Heimsmynd - 01.07.1992, Page 51

Heimsmynd - 01.07.1992, Page 51
Hann bað fyrir þau skilaboð til Þráins að hann væri engu minni Ceaucescu en fyrirrennarar hans . . . Þeir ættu bara að fást við sín ritstörf. Afskipti af Rithöfunda- sambandinu væru bara fyrir félagsmálaskúma og uppgjafa stjórnmálamenn og þess háttar fólk. Þessu til sönnunar var bent á að forysta Rithöfundasam- bandsins um þær mundir kom úr öðrum atvinnugreinum en ritstörfum. Það voru kennarar og fræðimenn og slíkt, með rit- störf í hjáverkum. Þetta var 1983. Um þær mundir komum við Sigurður Pálsson inn í stjórnina og þá þurfti að taka á til þess að endurreisa þetta félag því það átti í verulegum erfiðleikum. Undir forystu Njarðar P. Njarðvík sem þá hafði verið formað- ur í sex ár hafði að mörgu leyti verið unnið gott starf, sérstak- lega í samningamálum. Hins vegar var innri kreppa í félaginu. Það hafði verið stofnað annað félag, Hagþenkir, félag fræði- ritahöfunda sem sumir kalla „hægþenki" og skömmu áður hafði orðið alvarlegur klofningur sem óþarfi er að rekja nánar hér og margir biðu átekta, óvissir í því hvar rétt væri að taka sér stöðu. Skyndilega voru komin upp tvö samkeppnisfélög. Auk þess voru þá í gangi miklar væringar innan Rithöf- undasambandsins. Þar voru þá virkir og áhrifamiklir menn sem voru orðnir svo pirraðir á forystunni að þeir gerðu sér það til dundurs að spilla þeim málum sem stjórnin lagði fram. Það var í mörg horn að líta þegar við tókum þarna við og þá undir forystu Sigurðar Pálssonar. Þau átta ár sem liðin eru síð- an þá hafa orðið mikill blómatími fyrir sambandið. Allir helstu samningar hafa verið stórendurbættir. A þessum tíma var felldur niður virðisaukaskattur af bókum. Slagurinn útaf því hafði staðið í áratugi og var af flestum talinn jafn vænlegur til árangurs og það þegar Sysifos var að velta steininum upp á fjallið. Varðandi starfskjör höfunda gerðist það að Launasjóð- ur, sem hafði getað sinnt tólf til fimmtán manns á ári svo að gagn væri að, sinnir nú fimmtíu og samkvæmt lögum verða þeir sjötíu. Á sama tíma tókst að vinna slaginn við klofnings- félagið á þann hátt að það hefur algerlega koðnað niður. For- ingjar þess hafa verið að tínast inn í Rithöfundasambandið, nú síðast þrír fyrir nokkrum mánuðum. Það var slægviturri for- ystu Sigurðar Pálssonar að þakka að svo vel tókst til. Hann stóð sig snilldarlega á þessu erfiða tímabili. Þessu átta ára blómaskeiði lauk síðan með nokkrum átök- um á síðasta aðalfundi. Þar var meðal annars sagt eitthvað á þá leið að nú glamraði í mínum lygahlekkjum meðan sann- leikurinn gerði aðra frjálsa en það kom frá ræðumanni sem ekki hefur lag á því að vinna skoðunum sínum fylgi. Það tók ég ekki alvarlega. Það má líka passa sig á því að yfirdramatís- era þetta ekki. Það var orðið nauðsynlegt að fá kosningu í þessu félagi. Á síðustu aðalfundum hef ég oft óskað þess að fram kæmi andstaða við eitt og annað sem ég hef verið að leggja fram. Tillaga eftir tillögu frá stjórninni hefur verið sam- þykkt án þess að nokkur tæki til máls nema til að lýsa yfir stuðningi sínum. Svo þegar loksins er boðið fram gegn stjórn- inni þá gerist það þegar formaður og varaformaður eru að hætta og þá er náttúrlega allt annað uppi á teningnum. Þess vegna ber ekki að túlka þennan aðalfund sem ósigur stjórnarinnar og sigur einhvers konar andstöðuafla innan Rit- höfundasambandsins. Þetta var fyrst og fremst persónulegur sigur Þráins Bertelssonar og hann var ágætlega að honum kominn. Þar skildi milli Þráins og stuðningsmanna hans. Á honum og þeim verður að gera skýran greinarmun. Það var einhverra hluta vegna lögð mikil áhersla á að stuðningsmenn Þráins kæmu hvergi fram opinberlega og það tókst mér aldrei að skilja. Líklegasta skýringin er náttúrlega sú að ekki hafi þótt trúlegt að nöfn þeirra myndu afla Þráni fylgis. Ég get ekki skilið það öðru vísi en þannig því að skýringarnar sem gefnar voru á því hvers vegna þeir kæmu ekki fram voru svo vand- ræðalegar að þær voru blátt áfram hlægilegar. Það var látið að því liggja að þeir mættu ekki gefa upp afstöðu sína vegna þess að þetta væru leynilegar kosningar og ef þeirri reglu væri fylgt í öðrum kosningum mættu til dæmis ekki vera til stjórnmála- flokkar og hvað þá stuðningsmenn þeirra. En stuðningsmennirnir voru ekki í framboði. Það var Þrá- inn hins vegar. Hann náði kjöri og ég vona að honum og stjórninni gangi vel að vinna saman. Þráinn sýndi mikla her- stjórnarlist í þessari kosningabaráttu. Honum tókst að virkja andstöðuna í sambandinu án þess að vera í andstöðu sjálfur því að hann var ekki í neinni krossferð. Hann sagðist einungis vera að bjóða fram starfskrafta sína á lýðræðislegan hátt. Meðal þeirra sem fengu hann í framboð voru margir rithöf- undar sem vildu klekkja á stjórninni vegna þess að þeir eru óánægðir með sinn hlut á ritvellinum og það hentaði þeim vel að bjóða fram vinsælan kvikmyndaleikstjóra. í ljósi þessarar herkænsku held ég að Þráinn geti orðið ágætis formaður ef hann nennir að sinna Rithöfundasambandinu og hann er vel settur með sex ágætar manneskjur með sér í stjórninni. Því má hins vegar ekki gleyma að stuðningsmenn Sigurðar voru alltof sigurvissir. Sigurður Pálsson var sjálfur staddur í Frakklandi í kvikmyndaerindum meðan á þessu stóð en ég held að það hefði vel getað haft úrslitaáhrif ef hann hefði ver- ið á staðnum. Það gæti verið að núverandi forysta þyrfti að íhuga hvort þeir sem hafa fengið inngöngu í Rithöfundasambandið séu of sundurleitur hópur. Ýmsir gamlir og góðir félagar sem hafa verið atvinnurithöf- undar í 30 - 50 ár segja: í augum allra er klárt hverjir eru rit- höfundar og hverjir ekki. Hins vegar fá allir inngöngu í Rit- höfundasambandið, þó að þeir hafi aldrei tekið saman nema reikningsdæmahefti eða logaritmatöflur eða eitthvað slíkt. Þessir gömlu góðu félagar sem hafa talist til skrifandi manna í Rithöfundasambandinu allan þennan tíma hafa fyrir löngu spáð því að fyrr eða síðar muni þetta vaxa okkur yfir höfuð. Þeirri stefnu hefur verið fylgt í að minnsta kosti tíu ár í Rithöfundasambandinu að reyna að opna dyr þess fyrir sem flestum og nú hefur það gerst sem við héldum fram að gæti gerst, segja þeir. Það er hægt að kjósa á móti hagsmunum þeirra sem hafa ritstörf að atvinnu. Það er ef til vill rétt að taka það fram að „hinir skrifandi menn“ er hugtak sem Thor Vilhjálmsson hefur búið til og er andskoti gott. Það á við þá menn sem eru að skrifa, en óskrif- andi eru hins vegar þeir sem ekki eru að skrifa og vilji menn vera illgjarnir geta menn lagt í þetta fleiri merkingar en það var náttúrlega ekki meint þannig af hans hálfu eins og við vit- um. í þessu formannskjöri held ég að þetta hafi ekkert gert til en það þarf að endurskoða þetta mál. Ástæðan fyrir því að all- framhald á bls. 88 HEIMSMYND 51

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.