berglind Torfadóttur bókhaldara, Páll Hilmarsson (f. 1962) viðskiptafræðingur, giftur Kolbrúnu Jónsdóttur viðskipta- fræðingi og Björn Hilmarsson (f. 1964) tölvufræðingur, í sambúð með Steinunni Thorlacius líffræðingi. d. Helga Hannesdóttir (f. 1942) barna- geðlæknir í Reykjavík, gift Jóni Grétari Stefánssyni yfirlækni. Elsta barn þeirra er Aðalbjörg Jónsdóttir (f. 1967) dýra- læknisnemi. 3. Anna Guðmundsdóttir (1902-1987), gift Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi, skrifstofustjóra Alþingis en hann var jafnframt þekktur sem afburðaþýðandi. Börn þeirra: a. Sigríður Jónsdóttir (f. 1934), fulltrúi hjá Alþingi, gift Stefáni Hermannssyni aðstoðarborgarverkfræðingi í Reykjavík. Börn þeirra eru Jón Hallur Stefánsson (f. 1959), lic. phil. frá Granada á Spáni í spænsku og málvísindum, í sambúð með Kristínu Mar fóstru, Þórhildur Stefáns- dóttir (1965-1975) og Hermann Stefáns- son (f. 1968). b. Ása Jónsdóttir (f. 1936), magister í leikhúsfræðum, gift Tómasi Karlssyni sendiráðsritara í London, áður í fastan- efnd SÞ í New York. Tómas var fyrrum fréttastjóri á Tímanum og áberandi mað- ur í Framsóknarflokknum, varaþingmað- ur flokksins í Reykjavík 1967 til 1974 og sat þá oft á þingi. Synir þeirra eru Jón Frosti Tómasson (f. 1962) offsetprentari og Jökull Tómasson (f. 1965), starfsmað- ur á auglýsingastofu. c. Guðmundur Karl Jónsson (f. 1940) lögfræðingur í Reykjavík, kvæntur Rannveigu Björnsdóttur. 4. Leifur Guðmundsson (1905-1928). Hann lærði til liðsforingja í Danmörku en fórst í flugslysi og var fyrsti íslending- urinn sem hlaut þau örlög. 5. Arnljótur Guðmundsson (1912-1955) lögfræðingur. Hann var bæjarstjóri á Akranesi og síðan fyrsti forstjóri Hvals hf. frá 1946. Arnljótur var einn af þeim Guðlaugsstaðamönnum sem var ham- hleypa til vinnu og til marks um það er 94 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.