Heimsmynd - 01.07.1992, Blaðsíða 24
KVIKMYNDIR
ÞRJAR BOMBUR
tímamót
Þrjár góðar:
Pfeiffer sem
Kattarkonan,
nauðasköllótt
Weaver og
ógnarkvendið
Stone.
Igamla daga voru kynbombur kvikmynd-
anna eitthvað sem karlpeningurinn gat
látið sig dreyma um ljúfa og að mestu
hættulausa drauma. Þá skópu goðsagna-
kenndar leikkonur allt frá Marlene
Dietrich til Marilyn Monroe ímynd seiðandi
fegurðar á hvíta tjaldinu. Pær voru brothættar
kynverur með langa leggi og þrýstinn barm.
Aðalhlutverk þeirra var að kynbombast. Þær
tóku sig vel út á plakötum. En það er liðin tíð. í
dag eru bomburnar brjálæð-
ingar með markmið. Hörku-
bombur já, en brjálaðar.
Það nægir að nefna þrjú
brennandi heit dæmi úr
Hollywood sumarmyndanna;
Sharon Stone í Ógnctreðli,
Sigourney Weaver í Aliens 3
og Michelle Pfeiffer í Leður-
blökumanninum. Þetta eru
helstu kyntákn kvikmynda-
borgarinnar í dag og sjáið
hlutverkin sem þau leika:
Stone er tvíkynhneigt morð-
kvendi (eða er hún það
ekki?, myndin svarar því
aldrei!); Weaver mundar
morðtólin gegn ósigrandi
geimskrýmslum á nálægri
fangaplánetu; Pfeiffer er hin
lævísa læðudrottning Kattarkonan, einn af
meginglæponunum í framhaldsmyndinni um
Leðurblökumanninn. Vilduð þið leggja lag
ykkar við þessi ævintýrakvendi? Kæmust þið
lifandi frá þeim?
Leikkonur vestra hafa á undanförnum árum
orðið æ meira áberandi í myndum sem flokkast
undir hasar- og spennumyndir og fengið í þeim
veigameiri hlutdeild. Ekki er langt síðan þær
voru hjálparvana fórnarlömb sem biðu frelsar-
ans með bringuhárin, svellandi ástkonur eða
pirraðar eiginkonur; hver hefur ekki heyrt sagt
að kvenfólkið eyðileggi hasarinn? Er kvenmað-
ur í myndinni? Bjakk. Nú horfir málið talsvert
öðruvísi við. Núna eru það þær sem halda á
byssunum, berjast við skrýmslin eða ráða nið-
urlögum bófanna. Það er hið nýja hlutverk
bombanna.
Kyntákn fyrri tíma voru reyndar ekki öll
silkimjúk og hættulaus. Gömlu bomburnar gátu
verið harðjaxlar þegar svo bar undir. Fyrsta
hörkutólið var Theda Bara, fædd 1890. Hún
varð stjarna á einni nóttu árið 1915 þegar hún
lék ruddalegt skuggakvendi í myndinni A Fool
There Was er byggði á ljóðinu Vampíran eftir
Rudyard Kipling. Upplýsingar um leikkonur í
þá daga voru hreinn skáldskapur; Bara var
sögð með dulargáfu, fædd í Saharaeyðimörk-
inni, óskilgetið barn fransks listamanns og
egypskar hjákonu. Hún ók um í hvítri limósínu,
raðaði um sig alls kyns dauðatáknum eins og
hauskúpum og hröfnum og gældi við höggorm
þegar hún tók á móti blaðamönnum. Hún varð
fljótlega þekkt sem Vampíran. Þá eru leikkon-
ur á borð við Barbara Stanwyck eftirminnilegar
sem femme fatale gömlu sakamálamyndanna
eins og Tvöfaldar skaðabœtur en nær í tíma er
Kathleen Turner í Body Heat þar sem hún snýr
illyrmislega á William Hurt.
en bomburnar hafa aldrei fengið
hörkulegri hlutverk en í hasar-
myndum nútímans og nýjasta og
mesta bomban er Sharon Stone.
Þeir, sem séð hafa Ógnareðli í
Regnboganum, vita hvers vegna. Hún stelur
myndinni léttilega frá karlmótleikaranum,
Michael Douglas, og er það ekki lítið afrek.
Stone er ekki beint ímynd kvenlegs yndisþokka
í myndinni, hún er ruddaleg í kjaftinum, tekur
Douglaspersónuna á taugum með æsilegum
kynþokka og okkur er næstum í sjálfsvald sett
að ákveða hvort hún er sakleysingi eða ofbeld-
isfullur morðingi sem drepur með litlum járn-
fleyg sem hún geymir undir rúminu. Ef Stone
verður kjörin kynbomba tí-
unda áratugarins (ekki er
óeðlilegt að ætla að svo
verði) á hún það leikstjóran-
um Paul Verhoeven að
þakka. Hann byrjaði að
koma henni á framfæri sem
bombu í framtíðarþrillern-
um Total Recall en áður
hafði hún leikið í vondum
myndum eins og endurgerð-
inni af Námum Salómons
konungs með Richard
Chamberlain þar sem var
viðlíka kynþokki yfir henni
og indverskum ffl. I Ógnar-
eðli fór Verhoeven með
hana alla leið, svo mjög að
það kom henni sjálfri á
óvart hvað hún gat verið frökk í margumtöluð-
um kynlífssenunum. Myndin hefur fleytt henni
upp á stjörnuhimininn en hættan er sú að hún
festist í tvíkynja, morðóðum ruddahlutverkum.
Mesta hörkutólið af þessum þremur kyn-
táknum og sú sem sver sig helst í ætt við karl-
hetjur kvikmyndanna er Sigourney Weaver.
Hún fæst nú í þriðja sinn við geimskrýmslin
24 HEIMSMYND