Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 18
18 Litli-Bergþór Skólinn var búinn um hálf tólf og þá hjólaði ég til ömmu og afa í Kistuholti og fékk mér að borða. Þangað fer ég flestalla daga þegar skólinn er búinn. Eftir að ég var búinn að borða fór ég smá í símann. Það þurfti að moka stéttina fyrir ömmu og auðvitað fórum við litli frændi minn út að moka fyrir hana. Eftir moksturinn fór ég heim að laga krossarann minn, smá upptekt á plöstum, en ekkert stórkostlegt í þetta skiptið og það tók ekki langan tíma. Ég gat því tekið smá rúnt á hjólinu áður en frændsystkini mín, sem voru væntanleg, komu í heimsókn, en þá þurfti ég að fara heim. Ég fór út með þeim og lékum við okkur með fjarstýrðan rafmagnsbíl sem ég á. Við bjuggum til stökkpalla í snjónum fyrir bílinn og var það mjög skemmtilegt. Þarna var liðið langt á daginn og kominn kvöldmatur hjá okkur svo við fórum inn að borða. Restinni af kvöldinu eyddi ég í að hanga í tölvunni þar til að ég fór að sofa. Ofurmenni Ég er ofurmenni án skikkju eða skrauts, en samt í skóm. Ég flýg skýjum ofar, skima yfir land og sæ og borða ís. Úr fjarska horfi ég ofan á fjallahringinn, gleraugnalaus, enda er ég ofurmenni. Páll M. Skúlason LjóðBípólar Tveggja póla segulstál. Sogar að og hrindir frá. Ýmist brennur í mér bál eða bara tíran smá. Sumum stundum borubrött, setur næstum óða. Öðrum stundum út er flött, ekkert hef að bjóða. Þess á milli þokkaleg, þykist vera venjuleg. Tvenn öfl í mér togast á taugarússíbani. En áfram held ég samt, ójá! Er það og minn vani. Unnur Malín Sigurðardóttir, 2018 Vor Smám saman breyttist stormurinn í blæ, frostið í þey, ísinn í skoppandi læk. og ég úr myrkraveru í sólargeisla. Páll M. Skúlason Ketilbjörn ehf. Vinnuvélaverktaki Syðri – Reykjum Grímur Þór - Sími 892 3444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.