Heimsmynd - 01.04.1993, Page 61

Heimsmynd - 01.04.1993, Page 61
vegna þess að erfðaprinsar brezku krúnunnar vaxa upp við gífurlegan þrýsting, það er sið- ferðisleg skylda þeirra að tryggja krúnunni lögmæta erfingja, ekki aðeins einn, heldur l£ka nokkra til vara (reynslan hefur sýnt, að prinsar týna tölunni eins og negrastrákamir í kvæðinu). En þegar stóra stundin kom í lífi þeirra, þá henti það Karl að falla fyrir lífs- glöðu fiðrildi. Líklega hélt hann, að ung- æðislega diskódísin dansaði úr sér á stuttum tíma, tæki hlutverk sitt alvarlega og sæti innan skamms við hlið hans í bókaher- berginu með Milton í kjöltunni. Kannski sá hann sig í hlutverki prófessors Higgins. Georg féll ekki fyrir Karólínu, hann féll á eigin bragði. Georg skuldaði. Pabbi hans, líka Georg en annað númer, neitaði að borga skuldir hans oftar. Georg prins hafði þegar reynt ýmis brögð eins og að selja af eignum sínum til lúkningar skulda og þykjast lifa eins og ör- eigi til að knýja fé út úr föður sínum. En Georg pabbi var búinn að fá nóg. Prinsinn eyddi og bruðlaði án þess að hlusta á orð föður síns um ástandið í landinu. Að vísu keypti hann oft listaverk sem í dag em þjóðararfur Breta, en þá vom þau einkadekur hans við sjálfan sig. Hingað og ekki lengra, sagði Georg erfðaprins, þú hefur ekki fyrir neinum að sjá nema sjálfum þér, ef þú vilt hærri lífeyri, þá skaltu kvænast. Svo Georg ungi kvæntist - í fjáröflunar- skyni. Það var raunar ekki satt að hann hefði ekki fyrir neinum að sjá nema sjálfum sér. Hann var þegar kvæntur, leynilega. Hjóna- bandið var ólöglegt og ógilt, en hann var eigi að síður með eiginkonu á framfæri, að viðbættri hjákonu. Og hér getum við lagt hluta sakarinnar við fætur Georgs III. Georg konungur var heit-mótmælenda- trúar og heit-andkaþólskur. Hann hannaði hjónabandsskilmála brezku konungsfjöl- skyldunnar sem eru í fullu gildi enn þann dag í dag. Meðal annars banna skilmálamir meðlimum fjölskyldunnar að kvænast eða giftast kaþólikkum eða fráskildum og einnig verða allir að fá samþykki ríkjandi konungs eða drottningar fyrir ráðahag sínum, annars er hann ógildur. Eiginkona Georgs var kaþólsk. Honum hafði einnig láðst að leita samþykkis föður síns fyrir ráðahagnum. Því var honum í lófa lagið að svíkja hana þegar að kreppti. Akvæðið um trúarbrögð takmarkaði prinsessuúrvalið vemlega. Eiginlega var fátt grasa í garðinum utan þýzkra og enskra prinsessa. Georg vildi enga enska prinsessu, þær gátu verið svo náskyldar honum. Hann ákvað að taka sér Karólínu af Brúnsvík til eiginkonu, fyrirvaralaust (það gerðu inn- heimtumennimir) og óskoðaða. Þetta með skyldleikann kemur spánskt fyrir sjónir. Karólína og Georg voru nefnilega systkinaböm. Þó var það náttúrulega alls ekki eins mikill skyld- leiki og sumir aðrir í fjölskyldunni áttu við að etja, til dæmis bam bróður hans og systur. Það var náskylt sjálfu sér. B, Kannski var það vegna þess að tvö bama hans áttu bam saman og annar sonur bjó með giftri leik- konu í 20 ár og átti með henni 10 böm, að Georg III hannaði þessa ströngu hjóna- bandsskilmála. Karólína kemur, sést, heyrist og tapar. Brúnsvík var, þegar Georg ákvað að giftast til fjár, hertogadæmi á kletta- syllu í Þýskalandi. Lafði Karólína var 26 ára, eða nokkuð til ára sinna kornin af heimasætu að vera, ekki tiltakanlega fríð, nokkur bmssa og tennumar teknar að gefa sig. Hún var bráðlynd og sérstaklega var skortur hennar á þolinmæði áberandi þegar snyrting og klæðaburður var annars vegar. Malmesbury lávarður, sem var sendur að biðja um hönd hennar og sækja hana, tók eftir sér til skelfingar að tilvonandi prins- essan af Wales skipti sjaldan um sokka, gekk í grófum strigaundirpilsum og eina fegrunar- lyfið sem hún notaði var kinnalitur. Af honum notaði hún þó frjálslega. Jafnvel þeir sem náðu að kynnast henni vel gátu ekki alltaf greint á milli hvort hún væri rauð af æsingi eða hvort fullríflega hefði slampast af kinnalitnum. A meðan Malmesbury beið eftir nánari fyrirskipunum og skipsfari til Englands með Karólínu, vann hann í málinu. Hann undir- stakk hirðmeyjar hennar varfæmislega um þvott og snyrtingu, sendi málin af Karólínu til Englands þar sem frambærilegri fatnaður en fékkst í Þýzkalandi var hannaður, og ein- beitti sér að því að fága prinsessuna. Það reyndist iðja sem hvað eftir annað olli honum siðferðislegu skipbroti. Karólína var GEORG PRINS AF WALES Ilmandi fagurkeri með nœmt taugakerfi. Hann valdi sér þýska hlussu, sem var lítt gefin fyrir líkamsþvott. hvorki haldin næmleika eða fíngerðari til- finningum. Hún var hvatskeytin, hafði sterka kímnigáfu sem braust út í tíma og ótíma og var, í einu orði, óhefluð. Malmesbury, Karólína og fylgdarlið lögðu upp frá Brúnsvík í lok desember 1794. Aðstæður til ferðalaga vom einstæðar um það leyti, harðasti vetur í manna minnum og Napóleonstríðin að geysa í kringum þau. Þau strönduðu snemma ferðar í •*. Osnabmck, franski herinn lokaði leiðinni og kuldinn lokaði þau inni. Malmes- bury notaði biðina til að fullkomna fágun Karólínu, en skriftir hans í Osna- bmck bera bjartsýni hans vitni: „Hún er sérsinna, kauðsk, mdda- leg í framkomu og ómót- tækileg fyrir tilsögn." Og síðar: „Prinsessan er alltof bama- leg og var yfirgengilega kát við kvöldverðinn." Þegar Díana var búin undir að taka við hlutverki prinsessunnar af Wales, flutti hún inn hjá drottningarmóðurinni um skeið. Hafi drottningarmóðirin haldið dag- bók, þá stendur líklega eitthvað í þessa veru þar: „Prinsessan er nokkuð bamaleg, var yfrrgengilega kát við kvöldverðinn og kann ekki kímnigáfu sinni hóf.“ Karólína var táp og fjör og frískir menn holdi klædd. Hún rabbaði kumpánlega við hvem sem var, 150 árum áður en handhafar brezku krúnunnar tóku upp þá stefnu að vera lýðræðisleg við alþýðuna. Það var ekki nokkur leið að kenna henni hvað maður gerði og hvað maður gerði ekki. Malmes- bury féll endanlega saman þegar Karólína fékk tannpínu. Tönnin var dregin úr og Karólína sendi velunnara sínum Malmes- bury skemmdu tönnina að gjöf sem vott um virðingu sína og væntumþykju. Það er hér sem líflínur Díönu og Karólínu taka að liggja samhliða. Hver man ekki eftir myndum af kurteisisheimsóknum Díönu þar sem hún er með rauða díla í kinnum að segja eitthvað spaugilegt við menn og mýs og viðkomandi getur ekki leynt vandræðalegu fáti sínu? Eftir tæpra þriggja mánaða bið komust 61 HEIMS MYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.