Heimsmynd - 01.07.1992, Page 25
íl
sem við kynntumst fyrst í Alien en munurinn er
sá að nú er hún nauðasköllótt. Og það sem
kannski meira er, núna er kynlífssena með
Weaver, sú fyrsta í myndunum, tekin oftar en
tólf sinnum af nýliða í leikstjórastétt, David
Fincher. Weaver gerði sig ánægða með það
enda dauðleið á að hlaupa endalaust í gegn-
um logandi geimför og skjóta af geimbyss-
um. Það er ágætt að fá ástarsenu inn í
þetta, segir hún. Sem geimfarinn Ripley í
myndunum þremur hefur Weaver orðið
ein af fyrstu leikkonunum til að breyta
ímynd kvenþjóðarinnar á hvíta tjaldinu.
Það eru í raun ekki geimskrýmslin sem
eru ósigrandi heldur hún sem alltaf hefur
hörku í sér til að sleppa. Weaver passar
að öðru leyti upp á ímynd sína sem kyn-
tákn. Hún lét ekki sjá sig opinberlega í
tíu mánuði á meðan hárið var að vaxa
aftur. Hún hefur rutt brautina fyrir aðr-
ar ráðandi kvenpersónur hasarmynd-
anna eins og Lindu Hamilton í Tortím-
andanum eitt og tvö en í þeirri seinni tek-
ur hún hreinlega völdin af súperdúper-
manninum Arnold Schwarzenegger og er
þá mikið sagt.
Ioks er það svo Kattarkonan Pfeiffer í
Leðurblökumanninum. Þær voru
margar sem girntust hlutverkið, það
eftirsóknarverðasta í Hollywood í mörg
ár reyndar, en Pfeiffer hreppti það
meðal annars út á flauelsmjúka kyn-
þokkann sem stafaði af henni í The Fabulous
Baker Boys. í Leðurblökumanninum er hún
leðurklætt ógnarkvendi sem hvæsir og klórar
og beitir langri, hættulegri svipu af meiri leikni
en Indiana Jones gat látið sig dreyma um. Pfeif-
fer æfði sig þrotlaust í svipusveiflum þar til hún
gat gert áttu í loftinu og klætt sig í hana. Að
auki lærði hún sparkbox, jóga, sjálfsvarnar-
íþróttir og lyftingar, allt þetta venjulega sem
kynbombur dagsins verða greinilega að kunna.
Hún er eitt af illþýðum myndarinnar og ekki
það besta; önnur eru Danny DeVito sem Mör-
gæsin og Christopher Walken en öll vilja þau
knésetja Leðurblökumanninn. Pfeiffer hefur
ekki áður fengist við hlutverk glæpakvendis í
bíómyndunum en Kattarkonan á eflaust eftir
að gera það fyrir feril hennar sem Ógnareðh
mun gera fyrir Sharon Stone og Alienmyndirn-
ar hafa gert fyrir Weaver. Hún verður ein aí
stóru, hættulegu bombunum.
Svona er þá komið fyrir kyn-
bombunni. Eðli hennar hefur
breyst á síðustu árum svo hún er
óþekkjanleg frá því Monroe var
uppá sitt besta. Hún er hörkutól
hasarmyndanna, tvíkynja sparkboxari í
stríði við geimskrýmsli ef við sláum þess-
um þremur saman. Karlarnir mega fara
að vara sig. Ekki er nóg með að þær steli
algerlega athyglinni í myndum sem áður
voru í einkaeigu karlhetjunnar, mennirnir
eru beinlínis í útrýmingarhættu því konurn-
ar eru engin leikföng lengur með svipurnar
sínar og skallann og lítinn, blóðugan járnfleyg
undir rúminu.B
- Arnaldur Indriðason