Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 3
Formannspistill Sæl verið þið, ungmennafélagar og aðrir lesendur. Þegar þetta er skrifað er aðalfundi félagsins nýlokið. Var hann að þessu sinni haldinn í nýjum sal eldri borgara í Bergholti. Gunnar Örn Þórðarson lét af störfum sem formaður íþróttadeildar og í hans stað kom Gústaf Sæland. Vill stjórn aðaldeildar þakka Gunnari fyrir störf hans. Íþróttafólk ársins hjá ungmennafélaginu voru þau Jóna Kolbrún Helgadóttir og Ólafur Magni Jónsson. Þau hafa bæði staðið sig vel í frjálsum íþróttum og meðal annars unnið til Íslandsmeistaratitla. Þau hafa einnig náð frábærum árangri á öðrum mótum hér heima. Jóna keppti einnig á Gautaborgarleikunum í fyrra þar sem hún náði t.d. 6. sæti í 80 metra hlaupi og 4. sæti í 300 metra hlaupi. Þá keppti Ólafur Magni í mótorkrossi á tveim mótum í unglingaflokki. náði1. sæti á Unglingalandsmóti og 2. sæti á Íslandsmóti. Fjárhagsstaða félagsins er afar góð. Sérstaklega vegna þess hve vel sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur staðið við bakið á félaginu og lottótekjur einnig aukist töluvert. Á aðalfundi félagsins var það ákveðið að rukka ekki félagsgjöld fyrir árið 2019. Einnig var það ákveðið á aðalfundi að Aðaldeild myndi leggja fram 400.000 króna styrk, sem verði varið í nýtt hlaupabretti í Íþróttamiðstöðinni Reykholti og hvetjum við fleiri félagasamtök í sveitinni til þess að taka þátt í kostnaði við nýtt bretti sem skal vera gert fyrir líkamsræktarstöð. Líka verður það skoðað að halda áfram tilraunum með rútuferðir vegna sameiginlegra æfinga með öðrum félögum. Í fyrrasumar var farið einu sinni í viku frá Reykholti yfir á Laugarvatn fyrir sameiginlega fótboltaæfingu með Laugdælum. Er það einnig von okkar, að slíkt gæti orðið fyrir aðrar íþróttagreinar, ekki bara fótbolta. Er það líklegra en hitt að þetta gæti styrkt samstarf við önnur félög enn frekar og að íþróttastarf í uppsveitum verði enn öflugra. Af öðrum verkefnum aðaldeildar er það að frétta, að unnið er að breytingum á lögum félagsins, til samræmingar lögum annarra félaga í uppsveitum. Einfaldar það samstarf félaga til dæmis. Einnig, eins og flestum er kunnugt, þá hefur ný persónuverndarlöggjöf tekið gildi á Íslandi, en með tilkomu hennar hafa verið lagðar nýjar skyldur og kröfur á félagasamtök og fyrirtæki og er ungmennafélagið þar ekki undanskilið. Gerð er krafa um, að ungmennafélagið haldi skrá um alla vinnslu persónuupplýsinga og vinni að áhættumati og úrbótaáætlun, ef nauðsyn er talin á. Einnig er gerð krafa um að félagið setji sér gilda persónuverndarstefnu, sem skal vinna eftir. Þetta verkefni er nokkuð á veg komið og hefur verið unnið eftir leiðbeinandi upplýsingum sem ÍSÍ hefur unnið í samstarfi við Advice/Advania. Að lokum vill stjórn félagsins þakka öllum þeim sem hafa komið að starfi félagsins með einum eða öðrum hætti fyrir samstarfið og óskar Tungnamönnum gleðilegs sumars. F.h. Ungmennafélags Biskupstungna, Oddur Bjarni Bjarnason, formaður. Ég myndi nú þiggja hóflegan styrk til sumarmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.