Heimsmynd - 01.07.1992, Side 86
Akurliljan. . .
framhald af bls. 73
Þegar hann gekk til vitnastúkunnar hafði
hann klætt sig í svört föt, bar silkivasa-
klút í brjóstvasanum og röndótt bindi
um hálsinn. Hann þóttist verða undrandi
á hinum gífurlegu ásökunum sem settar
voru fram gegn honum. Hann sagðist
ekki hafa hugmynd um hvað mafía væri
og þekkti ekkert til eiturlyfja: „Eg hef
ekkert gert í lífi mínu sem ég þarf að sjá
eftir, hef aldrei verið óvinur nokkurs
manns. . . . Þeir geta slúðrað um mig, en
enginn hefur neitt við mig að sakast",
lýsti hann yfir. Síðan sagði hann:
„Ég hef eitt svar við öllum þessum
ákærum. Ég var í fangelsi og er enn í
fangelsi. Afsakið, en hvernig ætti ég að
fara um allt landið, ganga um göturnar
og fara aftur til klefa míns nema það
væri gert með leyfi. Og það hefði ég ekki
fengið nema með hjálp ótalmargra
fangavarða, fangelsisstjóra, þeirra sem
fara yfir póstinn og hlusta á símann. En
hér er ég í búri, ég sé enga fangaverði
eða fangelsisstjóra í búri. Ef þeir hafa
hjálpað mér, af hverju hafa þeir þá ekki
verið ákærðir."
Svarið við þessu var auðvitað
það að enginn í ítölskum fang-
elsum var svo heimskur að
amast á einn eða annan hátt
við Luciano Leggio eða
hindra samband hans við umheiminn. Þá
var dauðinn vís. Ekki er að efa að Don
Luciano hefur lagt á ráðin og samþykkt
líflát Falkone dómara nú í vor, en hann
var sprengdur í loft upp ásamt fjölskyldu
sinni á þjóðveginum milli Trapani og Pa-
lermó. Hann var síðastur í röð langs lista
af dómurum og lögregluforingjum sem
mafían hefur komið fyrir kattarnef.
Nú er Don Luciano, guðfaðir sikil-
eysku mafíunnar, að nálgast sjötugt og
búist er við því að honum verði fljótlega
sleppt úr fangelsi. Þrátt fyrir ótalmörg
réttarhöld og rassíur hefur sikileyska
mafían aldrei verið öflugri en nú. Hún
ræður yfir sextíu þúsund milljarða króna
heróínmarkaði og er þannig í raun yfir
allri skipulagðri glæpastarfsemi í heimin-
um. Luciano Leggio frá Corleone er
ókrýndur konungur hennar, capo di tutti
capiM
Viðskipti. . .
framhald af bls. 26
Með því móti spara þeir sér mikla vinnu
við upplýsingaöflun. Að öðru leyti er
ráðlegt að horfa fyrst og fremst á bestu
fyrirtækin í hverri grein, sem eiga við-
skiptí um allan heim, eru traust í sessi og
fjárhagslega sterk, en eiga samt vaxtar-
möguleika. Dálkur erlendra hlutabréfa á
fjármálasíðu Morgunblaðsins gefur góða
vísbendingu um hver þessi fyrirtæki eru
og þar er ódýrt að fylgjast með gengi
bréfanna.
Hvernig á að fara að því að kaupa verð-
bréfin?
gildandi reglur kveða á um,
að kaupin verði að fara
fram fyrir milligöngu ís-
lensks verðbréfafyrirtæk-
is, sem meðal annars sér
um að fá gjaldeyri úr
banka til kaupanna. Kaupandinn fær ein-
ungis kvittun í hendur, en verðbréfin
sjálf verða að vera í vörslu innlends eða
erlends vörslufyrirtækis.
Hvernig eru erlend verðbréf skattlögð?
Erlend verðbréf, arður af þeim og sölu-
hagnaður, eru að fullu skattskyld hér á
landi. Fjárfesting í erlendum hlutabréfum
veitir ekki rétt til lækkunar tekjuskatts,
fenginn arður er ekki skattfijáls né heldur
vextir af skuldabréfum, og söluhagnaður
er skattskyldur án tillits til þess hve lengi
bréfin höfðu verið í eigu seljanda.
Því er ráðlegt að nýta fyrst það svig-
rúm sem gildandi skattalög veita til
skattfríðinda af fjárfestingu í íslenskum
verðbréfum og kaupa ekki erlend verð-
bréf fyrr en allur skattafrádráttur hefur
verið fullnýttur.
nú eru boðaðar breytingar
á skattalögum og er rétt
að hafa þær í huga þegar
ákvarðanir um fjárfesting-
ar verða teknar. Ef frum-
varpið, sem kynnt var nýlega, verður að
lögum óbreytt, falla sérstök skattfríðindi
íslenskra verðbréfa niður að mestu leyti
um næstu áramót og hverfa alveg á
næstu árum.B
- Stefán Halldórsson
Nóri. ..
framhald af bls. 18
Áttu meiri rjómaís, fóstri? spyr Nóri,
og þegar hann hefur fengið afganginn af
ísnum og ávöxtunum og rjómanum held-
ur hann áfram: Og aumingja Höskuldur í
Verslunarbankanum, þessi indæli maður,
vaknaði allt í einu upp við þann vonda
draum, um það bil sem átti að fara að
sameina bankann öðrum bönkum, að
þessir guttar voru búnir að naga út úr
honum 300 milljónir króna umfram það
sem hann hafði veð fyrir. Stöð 2 rambaði
á barmi gjaldþrots og um það bil helm-
ingur af eiginfé Verslunarbankans var í
stórhættu að tapast vegna þess „krafta-
verks“ frjálshyggjufrömuðanna að
pumpa amerísku afþreyingarefni inn á
fjörutíu þúsund heimili í landinu tólf
tíma í sólarhring. Skuldirnar voru þá
orðnar hátt í einn og hálfan milljarð. Vel
af sér vikið miðað við þriggja milljón
króna startkapítal. Enda fékk sjónvarps-
stjórinn norrænu markaðsverðlaunin
mánuði áður en ævintýri hans var úti.
en látum þetta nú allt vera,
segir Nóri og þurrkar
munnvikin á gulri bréfserví-
ettu sem virðist hafa orðið
afgangs frá páskunum og á
óneitanlega illa við þennan prúðbúna
dánumann. Hann heldur áfram: Þrátt
fyrir allt voru nefnilega auralausu strák-
arnir miklu skárri fjölmiðlamenn heldur
en þeir þursar sem stigu út úr hömrum
viðskiptaheimsins og tóku að sér Stöðina
þegar útséð var um að „ábyrgir aðilar“
létu Verslunarbankann pranga vand-
ræðabarninu upp á sig á fáránlegu yfir-
verði. Þessir nýju eigendur voru úr fram-
varðarsveit verslunarstéttarinnar.
Ég skal segja þér hvað hann frændi
minn segir um þetta mál, segir Nóri,
enda er honum mikið niðri fyrir þegar
hann ræðir þær hættur sem hann telur
þjóð okkar búnar af fjölmiðlum í lúkun-
um á kaupahéðnum sem rista grunnt í
siðferði og vitsmunum. Hann æsti sig svo
upp um daginn að litla negraprinsessan
hans varð að klóra honum bakvið eyrun
til að ná honum niður. Hún er afskap-
lega blíð og góð við hann.
Hvar náði hann í þessa vænu stúlku?
spyr ég.
Hann veiddi hana á söngröddina, svar-
ar Nóri: Frændi minn var við verðbólgu-
lækningar í Afríku og þurfti að ferðast
um sveitir í vettvangskönnun. Eitt sinn
snæddi hann nesti í skógarrjóðri ásamt
bólugröfnum, norskum bílstjóra sínum
sem hafði flosnað upp úr lýðháskóla-
námi í Svíþjóð. Eftir máltíðina hófu þeir
glúntasöng þarna í frumskógarrjóðrinu.
Litla svarta kennslukonan var á göngu
með barnahóp og gekk á hljóðið. Hún
heillaðist svo af þingeyska söngvaranum
að hún fól börnin öðrum en tók frænda
minn að sér og hefur ekki vikið spönn
frá honum síðan. Ég var víst ekki búinn
að segja þér að frændi minn er bæði lag-
vís og raddsterkur, jafnvígur á Litlu flug-
una og Der var en skikkelig bondemand.
Jæja, segi ég og geispa dónalega,
en hvað hafði hagfræðingurinn
víðförli um ástand og horfur á
Stöð 2 að segja?
Hann sagði að hingað til hefðu
karlarnir sem keyptu Stöð 2 verið
of uppteknir við að koma fyrirtækinu á
réttan kjöl fjárhagslega og maka eigin
króka í leiðinni til að reynast hættulegir
öðrum, segir Nóri: En siðferðið í aðferð-
um þeirra lofaði sannarlega ekki góðu.
*
86 HEIMSMYND