Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 59

Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 59
alfarið undirheimasamtökum dr. Benways til að heimta Joan úr helju seigfljótandi eiturlyfja og saurlífis. Hann fær það verk- efni að fara til „Frjálsalands" sem frétta- maður og njósnari. Á landamærunum er hann beðinn um að sanna að hann sé rithöfundur. „Skrifaðu eitthvað,“ segir hranalegur landamæravörður. Taka tvö: Lee bregður sér í William Tell-hlutverkið og skýtur Joan. Lee verður að skrifa. Endir. vikmyndina er hægt að lesa sem allegoríu um þjáningu skáldsins; skáldið sem verður að skrifa, leggur sál sína að veði. Lee drepur konu sína (í ómeðvitaðri af- brýði) og verður rit- höfundur; í hvert skipti sem hann skrifar drepur hann sína elskuðu, aftur og aftur og hann verður að skrifa til að geta lifað af í fáránlegum heimi, með angistinni og sekt- inni. Við vitum jú að það er konan sem fómar sér, hún er skáldskapargyðja manns- ins. En til að styrkja goðsögnina verður að færa hana í harmsögulegan búning: Af- brýðisemi fellur að harmsögunni og hana eigum við auðveldara með að fyrirgefa heldur en banvæn fíflalæti. Og sjá: Burroughs er í sömu sporum og Kreón eftir að Antigóna er dáin af hans völdum: dæmdur til að lifa áfram og horfast í augu við fáránleikann. í raunveruleikanum var dauði Joan augljóslega hörmulegt, ömurlegt slys. Bæði voru þau undir áhrifum, stödd í partíi þar sem Burroughs átti stefnumót við mann sem vildi kaupa af honum skammbyssu. En þessa tilteknu byssu vildi hann losa sig við því hún skaut of lágt! Atburðurinn gerðist síðan eins og segir í myndinni nema Burroughs var hreint ekki jafn svalur og Lee í myndinni. Vegna þess að atburðurinn gerðist í Mexíkó og sýnt þótti að um slys væri að ræða, gat hann borgað tryggingu og slapp við fangelsisdóm. Eftir þetta fer Burroughs á flakk/flótta út um víða veröld. Það var ekkert hetjulegt við þetta fáránlega slys. Eftir skildi hann fjögurra ára son sinn Billy sem foreldrar Burroughs tóku að sér. Hann drakk sig til dauðs þrjátíu og þriggja ára að aldri. Nýlega hefur Burroughs sagt að hann hafi komist að þeirri „hræðilegu niðurstöðu“ að hann hefði ekki orðið rithöfundur nema vegna dauða hennar, skrifin hafi bjargað sér frá þeirri sálarkreppu sem hann þurfti að eiga við. Sjálfsagt er sannleikskom í þessu en ekki má gleyma að Burroughs var byrjaður að skrifa og nota eiturlyf löngu áður en hann kynntist Joan. Þessi róman- tíska/módemíska skýring sem gengur út frá hinni tilvistarlegu angist er einum of auðveld og gengur aðeins upp ef líf manns er „í raun“ samfella, eins og frásögn með upphaf, byrjun, endi. En þessi skáldsaga, þetta samfellda líf og merking kemur aðeins eftirá. Ævisögur eru skáldsögur. Burroughs er kominn úr útlegðinni í Interzone; fluttur úr stórborginni og kominn heim. Frá því um 1982 hefur hann, að mestu, búið í Lawrence í Kansas, dæmigerðum smábæ í miðríkjum Banda- ríkjanna. Bærinn er aðeins í um 450 km fjarlægð frá fæðingarstað Burroughs. Hann býr einn í lágreistu timburhúsi með kött- unum sínum sex sem hann elskar rneir en nokkuð annað. Handan götunnar er William Burroughs Communications til húsa, en það fyrirtæki sér um öll viðskipta- mál Burroughs og daglega kemur einhver úr fyrirtækinu og eldar ofan í gamla mann- inn. Burroughs er að mestu hættur að skrifa, en þó hafa stuttir textar verið að birt- ast allt fram á þetta ár. Burroughs hefur alllengi fiktað við málverkið en undanfarin ár hefur sá áhugi færst í aukana. Hann hefur haldið nokkrar sýningar og selur vel. En það er í fyrsta skipti sem hann hagnast verulega á list- sköpun. Ekki fer hann troðnar slóðir frekar en í textagerðinni. Með því að sameina tvö helstu áhugamál sín býr hann til „haglabyssumálverk". Hann stillir máln- ingardósum eða úðadósum með einum eða fleiri litum fyrir framan krossviðarplötur og skýtur þær síðan með haglabyssu. Stundum notar hann pensil til að draga fram viss atriði eða áhrif í „málverkinu“. Þama nær hann fram handahófsáhrifunum en hann sóttist einmitt eftir þeim í skrifunum. Sumir af gömlu aðdáendunum vildu sjálfsagt helst að hann legði skriftinar af með öllu. Það er farið að bregða fyrir til- finningasemi í textum gamla mannsins og hann á það jafnvel til að ganga í skrokk á eigin goðsögn. En Burroughs gamli hefur 59 ekki áhyggjur af efasemdum annarra og fer sínar eigin leiðir eins og kötturinn. Bókin The Cat Inside (1986) eða Kötturinn hið innra eru hugleiðingar um lífið og tilveruna og þar lýsir Burroughs ást sinni á köttum. Þegar hann var ungur maður og heróínþræll lagði hann á tímabili í vana sinn að pynta ketti! En nú er hann búinn að finna köttinn í sjálfum sér; veit nú að þegar hann kvaldi kettina var hann að kvelja sjálfan sig. Tilfinningasamur og meyr kattavinur lítur yfir farinn veg og skilur ekki hvað hann hefur verið hörð og köld manneskja, og hann sér eftir ýmsu. Ef við skyggnumst á bakvið goðsögnina og gleymum rithöfund- inum um stund sjáum við mann sem er búinn að eyða drjúgum hluta ævi sinnar í sinnulausa vímu og hefur brugðist ýmsum nákomnum; en helst syni sínum og vinkonu sinni sem hann var giftur. Við sjáum þjáðan einfara, sem þó þurfti alltaf á öðrum að halda og hefði engu áorkað án hjálpar vina sinna. í Naked Lunch tilkynnir Burroughs: „Nú mun ég, William Seward, losa orðamergð mína...“ í lok The Western Lands (1987) þar sem segja má að hann loki sinni miklu og löngu skáldsögu, setur Burroughs sig í þungbúnar stellingar sem minna á Samúel Beckett: „Gamli rithöfundurinn gat ekki skrifað lengur vegna þess að hann var kominn að endalokum orða, endalokum þess sem hægt er að gera með orðum.“ Honum hefur ekki tekist að „afmá orðið“ og „eyðileggja öll málkerfi“, með orðin sjálf að vopni. Vírusinn dafnar enn. En kannski hefur gamli læknirinn alltént komið ágætri sjúkdómsgreiningu á framfæri. Burroughs er enn ekki „farinn“; eins og persóna úr leikriti eftir Beckett heldur hann áfram að vera, verður að halda áfram að vera. Hann hangir áfram á þessari margfrægu ystu nöf; kannski heldur hann í ræfilslega hvönn, búinn að tína nóg. En hann á líka fóstbræður að sem draga hann upp, í sífellu. Gamli hrappurinn: William S. Burroughs; hættu- legur maður í hættulegu starfi(?) ■ Handan götunnar er William Burroughs Communications til húsa, en það fyrirtæki sér um öll viðskiptamál Burroughs og daglega kemur einhver úr fyrirtækinu og eldar ofan í gamla manninn. HEiMS MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.