Heimsmynd - 01.07.1992, Side 58
greindist fyrst spurði ég Sigurð hvort þetta væri dauðadómur.
Eg var svo fáfróð um þessa hluti að annað hafði ekki hvarflað
að mér. Hann sagði eitthvað á þessa leið: Spurðu mig hverjar
líkurnar séu á að farast í bflslysi - því get ég heldur ekki svar-
að. Eg óttast í sjálfu sér ekki dauðann en sú hugsun laust mig
strax að meðferðin yrði erfið og kannski yrði ég mikill sjúkl-
ingur. Hugrenningar mínar voru á þá leið að í fyrstu myndu
allir heimsækja mig, síðan myndi heimsóknum fækka eða fólk
segði: Æ, best að heimsækja Möllu greyið. Og samband mitt
við fólk yrði allt á grundvelli skyldurækni. En mestar áhyggjur
hafði ég samt af Herði og stelpunum mínum.“ Allt í einu bros-
ir hún og segir: „Tveimur mánuðum áður en ég fékk þennan
úrskurð hafði þekkt spákona spáð því fyrir mér að ég yrði 92
ára“, hún fær sér smók og bætir við af kvenlegri sanngirni til
að gera ekki lítið úr hæfileikum spákonunnar, „ef ég færi vel
með mig.“
Hún veltir ekki vöngum yfir orsökum sjúkdómsins. „Það
hefur aldrei hvarflað að mér að sjúkdómurinn væri mér sjálfri
að kenna eða einhverju hátterni mínu. En ein kenningin er sú
að vissir persónuleikar fái frekar krabbamein en aðrir og sam-
kvæmt henni hefði ég átt að fá útrás fyrir innibyrgða reiði með
þessum hætti. Þá fann ég aldrei til beiskju yfir því að þetta
skyldi henda mig fremur en einhvern annan.
Mig grunaði strax að eitthvað væri að þegar ég fór í skoðun
eftir að heimilislæknirinn minn hafði fundið hnút í brjóstinu.
Þegar verið var að stinga á hnútinn fannst mér allir svo sam-
úðarfullir og góðir við mig, því hlyti þetta að vera illkynja.
Þegar ég fékk úrskurðinn, en það var á föstudegi, gekk ég eins
„Sigríði Dúnu var ekki
haínað aí
Kvennalistanum . . . en
segjum svo oð ég yrði
ástíangin aí Davíð Oddssyni
og Hörður aí
íegurðardrottningu. .
Hún verður hugsi og segir frá því að kona sem hafi fengið
sjúkdóminn um leið og hún hafi upplifað meðferðina sem nið-
urlægingu. „Hún ákvað að hætta henni sem mér finnst mikil
dirfska en hún þoldi ekki tilhugsunina um afleiðingar með-
ferðarinnar, hármissinn og að horast niður í ekki neitt. Fyrir
mér er meðferðin engin niðurlæging, aðeins hjálpræði.“
Hún hefur ekki rætt sjúkdóminn mikið við dætur sínar. „Ég
hef alltaf verið uppi á spítala þegar þær hafa fengið fréttirnar.
Ég veit að tvær þær elstu, Halla og Katrín, gera sér grein fyrir
alvörunni en ég veit einnig að Hörður talar við þær um að ég
hafi þetta af. Við höfum það bæði á tilfinningunni.“
En nú hlýtur að hafa hvarflað að þér að þetta væru enda-
lokin? „Já, elskan mín“, svarar hún, „en ég er þannig mann-
eskja að ef ég týni buddunni minni, hugsa ég: Æ, þetta redd-
ast. Dætur mínar eiga góða að, góðan föður og fjölskyldu. En
auðvitað þætti mér sárt ef ég fengi ekki að vera með þeim
áfram.“
Læknir sem ég hitti segir það sérkennilega lífsreynslu að
fylgjast með fólki sem gangi í gegnum erfið veikindi. Hann
segir þessu fólki eitthvað gefið, eitthvað sem við hin skiljum
ekki. „Maður kynnist nýjum hliðum á sjálfum sér“, viðurkenn-
ir Magdalena. „Og maður leggur meiri rækt við það sem er
manni dýrmætt, fjölskylduna og vini sína.“
Hörður er stóra ástin í lífi hennar, segir hún. Hún varð hrif-
in af honum í menntaskóla, „og ég er það enn. Hann er svo
góður strákur og laus við alla þá lesti karlmanna sem fara í
taugarnar á mér, eins og hroka og véladellu. Herði finnst kon-
ur merkilegri en karlar en þó fer í taugarnar á honum ef kon-
ur reyna að koma sér á framfæri með útlitinu
einu saman. Því hjálpaði hann mér að klæða
mig í fegurðardrottningarbúning á sínum tíma
þegar fulltrúar Kvennaframboðsins í borgar-
stjórn mótmæltu ummælum Davíðs Oddsson-
ar við krýningu fegurðardrottningar íslands.
Við það tilefni sagði Davíð að ef allar kon-
urnar í borgarstjórn væru svona fallegar væru
þeir ekki í vandræðum þar. Þetta var ekki
eingöngu grófleg móðgun við kvenkyns full-
trúa í borgarstjórn heldur einnig við stúlkuna
sem hann var að krýna. Úr orðum hans mátti
lesa að vitsmunir hennar væru ekki að þvæl-
ast fyrir öðrum, að hún væri bara sæt dúkka.
Davíð Oddsson varð ofsalega reiður þegar
við mættum í múnderingunni á fundinn en ég
hef ekki oft séð honum verða orðfall. Svo
náði hann sér náttúrulega á strik þegar leið á
fundinn og fór að spýta út úr sér einhverjum
svívirðingum.11
tí
og í leiðslu út úr Leitarstöðinni í Skógarhlíð. Ég vissi ekki
hvert ég ætti fara eða við hvern mig langaði til að tala. Lækn-
irinn minn sagði strax við mig: Við tökum bara aggressívt á
þessu og í sama streng tók Hörður. En í hvert skipti sem ný
slæm tíðindi koma hefur Hörður stappað í mig stálinu og litið
á þetta sem erfiðan kafla sem þyrfti að yfirstíga.
Þegar ég fór í fyrstu meðferðina á spítala, keypti ég
mér nýjan slopp og hafði mig til. Mér fannst þetta
eiginlega ekki vera ég sjálf heldur einhver önnur,
líkt og ég væri áhorfandi. Ég hafði ekki rætt þetta
mikið við fjölskylduna fyrir utan manninn minn,
en þegar ég veiktist mættu þau öll sem eitt. Ekkert
þeirra hafði orðið alvarlega veikt fyrir utan
mömmu. Mér fannst mamma hikandi við að ræða
þennan sjúkdóm við mig. En þegar hún hitti góða
vinkonu mína, sem er hjúkrunarkona, talaði hún
mikið um mig og innti hana álits. Ári eftir fyrstu
meðferðina fékk ég hnút í örið en það er víst al-
gengt. Og þá tók við önnur meðferð. Svo fékk ég frið þar til
síðastliðið haust. Þá var komið útsæði í kviðarholið og maginn
á mér þandist út. Strax og meðferðin hófst sló á einkennin
enda fékk ég stóra og góða lyfjaskammta.“
Þingkonur Kvennalistans segir hún hafa
sætt sérstaklega miklum fordómum. „Þegar við vorum að
bjóða fram til Alþingis 1983 heyrði fréttakona á tal tveggja
þingmanna, sem sögðu að þetta hlytu að vera lesbíur. Það er
ótrúlegt hvað þessum körlum dettur í hug. Gamla klisjan er að
kvenfrelsiskonur geti ekki náð sér í karlmann. Ég heyrði um
daginn sögu af tveimur litlum strákum þar sem annar sagði við
hinn: Pabbi segir að kvenréttindakonur geti ekki náð sér í
karlmann. Þá sagði hinn: En þessir karlar í jafnréttisnefndinni,
geta þeir ekki náð sér í konur?“
Nú fengu þingkonur Kvennalistans mikinn meðbyr í kosn-
ingunum 1987 en viku sér undan stjórnarsamstarfi. „Þær áttu
engan kost á slíku samstarfi“, svarar hún strax. „Þeir vildu
bara fá Kvennalistann með sér í stjórn. Þeir voru ekki tilbúnir
að ganga að neinum skilyrðum okkar en héldu að við værum
tilbúnar að koma inn fyrir ekki neitt. Bara til að vera með eins
og Alþýðuflokkurinn nú. Það þýðir varla fyrir þann flokk að
bjóða aftur fram á forsendum jafnaðarmennsku. Öllum er
ljóst að þetta fólk sem gekk úr Alþýðubandalaginu yfir í Al-
þýðuflokkinn, styður nú ríkisstjórn sem gengið hefur lengst í
niðurskurði velferðarkerfisins. Ég ber mikla virðingu fyrir Jó-
hönnu Sigurðardóttur ráðherra Alþýðuflokks en ég er efins
um að hún hafi nokkuð í þessa sjálfþýðuflokksstjórn. Hún
hefði átt að láta til skarar skríða og bjóða sig fram til for-
58 HEIMSMYND