Heimsmynd - 01.07.1992, Síða 25

Heimsmynd - 01.07.1992, Síða 25
 íl sem við kynntumst fyrst í Alien en munurinn er sá að nú er hún nauðasköllótt. Og það sem kannski meira er, núna er kynlífssena með Weaver, sú fyrsta í myndunum, tekin oftar en tólf sinnum af nýliða í leikstjórastétt, David Fincher. Weaver gerði sig ánægða með það enda dauðleið á að hlaupa endalaust í gegn- um logandi geimför og skjóta af geimbyss- um. Það er ágætt að fá ástarsenu inn í þetta, segir hún. Sem geimfarinn Ripley í myndunum þremur hefur Weaver orðið ein af fyrstu leikkonunum til að breyta ímynd kvenþjóðarinnar á hvíta tjaldinu. Það eru í raun ekki geimskrýmslin sem eru ósigrandi heldur hún sem alltaf hefur hörku í sér til að sleppa. Weaver passar að öðru leyti upp á ímynd sína sem kyn- tákn. Hún lét ekki sjá sig opinberlega í tíu mánuði á meðan hárið var að vaxa aftur. Hún hefur rutt brautina fyrir aðr- ar ráðandi kvenpersónur hasarmynd- anna eins og Lindu Hamilton í Tortím- andanum eitt og tvö en í þeirri seinni tek- ur hún hreinlega völdin af súperdúper- manninum Arnold Schwarzenegger og er þá mikið sagt. Ioks er það svo Kattarkonan Pfeiffer í Leðurblökumanninum. Þær voru margar sem girntust hlutverkið, það eftirsóknarverðasta í Hollywood í mörg ár reyndar, en Pfeiffer hreppti það meðal annars út á flauelsmjúka kyn- þokkann sem stafaði af henni í The Fabulous Baker Boys. í Leðurblökumanninum er hún leðurklætt ógnarkvendi sem hvæsir og klórar og beitir langri, hættulegri svipu af meiri leikni en Indiana Jones gat látið sig dreyma um. Pfeif- fer æfði sig þrotlaust í svipusveiflum þar til hún gat gert áttu í loftinu og klætt sig í hana. Að auki lærði hún sparkbox, jóga, sjálfsvarnar- íþróttir og lyftingar, allt þetta venjulega sem kynbombur dagsins verða greinilega að kunna. Hún er eitt af illþýðum myndarinnar og ekki það besta; önnur eru Danny DeVito sem Mör- gæsin og Christopher Walken en öll vilja þau knésetja Leðurblökumanninn. Pfeiffer hefur ekki áður fengist við hlutverk glæpakvendis í bíómyndunum en Kattarkonan á eflaust eftir að gera það fyrir feril hennar sem Ógnareðh mun gera fyrir Sharon Stone og Alienmyndirn- ar hafa gert fyrir Weaver. Hún verður ein aí stóru, hættulegu bombunum. Svona er þá komið fyrir kyn- bombunni. Eðli hennar hefur breyst á síðustu árum svo hún er óþekkjanleg frá því Monroe var uppá sitt besta. Hún er hörkutól hasarmyndanna, tvíkynja sparkboxari í stríði við geimskrýmsli ef við sláum þess- um þremur saman. Karlarnir mega fara að vara sig. Ekki er nóg með að þær steli algerlega athyglinni í myndum sem áður voru í einkaeigu karlhetjunnar, mennirnir eru beinlínis í útrýmingarhættu því konurn- ar eru engin leikföng lengur með svipurnar sínar og skallann og lítinn, blóðugan járnfleyg undir rúminu.B - Arnaldur Indriðason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.