Heimsmynd - 01.07.1992, Síða 26
VIÐSKIPTI
ERLEND
VERÐBRÉFAKA UP
Um næstu áramót falla niður tak-
markanir á flutningum fjármagns
frá íslandi til annarra landa. Pá
mega íslendingar fjárfesta er-
lendis eins og þá lystir og þeir
hafa getu til, til dæmis í fasteignum og verð-
bréfum. I þessari grein verða gefin nokkur ráð
til almennings um fjárfestingar í erlendum
verðbréfum. Hafa ber þó í huga, að engin ráð
eru algild í þessum efnum og lesendur ættu að
leita frekari upplýsinga og ráðgjafar, áður en
þeir ákveða að festa kaup á
erlendum verðbréfum.
Hvers vegna er ráðlegt að
fjárfesta í erlendum verðbréf-
um?
Vöxtur erlendra fyrirtækja
getur orðið meiri og hraðari
en almennt gerist hér á landi
vegna stærri markaða og betri
aðgangs að fjármagni.
Ahættudreifing gefur að
jafnaði hærri ávöxtun. íslensk-
ir fjárfestar dreifa áhættunni
með því að fjárfesta að hluta
erlendis.
Islendingar kaupa mikið af
innfluttum vörum. Með því að
fjárfesta erlendis að hluta er
unnt að stuðla að verndun
kaupmáttar gagnvart erlend-
um innkaupum.
Hvað ber að varast?
Ekki er ráðlegt að kaupa er-
lend skuldabréf. Verðtryggð,
íslensk skuldabréf gefa betri
ávöxtun en fæst víðast hvar annars staðar og
gengisáhættan, tilkostnaðurinn og fyrirhöfnin
er miklu minni.
Varast ber að kaupa verðbréfaafbrigði sem
fela í sér mikla áhættu, svo sem framvirk hrá-
efnaviðskipti eða viðskipta-
rétt (á ensku: Futures og
Options). Almennir fjárfest-
ar fara yfirleitt illa út úr slík-
um viðskiptum, enda etja
þeir kappi við sérfræðinga.
Hve mikið á að kaupa?
Fjárfestar ættu einungis að kaupa erlend verð-
bréf fyrir þá peninga sem þeir hafa efni á að
tapa.
Unnt er að kaupa fyrir mun lægri upphæðir,
en ná samt nægilegri áhættudreifingu, með því
að kaupa einingar í hlutabréfasjóðum. Þar geta
lágmarksupphæðir verið nokkur þúsund krón-
ur, ef keypt er í sjóðum íslensku verðbréfafyrir-
tækjanna, en nokkrir tugir þúsunda króna, ef
keypt er í erlendum sjóðum.
Kaup á hlutabréfum einstakra fyrirtækja
kalla á mun meiri fjárfestingu, ef nægileg
áhættudreifing á að nást. Lágmarksfjárhæð til
kaupa í hverju einstöku fyrirtæki getur numið
Ef markmiöiö er að hafa traustar
tekjur af verðbréfum ættu íslenskir
fjárfestar helst að velja sjálfir
hlutabréf í fyrirtækjum eða greinum
sem þeir hafa vit á eða fylgjast vel
með vegna starfs síns.
icia 1 bei iniKia a
tugum þúsunda króna og þar af leiðandi getur
þurft mörg hundruð þúsund króna til að fá
nægilega dreifingu.
Hve lengi á að eiga bréiin?
Ráðlegt er að fjárfesta til langs tíma í erlendum
verðbréfum, minnst 2ja-3ja ára. Stofnkostnaður
við kaupin og gjaldeyrisyfirfærslu er gjarnan á
bilinu fimm til sjö prósent og tíma tekur að
vinna upp þann kostnað.
Hvenær á að kaupa erlend verðbréf?
Alltaf er rétti tíminn til að kaupa einhver er-
lend hlutabréf, en þó er ráðlegt
að reyna að minnka áhættuna
með því að láta markaðs- og
gengissveiflur vinna með sér:
Kaupa þegar viðkomandi er-
lend mynt er lágt skráð gagn-
vart krónunni og öðrum við-
miðunargjaldmiðlum. Hafa má
í huga, að dollar hreyfist yfir-
leitt öfugt við þýska markið, og
íslenska krónan er að þremur
fjórðu hlutum tengd við ECU
og mun því yfirleitt sveiflast
meira gagnvart dollurum og
yenum.
Kaupa þegar vísitala erlenda
verðbréfamarkaðarins er í
lægð, til dæmis hlutabréfa- eða
skuldabréfavísitala.
Hlutabréfavísitalan hefur að
undanförnu farið hærra en
nokkru sinni fyrr í Bandaríkj-
unum og Bretlandi, verið hærri
en tvö undanfarin ár í Frakk-
landi og Þýskalandi, en í Japan
er hún lægri en um margra ára skeið eftir mikið
verðfall að undanförnu.
Hvaða crlendu verðbréf á að kaupa?
íslenskir fjárfestar eiga fyrst og fremst að
kaupa hlutabréf og einingar í hlutabréfasjóð-
um.
Allir fjárfestar ættu að skilgreina fjár-
festingarmarkmið sín og kaupa síðan í samræmi
við þau:
Ef markmiðið er hraður vöxtur peninganna,
en því fylgir jafnframt mest áhætta, er yfirleitt
heppilegast að kaupa einingar í verðbréfasjóð-
um. Stjórnendur þeirra reyna stöðugt að finna
ný vaxtartækifæri og hafa til þess betri tíma og
aðstöðu en almennir íslenskir fjárfestar. Þar
eru valin fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika,
til dæmis fyrirtæki í nýjum framleiðslu- og
þjónustugreinum, en einnig traust fyrirtæki sem
hafa einungis starfað á hluta markaðarins.
Ef markmiðið er að hafa traustar tekjur af
verðbréfunum, en því fylgir yfirleitt minni
ávöxtun, getur vel átt við að íslenskir fjárfestar
velji sjálfir hlutabréf. Þeir eiga gjarnan að velja
hlutabréf í fyrirtækjum eða greinum sem þeir
hafa vit á eða fylgjast vel með vegna starfs síns.
framhald á bls. 86
26 HEIMSMYND