Heimsmynd - 01.07.1992, Síða 87
Jón Ólafsson, kenndur við Skífuna, hefði
getað tromrnað upp þáverandi forystu-
menn Verslunarráðs og Verslunarbanka
til að slá skjaldborg um sig meðan hann
gerði hókus-pókus og náði til baka þeim
milljónatugum sem var „hlutafjárfram-
lag“ hans. Meira að segja hefði hann
komist upp með að stinga upp á Þor-
varði skólastjóra Verslunarskólans, sem
reyndar var líka varaformaður bankar-
áðs Verslunarbankans, í embætti sjón-
varpsstjóra. Þetta hafi verið freistandi
vegna launa og hlunninda enda hafi það
hjálpað skólastjóranum til að kaupa hús
í Arnarnesi. En skólastjórinn í sjón-
varpsstjórahlutverkinu var auðvitað
óskaviðsemjandi fyrir manninn sem
hafði útvegað honum starfið. Jón seldi
nefnilega Stöðinni lifandis býsn af tækj-
um og auk þess útsendingarrétt á bíó-
myndum í stórum stíl. Hann keypti einn-
ig af myndverinu fjölföldun á vídeóspól-
um Skífunnar.
Á þessum tíma var ýtt úr starfi fjár-
málastjóra sem ekki vildi bera ábyrgð á
því að Stöð 2 bæri kostnað af lánum
þeim sem Jóhann J. Ólafsson, Haraldur
Haraldsson og Jón Ólafsson veltu á und-
an sér í Búnaðarbankanum vegna
„kaupa“ á hlutafé í Stöð 2, segir Nóri:
Sömuleiðis var látinn róa dagskrárstjóri
Stöðvar 2, sem klígjaði eitthvað við kvik-
myndapökkunum frá Jóni Ólafssyni,
innihaldi og verði. Ráðinn var í hans
stað maður sem í tíð brautryðjendanna
hafði verið sparkað til þess að ráða hinn.
Svo skemmtilega vildi til að nýi dag-
skrárstjórinn var með nýlegt fótarfar
Jóns Ólafssonar á rassinum eftir spark úr
starfi hjá Bylgjunni þegar honum var
boðið inn á Stöð 2 og hann látinn skrifa
undir efniskaupasamning við Skífuna.
en skítt með það hver græðir
á hverjum og með hvaða
hætti, enda er það ekki það
sem ,vekur ugg í brjósti
frænda míns, segir Nóri:
Hann segir að hættuástandið byrji þegar
fjárhagur Stöðvarinnar hafi braggast nóg
til að þessir fuglar fari að snúa sér að því
að hafa áhrif á skoðanamyndun í land-
inu. Hann segir að Halli í Andra hafi
reynt að vinna þeirri skoðun fylgi að
beita ætti Stöð 2 gegn Davíð Oddssyni í
formannsslagnum við Þorstein Pálsson í
fyrra. Ekkert varð af þessu, enda voru
Davíðsmenn líka í hópnum. En auðvitað
eru sumir þessara manna til alls vísir,
ekki síst nú þegar þeir eru búnir að
missa öll ítök í samtökum viðskiptalífsins
og þar með lausir við allt aðhald frá
þeim.
Heldurðu að þetta sé nú ekki orðum
aukið? segi ég: Þetta eru kannski ekki
miklir menningarvitar, en þeim var þó
treyst til að vera í forsvari fyrir Verslun-
arráðinu og Verslunarbankanum á sín-
um tíma og Jóhann J. er áreiðanlega
vænsti maður því hann er vinur Harðar
Sigurgestssonar, eins voldugasta manns-
ins í viðskiptalífinu um þessar mundir.
Mér skilst að Haraldur sé líka besti ná-
ungi og geti rakið vináttusambönd um
allt valdakerfið. Það kippa einhverjir í
spotta ef þeir, eða Valsararnir, ætla að
fara út af sporinu.
Ekki ef Jón Ólafsson hefur þá í vasan-
um, segir Nóri.
að er lengi hægt að ná
samkomulagi ef vitrir
menn leggja gott til mál-
anna, segi ég eins spek-
ingslega og ég get.
Þú talar eins og þú hef-
ur vit til, segir Nóri: Þér
dettur kannski í hug að
það sé vænlegt að gera heiðursmanna-
samkomulag við Jón Bæjó?B
Rörabörn. . .
framhald af bls. 32
hjá börnum á öllum aldri. Flestir foreldr-
ar verða þó varir við einkenni þess að
barnið þeirra sé komið með í eyrun. Oft
verða börnin óvær á nóttunni en þrýst-
ingur í eyranu er mestur þegar legið er
útaf. Þau verða lystarlaus, pirruð og van-
sæl og heyra oft illa. Lítil börn toga oft í
eyrun og eru aum þegar komið er við
þau. Þau sem hafa aldur til kvarta um
eyrnaverk. í langflestum tilvikum fá
börnin þó hita með bráðri sýkingu.
Sú meðhöndlun sem börn fá
við eyrnabólgum og vökva-
söfnun í miðeyra er venjulega
nokkurra daga sýklalyfjakúr
ásamt nefdropum. í sumum
alvarlegri tilfellum er gerð hljóðhimnu-
ástunga og er barnið þá svæft á meðan
og vökvinn sogaður út. Oft læknar tím-
inn vökvasöfnunina og um sjötíu prósent
barna læknast af sjálfu sér innan þriggja
mánaða. I öðrum tilvikum getur sjúk-
dómsástandið þó varað lengur, jafnvel
árum saman.
Öll meðferð miðast við að opna
kokhlustina sem í eðlilegu ástandi á að
opnast og sjá um þrýstingsjöfnun við
hverja kyngingu. Það flýtir fyrir bata að
lækna sýkingar í efri loftvegum með við-
eigandi iyfjum, hafa hátt undir höfði að
nóttu og ef barn hefur þroska til, að
kenna því að blása lofti út í eyrun til að
opna kokhlustina. Stundum þarf í fram-
haldi af hljóðhimnuástungu að koma fyr-
ir röri, eins konar ventli í hljóðhimnu-
gatinu. Forsendur slíkrar röraísetningar
eða hljóðhimnuástungu og nefkirtlatöku
eru: Endurteknar bráðar eyrnabólgur, til
dæmis mánaðarlega í fimm til sex mán-
uði, eða vökva- og slímsöfnun í miðeyra
sem ekki gengur yfir á um það bil þrem-
ur mánuðum.
egar rörinu er komið fyrir
er barnið svæft, þá er
maski lagður yfir vit þess
og það andar að sér svæf-
ingarlyfi. Svæfingin varir
aðeins í um það bil tíu
mínútur og barnið jafnar
sig á skömmum tíma.
Rörin eru notuð sem þrýstijafnari á and-
rúmsloftið fyrir miðeyrað, þegar kok-
hlust nær ekki að sinna því hlutverki og
rörin hindra þar með vökva, það er að
segja slímsöfnun í miðeyra og þar með
dregur úr hættunni á tímabundinni eða
viðvarandi heyrnarskerðingu, svo og
samgróningum í miðeyra, en jafnframt
minnka þau líkur á bráðri sýkingu í mið-
eyra þar sem það er þá eðlilegra loftað.
rörin eru yfirleitt gerð úr plasti og eru
því aðskotahlutur sem líkaminn losar sig
við með tímanum. Það er einstaklings-
bundið hve lengi þau sitja, oft í fimm til
sex mánuði, stundum eitt til tvö ár og
einstaka sinnum þarf að fjarlægja þau
með aðgerð. Til eru sérstök rör sem ekki
losna af sjálfu sér og eru þau notuð í
þeim tilfellum þar sem ljóst þykir að
þeirra sé þörf í langan tíma.
Sé um að ræða gat á hljóðhimnu eða
sýkingu í hlust er nauðsynlegt að hlífa
eyrum við vatni og börn með rör í hljóð-
himnu eiga ekki að kafa djúpt í vatni.
ekki virðist unnt að koma í
veg fyrir þessa eyrnasjúk-
dóma en hægt er að minnka
líkurnar á þeim, til dæmis
með heilbrigðu líferni og
góðu mataræði, með því að meðhöndla
sýkingar í efri öndunarfærum og talið er
að brjóstagjöf fyrstu mánuði lífsins
minnki líkurnar á eyrnabólgum.
I ljósi þeirra alvarlegu afleiðinga sem
þessir sjúkdómar geta haft á heyrn ungra
barna, sé ekki brugðist rétt við þeim í
tíma, verður að brýna það fyrir þeim
sem annast ung börn að vera vel á verði
gagnvart einkennum þessara sjúkdóma,
til dæmis svefntruflunum, pirringi, lystar-
leysi og vansæld. Börn eru yfirleitt á
fyrstu æviárunum undir reglubundnu eft-
irliti; ungbarnaeftirliti, hjá barnalæknum
eða heimilislæknum . Oft líður langur
tími á milli slíkra skoðana og þar sem
þessir eyrnasjúkdómar geta dulist mjög
lengi er sjálfsagt að leita strax til sérfræð-
ings í eyrnalækningum leiki minnsti
grunur á að barn sé komið með í eyr-
un.B
- Jóhanna H. Oddsdóttir
HEIMSMYND 87