Litli Bergþór - maí 2019, Page 18

Litli Bergþór - maí 2019, Page 18
18 Litli-Bergþór Skólinn var búinn um hálf tólf og þá hjólaði ég til ömmu og afa í Kistuholti og fékk mér að borða. Þangað fer ég flestalla daga þegar skólinn er búinn. Eftir að ég var búinn að borða fór ég smá í símann. Það þurfti að moka stéttina fyrir ömmu og auðvitað fórum við litli frændi minn út að moka fyrir hana. Eftir moksturinn fór ég heim að laga krossarann minn, smá upptekt á plöstum, en ekkert stórkostlegt í þetta skiptið og það tók ekki langan tíma. Ég gat því tekið smá rúnt á hjólinu áður en frændsystkini mín, sem voru væntanleg, komu í heimsókn, en þá þurfti ég að fara heim. Ég fór út með þeim og lékum við okkur með fjarstýrðan rafmagnsbíl sem ég á. Við bjuggum til stökkpalla í snjónum fyrir bílinn og var það mjög skemmtilegt. Þarna var liðið langt á daginn og kominn kvöldmatur hjá okkur svo við fórum inn að borða. Restinni af kvöldinu eyddi ég í að hanga í tölvunni þar til að ég fór að sofa. Ofurmenni Ég er ofurmenni án skikkju eða skrauts, en samt í skóm. Ég flýg skýjum ofar, skima yfir land og sæ og borða ís. Úr fjarska horfi ég ofan á fjallahringinn, gleraugnalaus, enda er ég ofurmenni. Páll M. Skúlason LjóðBípólar Tveggja póla segulstál. Sogar að og hrindir frá. Ýmist brennur í mér bál eða bara tíran smá. Sumum stundum borubrött, setur næstum óða. Öðrum stundum út er flött, ekkert hef að bjóða. Þess á milli þokkaleg, þykist vera venjuleg. Tvenn öfl í mér togast á taugarússíbani. En áfram held ég samt, ójá! Er það og minn vani. Unnur Malín Sigurðardóttir, 2018 Vor Smám saman breyttist stormurinn í blæ, frostið í þey, ísinn í skoppandi læk. og ég úr myrkraveru í sólargeisla. Páll M. Skúlason Ketilbjörn ehf. Vinnuvélaverktaki Syðri – Reykjum Grímur Þór - Sími 892 3444

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.