Heimsmynd - 01.07.1992, Side 64
febrúar 1991 kom Jón P. Kristjánsson í fyrsta sinn inn á
líkamsræktarstöð, 45 ára gamall. Þeir sem fyrir voru í
vaxtarræktinni litu á hann meðaumkunaraugum. Annan
eins fituhlunk höfðu þeir ekki séð lengi. Einn þeirra
hristi höfuðið og hvíslaði að vini sínum að þarna væri
enn eitt misheppnað tilfellið á ferðinni. Þessi ætti nú
ekki eftir að endast lengi í vaxtarræktinni. Við hverju
mátti svo sem búast? Jón vóg tæp 150 kíló og var aðeins
174 sentímetrar á hæð.
Hann er ókvæntur og barnlaus húsasmiður, búsettur
ásamt foreldrum sínum á Laufásveginum. Þessi hægláti
maður var löngu hættur að fara út fyrir hússins dyr
nema þegar hann fór í vinnuna. Hann átti í erfiðleikum með
að fá nógu stór föt. „Það var ekki nóg að biðja um extra large
vinnubuxur, ég þurfti XXL stœrð.“
Þegar hann kom heim úr vinnu borðaði hann kvöldverð og
fékk sér ríflega á diskinn. Að því loknu settist hann við sjón-
varpið og hámaði í sig sætindi. „Einn konfektkassi var ekkert
að þvælast fyrir manni á tyllidögum“, segir hann.
Nú rúmu ári eftir að Jón fór að æfa hefur hann misst 60 kíló
og slær hvert þolmetið á fætur öðru í líkamsræktarstöðinni
sem hann sækir. Hann lét allar augngotur fram hjá sér fara.
Fór hægt af stað en hefur stöðugt vaxið ásmegin og æfir nú
tvisvar á dag. Auk þess skokkar hann í Öskjuhlíðinni, nokkuð
sem hann gat ekki í upphafi vegna þyngsla og hættunnar á
meiðslum á hnjám vegna hins gífurlega líkamsþunga.
„Eg hef alltaf verið feitlaginn en aldrei eins þungur
og ég var orðinn síðastu árin áður en ég hóf þetta átak.
Eg hafði stundað skíði og hlaupið á árum áður. Ég bjó í
Noregi í sjö ár og var í góðu formi þá. Þar hreyfði ég
mig mikið þar til meiðsli í hné urðu þess valdandi að ég
varð að hætta að hlaupa. Þá fór að að síga á ógæfu-
hliðina hjá mér. Tímabilin á milli þess sem ég hreyfði
mig lengdust og ég bætti stöðugt á mig. Segja má að líf
mitt hafi skipst í tvö tímabil uppfrá því, annað hvort
var ég í megrun eða ég var að hugsa um að fara í megr-
un og þau tímabil stóðu mun lengur. Þegar ég hafði
ákveðið að fara í megrun jók ég við mig mat þar sem
mér fannst ég þegar hafa stigið stórt skref með ákvörð-
uninni einni saman. í megrunarkúrunum missti ég iðu-
lega tíu til fimmtán kíló og þó sá vart högg á vatni enda
var ég fljótur að bæta þeim á mig aftur. Þegar maður er
kominn í þennan vítahring skyndikúra og ofáts inn á
milli er maður síborðandi. Auðvitað vildi ég ekki kann-
ast við að borða mikið. Kvöldin og helgarnar voru verst
því þá bætti ég sælgæti og kökuáti við venjulegar mál-
tíðir. Ég var alla tíð mjög veikur fyrir sætindum.“
Svo kom að því að Jón sá að hann varð að aðhafast
eitthvað. Þó dró hann það á langinn eins lengi og hann
gat. „Mér var farið að líða afar illa. Ég var uppgefinn
þegar ég kom heim úr vinnunni en var stöðugt að
hugsa um að gera eitthvað í málinu. Áramótin 1990/91
strengdi ég þess heit að gera eitthvað en það tók tvo
mánuði að koma sér af stað. í þessum þyngdarflokki hleypur
maður ekkert út. Ég þekkti Jón Pál. Við höfðum unnið sam-
an. Hann kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi ekki
koma í heilsuræktarstöðina hjá sér. Vandamálið við að koma
inn á svona stað með veika sjálfsmynd er að manni finnst allir
vera að horfa á mann. Sjálfsagt hefur fólk gónt á mig í upphafi
en ég ákvað að láta það ekkert á mig fá. Eg fór í tæki sem er
grind sem maður klifrar í, líkt því og maður væri að klífa fjall.
Þolið var ekki mikið í upphafi. Ég entist í fimm mínútur fyrst
þegar ég prófaði þetta. Hægt og rólega fór ég í gegnum öll
tækin en lagði mesta áherslu á þessa klifurvél en þar fær mað-
ur góða brennslu og auk þess er lítil hætta á álagsmeiðslum á
hné eða aðra líkamshluta í þessu klifri þegar maður er í lítilli
þjálfun.