Heimsmynd - 01.07.1992, Qupperneq 18

Heimsmynd - 01.07.1992, Qupperneq 18
Áttu við þennan úr Kelduhverfinu sem á bik- svarta, unga fegurðardís fyrir eiginkonu? spyr ég- Já, hún er fjórða konan hans og af fjórða lit- arhættinum, svarar Nóri: Og eftir því sem hann segir, sú eina sem hefur haft almennilegt sið- ferði, enda er hún af afspyrnugóðu fólki í Norður-Nígeríu sem er víst nokkurs konar Þingeyjarsýsla þar í landi. Hún er hvorki með rispur í andliti né neitt járnarusl í nefi eða eyr- um. Mesta myndarstelpa, þótt hún sé svona dökk. Eiginlega er hún líkari svörtu tískusýn- ingardrósunum í Parísarborg en kennslukonu frá Afríku. En það er þó áreiðanlega hjartalag- ið sem hefur laðað frænda minn að henni því það þarf nú ekki að hlusta á hann lengi til að sannfærast um það að hann leggur meira upp úr innræti en útliti. Hún er víst mjög þroskuð andlega þó að ung sé að árum, líklega ekki eldri en hálfþrítug. Á hvaða aldri er þessi frændi þinn, spyr ég. Hann er á besta aldri, segir Nóri: Réttum megin við sextugt. Þeir fara snemma á eftirlaun þarna í Ameríku. Hjá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru ekki önnur gam- almenni í vinnu en þau sem íslensk stjórnvöld senda þangað af og til vegna einhverrar pólit- ískrar nauðsynjar. Frændi minn fór hins vegar að vinna þarna að eigin frumkvæði, strax að framhaldsnáminu við Harvard loknu, en ekki vegna þess að land hans þyrfti að losna við hann. Og blessaður karlinn hefur aldrei starfað á íslandi þó að hann langaði til þess öðru hverju þegar hann var á milli landa og kvenna. En honum varð á að kalla stórvesír íslenskra efnahagsmála „verðbólgustjórann“ í ræðu á stúdentafagnaði fyrir nokkrum áratugum. Og eftir slfk mistök, jafnvel þótt framin séu á kenndiríi, segir frændi minn að enginn óvitlaus maður reyni að sækja um starf á íslandi. en það var kannski ekki að furða þótt hann minntist á verðbólgu, heldur Nóri áfram, því að hann er búinn að endasendast marga hringi umhverfis hnöttinn áratug- um saman og staðnæmast stundum í mörg ár í löndum, sem ég kann varla að nefna, til að lækna bæði hastarlegar og þrálátar verðbólgur. Hann þóttist því þekkja kvillann. Hann sagði mér samt fyrir mörgum árum, þegar við hitt- umst í fermingarveislu frænku okkar, sem nú er orðin nýjaldartrúboði og rekur margar arðvæn- legar heilsuræktarstöðvar, að lengi vel hefði hann verið svo grænn að halda að hann gæti ef til vill orðið að gagni við að kippa íslenskum efnahagsmálum í liðinn. En auðvitað var öllum hans erindum stungið undir stól og ýmist þagað yfir tillögum hans og kenningum eða gert góð- látlegt grín að þeim. Ég tek fram diskana því að nú getur Nóri ekki hesthúsað meira af lambakjöti. Hann fær ferska ávexti og ís í eftirrétt. Augu hans ljóma og hann dæsir af velþóknun þegar ég ber hon- um þetta: Girnilegt er það. En áttu ekki ögn af rjóma til að fullkomna dýrðina? Hann má vera óþeyttur. Auðvitað læt ég þetta eftir honum. Frændi minn hefur mikinn áhuga á fjölmiðl- um, segir Nóri þegar fyrstu árásarlotunni á eft- irréttinn hefur slotað: Enda hefur hann óvenju- lega góðan samanburð því að hann hefur dvalið langdvölum í svo mörgum ríkjum með svo ólíka menningu. Hann hneykslaðist mikið hér um árið þegar leyfi fyrir rekstri annarrar sjón- varpsstöðvar var veitt fáeinum fjárvana ein- staklingum sem höfðu ekki einu sinni reynslu af fjölmiðlun eða yfirleitt nokkrar forsendur aðrar en að langa svo ósköp mikið til að eiga sjónvarpsstöð. Hann sagði að hjá mörgum öðr- um frumstæðum þjóðum fengju þekkingarlaus- ir spraðurbassar að leika lausum hala með skoðanamyndun landsmanna, ekki síst í ein- ræðisríkjum. En það væri þó yfirleitt farið fram á að þeir ættu að minnsta kosti hálfa bót fyrir rassinn á sér. Ég verð nú að segja að ég er sama sinnis, bætir Nóri við: Það er engu lagi líkt að kennari í matvælafræði ofan úr háskóla skyldi, bara með því að vera bara nógu helvíti bísperrtur og kjaftagleiður, fá leyfi til sjónvarpsrekstrar hjá yfirvöldum og að honum skyldi takast að plata Verslunarbankann til að lána sér næstum fyrir hverjum blýanti sem þurfti til að byrja starf- semina. Jón Óttar var að vísu úr innstu klíku flokksins, Eimreiðarhópnum, meðal annarra ásamt þáverandi formanni, Þorsteini Pálssyni, og núverandi formanni, Davíð Oddssyni, og framkvæmdastjóranum, Kjartani Gunnarssyni. Og hann hafði vakið á sér athygli með því að boða skelegglega fagnaðarerindi frjálshyggj- unnar í blaðagreinum. En það voru einu af- skipti hans af fjölmiðlun svo vitað sé. hugsaðu þér nú bara, segir Nóri, að þeir félagar, Jón Ottar og Hosi, stofnuðu Stöð 2 með fimm milljón króna hlutafé og náðu meira að segja aldrei að borga inn nema þrjár milljónir af því, eins og síðar kom í ljós. Þeir tækjavæddu Stöð- ina, tóku á leigu húsnæði, létu innrétta það og búa því sem til þurfti, réðu mannskap, að hluta til með því að lokka með yfirborgunum vinsælt kunnáttufólk frá Sjónvarpinu og keyptu að minnsta kosti hálft dúsín af nýjum Volvo-dross- íum af stærstu gerð handa sjálfum sér og helstu lautinöntunum. Þetta gerðist allt áður en eyrir kom inn fyrir áskriftir eða auglýsingar. Sem sagt, allt upp á krít. Og launin sem þessir „brautryðjendur" greiddu sér voru býsna mörg- um sinnum hærri en piltarnir höfðu fengið í þeim störfum sem þeir sinntu næst á undan, svo ekki sé minnst á ferðakostnað og olíufursta- risnu. Eins og frændi minn segir, heldur Nóri áfram, hlýtur þjóð okkar að vera einhver sú heimskasta í heimi eða í besta falli það sem í gamla daga var kallað „á pörtum". Því á þeim þremur árum sem drengirnir fengu að leika sér með Stöð 2 í vímu trylltrar sjálfsupphafningar, dásamaði öll þjóðin, bæði háir og lágir, árang- urinn og hrópaði „kraftaverk'? Sá sem lék að- alhlutverkið, líklega mesti montrass norðan Alpafjalla og þótt víðar væri leitað, lifði sig svo inn í stjörnuhlutverk sápuóperunnar að hann burstaði varla tennurnar nema í beinni útsend- ingu, hver hugrenning hans varð að brýnu er- indi til allrar þjóðarinnar og ástarmál, ég tala nú ekki um hinar tíðu giftingar hans og skiln- aði, voru álíka stórfréttir og mannskæðar styrjaldir eða lungnabólguköst landsfeðra vorra á almannafæri. framhald á bls. 86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.