Heimsmynd - 01.07.1992, Side 30
JAFNRETTISMAL
SAMSKIPTl KYNJANNA
í BRENNIDEPLI
kynferðisleg áreitni er löngu viður-
kennt vandamál í Bandaríkjunum
og nú hefur Evrópubandalagið
beint tilmælum til aðildarríkjanna
um að setja löggjöf um þetta mál-
efni. Að mati Birnu Hreiðarsdótt-
ur sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjóra
Jafnréttisráðs er kynferðisleg áreitni á vinnu-
stað eitt af stóru málum jafnréttisumræðunnar
núna. Hér er um grundvallaratriði að ræða í
mannlegum samskiptum og afleiðingarnar af
kynferðislegri áreitni, eins og Birna hefur bent
á, eru mun víðtækari og alvarlegri en fólk hefur
til þessa gert sér grein
fyrir.
Birna Hreiðarsdótt-
ir sem er lögfræðingur
að mennt, vakti at-
hygli í fréttum nýverið
þegar hún tengdi kyn-
ferðislega áreitni á
vinnustað fjárhagslegu
tapi fyrirtækja og
þjóðfélagsins í heild.
„Mér fannst rétt að
varpa ljósi á vanda-
málið með þessum
hætti“, segir Birna,
„að tengja kynferðis-
lega áreitni fjárhags-
legri afkomu fyrirtækja því sé talað um peninga
í þessu samhengi þá kveikja karlarnir á per-
unni.“
Birna bendir á að innan Evrópubandalagsins
hafi kynferðisleg áreitni á vinnustað verið mjög
til umræðu síðastliðin tvö ár. „Innan EB er jöað
markaðurinn sem ræður mestu og allt sem hef-
ur áhrif á fjárhagsstöðu fyrirtækja er tekið til
alvarlegrar umfjöllunar. Það er auðvitað aldrei
hægt að meta til fjár þann skaða sem mann-
eskja getur beðið sem verð-
ur fyrir kynferðislegri
áreitni en sú staðreynd að
kynferðisleg áreitni teygir
anga sína víða, bitnar ekki
bara á fórnarlömbum hennar heldur hefur
geysileg áhrif í atvinnulífinu, sem birtist í minni
afkastagetu, aukinni fjarveru og uppsögnum.
Allir þessir þættir hljóta að hafa lamandi áhrif
á fyrirtækin og í ljósi þess hefur kynferðisleg
áreitni ekki aðeins verið skoðuð sem mannrétt-
indabrot heldur er hér um að ræða brennandi
hagsmunamál fyrirtækjanna sjálfra.“
Vandamál tengd kynferðislegri áreitni á
vinnustöðum hafa lengi verið í brennideplinum
í Bandaríkjunum og eru eitt stærsta lögfræði-
lega vandamálið sem stjórnendur þarlendra
fyrirtækja þurfa að fást við. Lögum um kyn-
ferðislega áreitni hefur verið breytt á síðasta
áratug en eftirtektarverðasta málið sem komið
hefur upp síðastliðin ár er mál Ellison gegn
Brady árið 1991 en dómsúrskurðurinn tók mið
af því hvar konan sem í hlut átti setti mörkin.
Aður en þetta mál kom upp var það huglæg af-
Birna Hreiðarsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs. Kyn-
ferðisleg áreitni er eitt af stærstu málum jafnréttisbarátt-
unnar, segir hún.
tímamót
staða gerandans, karlsins sem beitti áreitninni,
sem mestu máli skipti en afstaða fórnarlambs-
ins skipti minna máli. „Svo ég skýri þetta nán-
ar“, segir Birna, „þá staðfestir þessi dómur
hvað kynferðisleg áreitni er óhemju víðtækt
hugtak. Kynferðisleg áreitni er mjög lúmskt
fyrirbæri og ekki bara fólgin í káfi eða beinni
snertingu. Eftir að mál Anitu Hill kom upp í
tengslum við skipun dómara í hæstarétti
Bandaríkjanna vaknaði umheimurinn upp við
vondan draum. Konur hafa lengi búið við kyn-
ferðislega áreitni á vinnustað án þess jafnvel að
gera sér grein fyrir því sjálfar. Auðvitað geta
karlmenn orðið fyrir
tCCflOCal kynferðislegri áreitni
líka en það virðist hins
vegar alger undantekn-
ing.“
Fyrir nokkrum árum
gerði bandarískt
kvennatímarit könnun
meðal fimm hundruð
stærstu fyrirtækjanna
þar í landi sem leiddi í
ljós að flestum þeirra
höfðu borist kvartanir
um kynferðislega
áreitni frá konum sem
störfuðu í fyrirtækjun-
um og þriðjungur þess-
ara fyrirtækja hafði fengið á sig kærur. „Þetta
vandamál er talið kosta hvert þessara fyrirtækja
að meðaltali 6,7 milljónir dala á ári vegna fjar-
vista, minni afkastagetu og þjálfun nýs starfs-
fólks vegna þeirra sem hætta sökum kynferðis-
legrar áreitni", segir Birna.
Fyrir 1976 var erfitt fyrir fórnarlömb kyn-
ferðislegrar áreitni að leita réttar síns hjá
bandarískum dómstólum þar sem almennt var
álitið að mál af þessu tagi féllu ekki undir
mannréttindakafla laganna frá 1964. En með
aukinni umræðu um jafnrétti og mannréttinda-
mál komust dómstólar ekki hjá því að taka á
þessu máli sem brotum á jafnrétti kynjanna á
vinnustöðum og er kynferðisleg áreitni nú
flokkuð undir brot á mannréttindum sam-
kvæmt bandarískum lögum.
„A síðustu dögum Alþingis í vor voru sam-
þykktar breytingar á hegningarlögunum og
samkvæmt þeim er kynferðisleg áreitni nú
refsiverð og varðar allt að tveggja ára fangelsi“,
segir Birna. „Þingmenn báru ekki gæfu til að
skilgreina hugtakið þannig að íslenskar konur
eru ekki mjög meðvitaðar um hvað flokkast
undir kynferðislega áreitni eða hvernig þær
eiga að leita réttar síns verði þær fyrir óþægind-
um af þessu tagi.“
Árið 1991 var jafnréttislögunum breytt og þá
tók til starfa kærunefnd jafnréttismála en í
henni eiga sæti þrír lögfræðingar, einn tilnefnd-
ur af félagsmálaráðherra og tveir af hæstarétti.
„Til þessarar kærunefndar geta konur leitað ef
þær verða fyrir kynferðislegri áreitni. Hlutverk
nefndarinnar er að úrskurða í málum sem eru
30 HEIMSMYND