Heimsmynd - 01.07.1992, Page 21

Heimsmynd - 01.07.1992, Page 21
■ W HBMSMYi timamot MAÐUR MÁNAÐARINS, JAFNRÉTTISMÁL, BÓKMENNTIR, HEILSA, VIÐSKIPTI OG KVIKMYNDIR í JÚLÍ1992 Hvar og hvernig býröu? Ég bý ásamt eiginkonu og börnum í raðhúsi í Breið- holti. Hver er nýjasta upp- götvun þín? Það kemur mér á óvart hvað viðhorf manna eru oft nátengd hagsmunum þeirra. Hvað er siðleysi fyrir þér? Þegar menn sannfæra sjálfa sig um eitthvað vegna eigin hagsmuna sem breytir gegn lífsskoðun þeirra. Hvað ergir þig mest í íslensku þjóðfélagi? Hvað smáatriði eru mikil- væg. Hvar vildir þú helst búa? Ég vil hvergi annars staðar búa en á Islandi. Hver er besta bíó- myndin sem þú hefur séð nýlega? Ég fer sjaldan á bíó en hef einna mesta ánægju af grín- myndum, ekki síst ef fjármál eða stjórnmál blandast inn í. Ég gæti til dæmis nefnt myndina Wall Street með Michael Douglas. Hver er uppáhalds- bókin þín? Njála. Á hvernig tónlist hlustar þú? Klassíska tónlist og tónlist sem var vinsæl á unglingsárum mínum, Bítlana, Rolling Sto- nes og nútíma popptónlist. Hver er uppáhalds- flíkin þín? Gallabuxur og bómullar- bolur. Áttu eitthvað sem þú eða aðrir álíta stöðu- tákn? Pað held ég varla. Mér er meira virði að njóta en eiga. í hverju vildir þú helst fjárfesta? í framtíðinni. Hvaða hæfileika vildir þú helst vera gæddur? Hér er af mörgu að taka. Pað væri gaman að geta sungið jafn vel og lævirki. Burtséð frá núverandi starfi, hvernig vildir þú helst afla þér tekna? Hvaða starf sem er sem viðheldur áhuga mínum og þar sem mér finnst ég gera gagn. Einu sinni ætlaði ég að verða arkitekt og lengi vel vildi ég verða bóndi en það er víst nóg af arkitektum og ekki horfir vel fyrir bændum. Hvaða manneskju í þínu fagi dáirðu mest? Ég er á móti því að setja einstaka menn á stall. Það eru margir góðir menn í mínu fagi: Adam Smith og Keynes en af núlifandi hag- fræðingum nefni ég Paul Krugman. Ef þú hefðir lifað áður, hver heföir þú viljað vera? Ég hefði kosið að vera uppi á Sturlungaöld og vera einn af þeim fáu sem lifðu til- tölulega lengi og voru dreng- ir góðir. Hvers iðrast þú helst? Að hafa ekki nýtt liðin ár betur. Við hvernig kringum- stæður missir þú helst stjórn á skapi þínu? Ég fer ekki auðveldlega úr jafnvægi en einna verst er mér við þegar menn gera það illa sem þeir geta gert vel. Hvað kemur þér helst til að hlæja? Fjölskyldan segir að ég hlæi mest að eigin bröndur- um. Ertu trúaður? Ég trúi á hið góða. Hverju langar þig helst að koma í verk? Skrifa um eitthvað annað en hagfræði. Hverju vildir þú breyta í fari þínu? Þetta vefst fyrir mér! Með hverjum vildir þú snæða kvöldverö fyrir utan maka? Með einhverri jafn skemmtilegri og konunni minni. Þær eru ekki á hverju strái. Ef þú værir alveg á kúpunni fjárhagslega hvaða munað þætti þér erfiðast að neita þér um? Súkkulaði, veiðiferðir og hestamennsku. Hverju berðu helst virðingu fyrir? Vel unnum verkum. Hvað er fegurð? Fegurð er afstæð. Fyrir mér er fegurð það sem nálg- ast fullkomnun.B ÞORÐUR FRIÐJONSSON forstjóri Þjóðhagsstofnunar er mjög í sviðsljósinu nú vegna nýjuslu atburða á sviði efnahagsmála. „Nauðsynleg skerð- ing þorskaflans er mikið áfall fyrir þjóðarbúið en við höf- um séð það svartara áður!“ Að vísu lifði Þórður ekki síðustu kreppu en hann er fæddur 1952 og er þeirrar skoðunar að áslandiö nú sé fjarri því að vera eitthvað í líkingu við kreppuna miklu, nálgist frekar ástandið sem ríkti hér 1967/68 þegar síldin hvarf. Þórður er næstelstur fimm barna þeirra Krislínar Sig- urðardóttir, sem nú er látin og Friðjóns Þórðarsonar sýslu- manns og lyrrverandi ráðherra. Tveir bræður Þórðar eru þjóðkunnir, Lýður á sviði viðskipla og Helgi Þorgils í myndlistinni. Þórður og systkini hans eru alin upp í Búðar- dal og síðan Stykkishólmi. Þórður varð stúdenl frá MR 1972 og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1977. Hann lauk M.A. prófi frá Queen's háskólanum í Kingston, Kanada. Þórður kenndi við háskólann í sjö ár og hefur verið efnahagsráðgjafi tveggja forsætisráðherra, Gunnars Thoroddsen og Steingríms Hermannssonar. Hann er kvæntur Þrúði Guðrúnu Haraldsdóttur íslenskunema við háskólann og eiga þau þrjú börn en Þórður á eina dótt- ur fyrir. i HEIMSMYND 21

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.