Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 31
Litli-Bergþór 31
ekki hægt að dæma á þessum tíma. Lömbin sem
fylgdu ánum voru stærri en okkar lömb, löng og
háfætt. Þessar kindur voru flestar skjannahvítar og
sennilega ullargóðar, en í Görðum og Brattahlíð
sáum við þó gulflekkótt lömb innan um. Fjárhúsin
eru mjög viðamikil, en nýtast ekki vel, enda munu
þau teiknuð af mönnum, sem ekki voru heima í
sauðfjárbúskap og gerð fjárhúsa.
Frá fjárhúsunum fórum við upp að jarð ræktar-
stöðinni. Þar er unnið að trjárækt, garðrækt ýmis-
konar og grasrækt og ég hafði auðvitað mestan
á huga á henni. Þarna er m.a. gras (ræktað) upp
af fræi, sem Þorsteinn Tómasson hefur út vegað.
Í vor sendi hann þeim fræ af „Öddu“. Vallar-
fox grasreitirnir voru nú mjög kalnir. Kai Egede
taldi það e.t.v. stafa af mjög miklum þurrkum á
s.l. ári. Fallegustu reitirnir voru með Holt-vallar-
sveifgrasi og Beringspunti.
Þegar skoðun stöðvarinnar var lokið, var setzt að
veizluborði. Það var sú rausnarlegasta matarveizla,
sem við höfum setið og ekki legg ég í að telja upp
alla þá rétti sem fram voru bornir, en líklega hafa
það verið um 15 ket- og fiskréttir, auk ýmisskonar
meðlætis, sem fylgir. Kai Egede sagði þarna
sögu sauðfjárræktar á Grænlandi og frá starfinu
á tilraunastöðinni, en Jónas snaraði á íslenzku og
Ingvi Þorsteinsson sagði frá gróðurrannsóknum
og ráðunautsstarfi sínu þarna. Eftir að Jónas J.
hafði þakkað fyrir stórhöfðinglegar veitingar og
fræðslu, var aftur stigið á fleyið og látið vaða á
súðum inn að Hvalsey. Þar urðum við að fara í
land í smá léttabáti vegna þess að nökkvinn var of
djúpskreiður til að leggjast að hleinunum.
Það grípur mann einkennileg tilfinning, jafnvel
hálfgerð tómleikakennd, að ganga um garða þar
sem svo mikið hefur verið starfað um aldir. Eins
og í Görðum hafa hér verið unnin mikil stórvirki
í húsagerð, svo sem kirkjan og „veizluskálinn“
vitna um enn í dag. Það er sárt til þess að hugsa,
að Íslendingar skyldu verða svo lítilsmegnandi
og áhugalitlir að samskipti við þessar byggðir
skyldu leggjast niður og reyndar skömm að
því að kirkjuyfirvöld og kóngar í Danmörku og
Noregi skyldu alveg vanrækja þessi samskipti,
þegar þau voru ekki lengur ábatasamleg. Þó að
hungur og harðrétti „litlu ísaldar“ hafi fyrst og
fremst eytt þessu mannlífi, þá tel ég að árekstrar
við veiðimenn Inuita hafi orðið til að fullkomna
verkið. E.t.v. hafa tilraunir til brottflutnings einnig
átt nokkurn þátt í þessu.
Þótt annað kunni að virðast nú, hefur Hvalsey
verið í miðri sveit, þ.e. miðsvæðis á utanverðum
skaganum milli Eiríksfjarðar og Einarsfjarðar og
hægt að komast þangað á landi frá 10-12 bæjum,
ef miðað er við merktar rústir á landakorti.
– Lassi, vinur vor, á nú Hvalsey. Hann hefur
keypt eyðibýlið við voginn, skammt innan við
rústirnar og með því fylgir réttur til heyskapar
á fornu túnunum, en allt land á Grænlandi er
almenningseign og nýtingu verða aðeins settar
skorður með einhverskonar ítölu. Hér er í fyrsta
sinn í sögunni hafin kvikfjárrækt innan þess
ramma, sem gróðurrannsóknir telja hæfilegan,
eins og þeir Kai Egede og Ingvi Þorsteinsson
minntust á í hófinu í Uperniviarsuk.
Eftir skoðun rústanna gekk ég hátt upp í hlíðina
ásamt þeim Ingva og Jónasi og fl. Þarna er ótrúlega
gróskumikið haglendi að mestu vaxið heilgrösum,
blómjurtum og lágvöxnum víði. Það er ekki fyrr
en kemur innar í firðina, sem viður, birki og víðir,
verður hávaxinn. Lassi skrapp inn að býlinu sínu
ásamt félaga sínum á hrossum, sem voru á beit
við kirkjuna. Þegar hann var kominn, var aftur
stigið á skipsfjöl og skundað út til Júlianehaab.
Um kvöldið var setzt aftur að stórveizlu í Hotel
Nanok, en nú var mikil gestaþraut að ráða í það,
hvaða krásir voru á borðum, því að hér var enginn
til leiðsagnar. Um kvöldið fór ég að hripa niður
í dagbókina það sem gerzt hafði fyrstu dagana,
því að ég hafði ekkert skrifað síðan um kvöldið
þegar komið var til Nassarsuaq. Veður hafði farið
batnandi þegar leið á daginn. Hætt var að rigna
þegar við komum á tilraunastöðina og þoku létti
af fjöllum. Veðrið var kyrrt, enn sem fyrr, en sólar
naut ekki.
Sighvatur Arnórsson ásamt konu sinni Margréti Grünhagen.