Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 9
Litli-Bergþór 9
héldum pakkhúspartý hjá Oddnýju á Brautarhóli
og föndruðum með Arite Fricke myndlistarkenn-
ara í myndlistarstofunni í Bláskógaskóla í Reyk-
holti. Eftir áramót hittumst við í Aratungu eitt
kvöld í janúar, þar sem þær Herdís Friðriksdóttir
og Erla Þórdís Traustadóttir fræddu okkur um
fyrirtækin sín, sem tengjast ferðaþjónustu og svo
hittumst við á bókasafninu, þar sem við sögðum
frá uppáhaldsbókunum okkar og ræddum þær.
Sem dæmi um aðra viðburði má t.d.
nefna námskeiðið „Inngangur
að neyðarvörnum“ hjá Rauða
krossinum, sem þó nokkrar konur
mættu á í fyrravor og í vor ætlum
við að halda skyndihjálparnámskeið
fyrir félagskonur, einnig á vegum
Rauða krossins. Jólaball grunn- og
leikskólans, þar sem Kvenfélagið sér
um jólatréð, jólasveina o.fl. er árlegur
viðburður, að ógleymdum ýmsum
fundum og samstarfi við önnur
kvenfélög í SSK, Kvenfélagasamband
Íslands o.fl.
Síðastliðið haust bauð kvenfélagið
í fyrsta skipti upp á „standandi
veitingar“ í erfidrykkju í Aratungu,
að ósk aðstandenda. Fengin voru láns borð fyrir
þá athöfn, en í fram haldinu fjárfesti félagið í
20 nýjum standborðum með dúkum, fyrir
kr. 543.000, sem staðsett eru í Aratungu. Eins
var nýlega fjárfest í þremur stórum kaffi-
uppáhellingarkönnum og 20 nýjum hitakönnum,
sem einnig eru staðsettar í Aratungu.
Alls þáðu tæplega 3.500 manns kaffiveitingar
hjá okkur á árinu 2018. Í stærri erfidrykkjum í
Aratungu fengum við aðstoð við að bera stóla og
borð frá körlunum í Lionsklúbbnum Geysi og er
þeim þakkað kærlega fyrir það. Og eins þökkum
við þeim utanfélagskonum, sem gegnum tíðina
hafa bakað fyrir okkur þegar til þeirra hefur verið
leitað.
Fyrir ágóða af fjáröflun Kvenfélagsins voru
eftirtaldir styrkir veittir seinnipart árs 2018 og
fyrripart árs 2019: Keyptar voru 5 spjaldtölvur
fyrir Bláskógaskóla í Reykholti (kr.
284.072) til viðbótar við þær 10 sem
við gáfum grunnskólanum í fyrra.
Í Sjóðinn góða fóru kr. 200.000.
Samþykktur var styrkur til Aratungu
fyrir ¼ af kostnaði við nýja hurð
milli sala í Aratungu (kr 225.000). Við
tókum þátt í kaupum á lífsmarkamæli fyrir
heilsugæsluna á Selfossi í samvinnu við
önnur kvenfélög í Árnessýslu, (kr. 25.000),
styrktum ritunarsjóð SSK (um kr. 29.500)
auk annarra styrkja til samfélagsins, t.d. til
jólaballs, 17. júnínefndar, greiddur matur í
ferð eldriborgara og fleira.
Standborðin 20, hitakönnurnar, hrað-
suðu ketill o.fl. eru í eigu Kvenfélagsins.
Þessir hlutir eru staðsettir í Aratungu og
nýtast öðrum í samráði við Kvenfélagið og eru
því einnig til styrktar samfélaginu.
Við Kvenfélagskonur óskum lesendum Litla-
Bergþórs og Tungnamönnum öllum gleðilegs
sumars með þökk fyrir veturinn og fyrir allan
stuðning fyrr og síðar.
Agnes Geirdal formaður.
Fundir, viðburðir,
afmælisferð og námskeið
- allt í lagi -
en pakkhúspartý!!!
Bisk-verk ehf. s: 893 5391
Espiflöt ehf, Reykholti s. 486 8955
Ferðaþjón. Gullfoss, Brattholti s. 486 8979
Friðheimar, Reykholti s. 486 8815
Garðyrkjust. Kvistar Reykholti s. 694 7074
Gljásteinn ehf, Myrkholti s. 486 8757
Gullfosskaffi við Gullfoss s. 486 6500
Eftirtaldir styrkja útgáfu Litla-Bergþórs
Helgi Guðmundsson rafvirki s. 864 6960
Hótel Geysir, Haukadal s. 480 6800
JH-vinnuvélar / Brekkuheiði s. 892 7190
Miðhúsabúið, Miðhúsum s. 486 8640
Skjól-Camping, Kjóastöðum s. 899 4541
Úthlíð ferðaþjónusta s: 486 8770