Heimsmynd - 01.07.1992, Síða 78

Heimsmynd - 01.07.1992, Síða 78
efni á því, sem réð auðvitað miklu. Held- ur líka vegna þess að víða í fjölskyldum var engin hefð fyrir skólagöngu: þetta er ekki fyrir okkur, hugsuðu menn. Fólk vissi líka að það var ekki nema sumt nám sem endaði í betri Kfskjörum en þeim sem sjómenn og iðnaðarmenn bjuggu við. Altént man ég ekki til þess að jafnaldrar okkar sem þá vorum að paufast í menntaskólum öfunduðu okkur af upphefðinni: miklu heldur að þeir vor- kenndu okkur blankheitin og leiðindin sem hlytu að fylgja skólasetum. Skólinn var miklu meira alvörumál en núna: það var ekki búið að gera skóla að geymslustöðum fyrir unglinga til að þeir komi ekki of fljótt út á vinnumarkaðinn. En ef einhver skyldi halda, að af þessum sökum hafi skólasetufólk verið fullt af áhuga og kappi upp til hópa, þá er það misskilningur. Skólaleiðinn var verri þá en nú, segir vinkona mín, sem hefur kennt í aldarfjórðung sjálf. Thor Vil- hjálmsson, sem var í menntaskóla nokkr- um árum áður en mín kynslóð, segir í endurminningagrein: „Mér leiddist svo mikið í skóla að mér hefur ekki leiðst síðan“. Það er misjafnt drukkið mennta- ölið. Ég þekki líka menn sem hafa varla litið glaðan dag síðan þeir voru í skóla, sumum þeirra finnst að síðan þá hafi ekkert gerst í lífi þeirra. Við vorum líka byrjuð að vinna í frystihúsum, í sfld, í byggingavinnu og endalausum skurðgreftri. Atvinnulífið var á því stigi, að það var hagstætt því fyrirkomulagi að við höfðum fremur stutt skólaár og unnum fyrir skólavist með sumarvinnu. Tæknin var ekki meiri eða fjölbreyttari en svo, að það var full þörf fyrir ungt vöðvaafl á sumrin: þá var allt byggt sem byggja þurfti, þá var vega- vinnan, þá voru grafnar skólpleiðslur um smáíbúðahverfin svokölluðu. Það vantaði líka menn á sjóinn, oftar en ekki, þótt sfld- arævintýrin væru reyndar farin að dofna. ER BEÐIÐ EFTIR OKKUR? Atvinnuástandið var að sönnu ótryggt víða. Ýmis sjávarpláss voru illa haldin vegna þess að sfldin var duttlungaskepna sem hvarf þegar mest reið á og það var rétt verið að byrja að stækka landhelg- ina: allt fram til ársins 1952 djöfluðust allir togarar, íslenskir sem breskir, uppi í landsteinum. En samt var eins og beðið væri eftir okkur úti í samfélaginu, og það er kannski stærsti munurinn á því að vera unglingur nú og fyrir svosem fjórum áratugum. Það mátti reyndar heyra það strax þá, að Island útskrifaði of mikið af stúdent- um og svo sérfræðingum. Hvað eiga allir þessir læknar að gera? spurði svartsýnn pólitískur höfðingi, þeir enda barasta í ólöglegum fóstureyðingum og annarri svívirðu! En þetta var rangt. Island var ungt samfélag. Það var miklu fleira ógert en okkur gat dottið í hug. Ótal stofnanir ungs lýðveldis voru að slíta barnsskón- um, ef þær voru þá komnar á blað. Það var fullt af námsleiðum og starfsbrautum munurinn á því ad vera unglingur þá og nú er sá, ad þá var svo margt ógert á Islandi. sem voru rétt að koma í dagsins ljós. Maður gat orðið fyrstur í sinni grein á ótal sviðum - eða svo gott sem. Fyrstur til að læra rússnesku í Moskvu, fyrstur til að læra kvikmyndagerð, fyrstur til að fara með fiskileitartæki, arkitektar og jarðfræðingar voru sárafáir, ótal tækni- ævintýri voru að gerast sem þurfti að Iæra á og lifa sig inn í. Það var auglýst eftir sjómönnum, það vantaði iðnaðar- menn, enginn fagnaði þvf að bændum var byrjað að fækka, miklu heldur að menn hefðu áhyggjur af því. Það voru mikil forréttindi að koma á réttum aldri inn í þetta ástand - þótt við vissum að sjálfsögðu minnst um það þá. Ég byrjaði á þessum léttúðarlegu sam- anburðarfræðum með því að tala um neyslustigið: bflana, utanferðirnar. Neyslustigið bendir til þess að það sé miklu auðveldara og skemmtilegra að vera unglingur árið 1992 en fyrir svosem fjörutíu árum. En neyslustigið segir að- eins part sögunnar. Hinn parturinn er framtíðarsöngurinn: á hverju eiga ungl- ingar von? Hverra kosta eiga þeir völ? Eru aðrir búnir að taka hverja örðu upp úr kartöflugarði möguleikanna? Mikið til í því, því miður. Heimurinn, þessi hluti hans sem er okkar samfélag, er troðfullur af öllum skrattanum. Hann er fullur af mublum og mannvirkjum, listaverkum, ljóðabók- um, veitingahúsum, skíðalyftum, lækn- um, húsasmiðum, tryggingasölum. Hann er fullur af dyrum sem á stendur: Verk- efni lokið. Allt fullt hér. Eftirspurn full- nægt. Partíið búið. Og þótt allir strákar Islands vildu verða sjómenn eða bændur (fara í gömlu „undirstöðuatvinnuveg- ina“) þá dettur engum í hug að leyfa þeim það. Þá spyrja menn: getur ekki efnilegt fólk og vel menntað farið eitthvað ann- að? Bíður ekki Evrópa eftir okkur? Og því er að svara, að vissulega geta alltaf einhverjir orðið svo heppnir eða verið svo snjallir að þeir leysi sína einkalífs- gátu með því að koma sér fyrir í öðrum löndum. En þegar á heildina er litið bíð- ur enginn eftir því ágæta íslenska vinnu- afli, síst því sérmenntaða. Vestur-Evrópa til dæmis, hún býr við mikið atvinnuleysi fólks af öllum menntunarstigum og fyrir austan hana er sandur af vel menntuðu fólki sem er tilbúið að koma og vinna fyrir hvað sem er. En þetta má ég helst ekki segja. Oft má salt ket liggja, segir Flosi. Það er illa gert, segja menn, að draga úr fólki kjark- inn. Bjartsýni er lífsnauðsyn í sjálfu sér. Ef við hefðum hana ekki værum við löngu dauð. Það getur svosem vel verið. Engu að síður hefi ég nú undir lokin leyft mér að fara með svartagallsraus. Kannski er það meðal annars vegna þess, að þótt einhver unglingur reki aug- un í þessa grein hér, þá mundi honum ekki detta í hug að taka mark á henni. Ungt fólk tekur aldrei mark á rausi karla, ætli ég viti það ekki. Ég hefi sjálf- ur verið sautján ára. . . .■ 78 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.