Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 5
Litli-Bergþór 5 hana af. Eyrún Agnardóttir hætti störfum sem aðstoðarmatráður í mötuneytinu í Aratungu, en hún stefnir á að feta námsbrautina. Í hennar starf var ráðin Silvia Popescu. Eyrúnu er þakkað fyrir sín störf í mötuneytinu. Sigurjón Pétur Guðmundsson lét af störfum í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti eftir rúman áratug í starfi. Hann hefur verið mjög farsæll og vel liðinn starfsmaður og það er mikil eftirsjá í starfskröftum hans. Við starfi hans tók Skúli Sæland. Og síðast en ekki síst og að öðrum ólöstuðum var Ottó Eyfjörð Jónsson mikill hvalreki fyrir okkur og mikil gæfa að hafa notið starfskrafta hans þó það hefði verið draumur að hafa hann lengur. Hann starfar nú við umsjón fasteigna hjá orlofssjóði BHM. Við hans starfi tekur Björn Einarsson. Um leið og við óskum þessum frábæru starfsmönnum velfarnaðar á nýjum starfsvett- vangi, bjóðum við nýja starfsmenn velkomna til starfa. Framundan Í haust samþykkti sveitarstjórn metnaðarfulla fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Þó bygging leik- skólans taki mest til sín, má nefna að farið verður í miklar og fjárfrekar viðhaldsframkvæmdir. Til að mynda verður skipt um hluta af þaki grunnskólans í Reykholti og á sameiginlegri byggingu áhalda-, björgunarsveitar- og slökkvistöðvarinnar. Þessi upptalning er aðeins hluti af því sem ráðist verður í ásamt því að haldið verður áfram með gatnagerð og fráveitu þar sem frá var horfið. Bláskógaveita. Það sem er helst framundan hjá Bláskógaveitu er innleiðing fjarálestrarmæla. Segja má að hér sé um ákveðna byltingu að ræða í álestri hitaveitunnar, þar sem þessir nýju mælar gefa tækifæri á mun tíðari álestrum og meiri nákvæmni. Þá þarf ekki að fara inn í lagnarými húsa til að lesa af heldur er nóg að keyra um hverfið með sérstökum fjarálestrarbúnaði. Byrjað er að setja þessa mæla upp í Laugarási og stefnt er að því að klára að setja þá upp í haust. Endilega takið vel á móti Benna og hans starfsfólki þegar hann mætir með nýju mælana. Unnið er að því að innmæla allar lagnir kaldavatns- og hitaveitunnar og hefur Guðmundur Böðvarsson verið ráðinn til að halda utan um það. Sumarið verður síðan meðal annars nýtt í að sinna viðhaldi. Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri. Létu af störfum. f.v. Eyrún, Pétur og Ottó. Samningur við Frumherja um fjarálestrarmæla undirritaður. F.v.: Kristín Erla Einarsdóttir, Hallgrímur S. Hallgrímsson, Bjarni Daníelsson, Orri Hlöðversson, Helgi Kjartansson og Valtýr Valtýsson. Bilun í heitavatnslögn í Laugarási.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.