Heimsmynd - 01.07.1992, Page 61

Heimsmynd - 01.07.1992, Page 61
FRABÆR ARANGUR Ragnar Tómasson var eins og hver annar miðaldra maður búinn að sætta sig við að aldurinn færðist yf- ir hann. Svona næstum því. Fertugur upplifði hann það vonleysi sem fylgir því að eldast án þess að finnast maður hafa komið miklu í verk né séð æskudraumana rætast. Hann átti sína konu og fjögur börn, stundaði hesta- mennsku ásamt fjölskyldunni en hafði aldrei lagt stund á líkamsrækt. Líkt og flestir sem eru að nálgast miðjan aldur hafði hann farið í megr- unarkúra og eitthvað reynt að koma sér í form en án nokkurs árangurs. ístran óx og hárið tók að þynnast. Hann var tekinn í andliti og vöðvarn- ir slappir, drættirnir í kringum munn- inn voru áberandi og andlitið var að fá á sig álkulegan svip. Arin liðu. Hann fann fyrir streitu, stóð í alls- konar vafstri í atvinnurekstri sínum en gaf sér alltaf tíma til að koma við í bakaríinu á leiðinni heim til að fá sér Hann var orðinp 95 kíló, „dæmdur úr leik“, meiddi sig og dísæta köku. Hann horfði með sam- tognaði auðveldlega við hið minnsta átak. blandi af öfund og beiskju á sér yngri menn, frísklega, stælta og kvika í hreyfingum. Hann stóð álengdar og horfði á ungt fólk leika tennis og setti handleggina yfir framstæðan magann. Liðin var sú tíð að hann keypti þau föt sem hann langaði í. Ekkert fór honum vel lengur. Hann var orðinn 95 kíló, iangt fyrir ofan kjörþyngd sína miðað við 178 sentímetra hæð. En þetta var víst fylgifiskur aldursins, hugsaði hann eins og flestir hans jafn- aldrar. Þetta er veröld sem var. I dag er Ragnar Tómasson 53 ára gamall, 83 kíló og stæltari en flestir þeir sem eru tuttugu árum yngri en hann sjálfur. Hann er kvikur í hreyfingum, þrekið og vellíðanin geislar af honum. Hann er sportlega klæddur með snögg- klippt grásprengt hár. Áður kinn- fiskasogið andlitið hefur öðlast fyll- ingu og grár húðliturinn hefur vikið fyrir hraustlegum ljósbrúnum lit. Já, Ragnar Tómasson leggst á ljósabekk- inn af og til. Það tilheyrir því að vera í frábæru formi. Punkturinn yfir i-ið er að útlitið sé í fullu samræmi við líðanina. HEIMSMYND 61

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.