Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 32
32 Litli-Bergþór
Fimmtudagur 25. júní
Þegar ferðalag okkar var skipulagt af heima-
mönnum, miðuðu þeir við 6 daga ferð. En flug-
samgöngum er svo háttað að heimflug var á
sunnudegi með flugvélinni, sem sækir græn-
lenzka sveitarstjórnarmenn til Íslands. Þar eru
þeir í kynnisferð og komu einmitt þangað með
flugvélinni, sem okkur flutti út. Þegar Jónas
setti ferðaáætlun á blað handa okkur, var því
einum degi óráðstafað og ráðgert að honum yrði
varið í Narssarssuaq. En nú þótti skemmtilegra
að eyða honum í Julianehaab, enda var komin
rigning. Mikið var gengið í verzlanir og keyptir
minjagripir, bækur og kort. Einnig var komið í
minjasafn, þar sem sýndir voru gripir, bæði frá
norrænum Grænlendingum og Inuitum. Þar var
einnig grænlenzkur veiðimannakofi með hlöðnum
veggjum úr grjóti og torfi, rétt eins og tíðkaðist
heima á Íslandi og breiðum svefnbálki. Mjög var
hann lágur undir loft.
Föstudagur 26. júní
Enn var þokudrungað loft og lítilsháttar úrkoma.
Eftir morgunverð var gengið niður að höfn, en
farangur hafði verið borinn í bílinn áður. Áður en
stigið var á skip var verzlað í „Systuen“, sem er
nýtt fyrirtæki, sem sækir fyrirmyndir til Íslands
að einhverju leyti og á að einhverju leyti rætur að
rekja til leiðbeiningarþjónustu frá Íslandi. Þarna
keypti Margrét tvo „Anoraka“ á krakkana. Við
fórum með seinni bátnum („Arctic pax“) um kl 11
og sigldum um sundin milli lands og eyja yfir til
Eiríksfjarðar (um Dyr). Til Narssaq komum við um
eitt leytið og var ekið til „Hotel Perlen“. Narssaq er
byggt á rýmra landi en Julianehaab (Qaqartoq), en
hefur ekki eins skemmtilegan heildarsvip. Ég býst
við að Julianehaab sé meiri menningarmiðstöð en
í Narssaq fjölþættari atvinnustarfsemi. Mér virtist
minni menningarbragur á fólkinu hér og ekki laust
við ágengni, en þess höfðum við ekki orðið vör
fyrr á Grænlandi. Fólkið sem við höfðum kynnst
fram til þessa hafði einmitt verið mjög kurteist
og vinsamlegt. Strákarnir reyndu hér að pranga
inn á okkur steinum eins og mest þeir máttu, og
um kvöldið þegar við komum til kvöldverðar á
„Hönekrogen“, var verið að byrja þar skrall með
miklum hávaða og drykkjuskap.
Við byrjuðum á því að ganga all hátt upp í
hlíðina ofan við bæinn. Hún er mjög fallega gróin,
enda mun hér hafa verið góð bújörð áður og betri
ræktunarskilyrði en víðast annarsstaðar. Hér bjó
faðir Kai Egede tilraunastjóra og ráðunauts, en
nú er túnið komið undir byggingar að talsverðu
leyti og aðeins fáeinar kindur í þorpinu. Þoka
var á fjöllum og væta í grasi og við urðum blaut
í fætur. Þegar við vorum á leið til fjallsins var
kallað til okkar og spurt hvort við værum frá
Íslandi. Auðvitað voru lopapeysurnar auðkenni
okkar. Sá sem kallaði var danskur listmálari,
Tony Brogaard að nafni. Hann átti von á dóttur
sinni o.fl. fólki frá Íslandi og þess vegna var hann
að forvitnast um hagi okkar. Hann bauð okkur
að líta inn á vinnustofu sína og það varð að ráði
að við keyptum af honum lítið málverk og eina
brennda leirmynd (flís). Ragnhildur Jónsdóttir
frá Gautlöndum keypti þar einnig mynd eftir
ábendingu Margrétar. Ekki réðum við við þessi
kaup nema með því að fá að láni hjá Ásgeiri
Einarssyni dýralækni og borga honum svo með
íslenzkri ávísun. –
Síðdegis fór Lassi tvær ferðir með fólk úr hópnum
á bíl yfir að Dýranesi, sem gömlu mennirnir gátu
staðsett þar eftir gömlu sögunum. Þar voru búðir
vatnamælingamanna og virkjunarsérfræðinga.
Kvana-fjallið, þar sem uran-vinnsla er hafin, er
þarna skammt innan við, en var nú þoku hulið.
Síðar sagði Lassi okkur að á myndinni, sem við
keyptum, sæi yfir til þessara fjalla og Dýraness.
Síðdegis fór hópurinn í heimsókn í saumastofuna
Eskimopels, þar sem framleiddur er fjölbreyttur
skinnfatnaður og munir. Þarna var allmikið
verzlað.
Laugardagur 27. júní
Eftir morgunverð í „Perlunni“ var búizt til ferðar.
Nú var farkosturinn Polar Star, mjög líkt skip
Polar Moon, sem áður er getið. Við sigldum inn
Eiríksfjörð í stilltu veðri en þoka var í fjöllum, en
tók að létta þegar kom fram á daginn. Á dagskrá
var að koma við á einu bændabýli á leið inn til
Narsarsuaq, en ekki var hægt að fullyrða um þá
heimsókn fyrr en tekizt hafði að ná á bóndann
í talstöð. Þetta reyndist vera stærsta fjárbúið á
Grænlandi, með um 700 fjár og um 14 ha túni.
Það var komin glampandi sól og blíða þegar við
sigldum að landi að „Sóleyjarvöllum“. Stórar
ísborgir lónuðu á voginum úti fyrir bænum, sem
stendur í vel grónum hvammi eða dalverpi á móti
suðri. Túnið ofanvert var gult af sóleyjum, neðar
var framræst mýri eða tjörn. Þar var hafraslétta,
sem var að fá á sig grænan lit. Þarna búa alls fimm
manns, eða tvær fjölskyldur í tveim íbúðarhúsum.
Í öðru roskin hjón með syni sínum, en í hinu annar
sonur þeirra með konu sinni. Hann kom til móts
við okkur að skipinu og sýndi okkur myndarleg
fjárhús og vel viðuð eins og tíðkast í Grænlandi.
Í Narssaq slógust í hópinn áströlsk hjón
og spjallaði ég nokkuð við þau. Siglt var inn
með n.v. hlíðum Eiríksfjarðar og eru þær víða
stórfenglegar. Sumstaðar er blómlegur gróður