Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 52
52 Litli-Bergþór
Vonir um að byggja upp
Ekki held ég að á neinn sé hallað þegar því er haldið fram að Jóna Hansen hafi
unnið af mestum krafti og áhuga að því að Krossinn yrði endurbyggður. Hún gegndi
stöðu forstöðukonu í Krossinum nánast helming starfstíma hans og var allsstaðar
nálæg þar sem málefni hans voru rædd. Sérstök Laugarásnefnd fjallaði um framtíð
Krossins og þar voru ýmsar hugmyndir reifaðar, m.a. var sótt um leyfi til stofnunar
garðyrkjubýlis sem hluta af fyrirhugaðri starfsemi. Það voru lagðar fram teikningar
að nýbyggingum, landið skipulagt og sett fram drög að framkvæmdaáætlun, en svo
varð ekkert af framkvæmdum, líklega vegna þess að þeim fækkaði sem höfðu trú á
framtíð barnaheimilis, ekki vegna staðsetningarinnar, heldur fremur vegna kostnaðar
við uppbygginguna, breytingar á viðhorfum til barnauppeldis og þeirrar staðreyndar, að börnum á þeim
aldri sem þarna var um að ræða fækkaði. Þegar getnaðarvarnapillan kom á markað fækkaði fæðingum
hratt. Fæðingar á Íslandi höfðu náð hámarki 1960, þegar 4,3 börn fæddust að meðaltali á hverja konu, en
um 1970 var þetta hlutfall komið niður í um 3 börn, sem augljóslega má rekja til pillunnar að stærstum
hluta.
Starfsfólkið
Fyrsta forstöðukonan í Krossinum, sumarið 1952, var Ingibjörg Ingólfsdóttir frá Fjósatungu í
Fnjóskadal, næstu 4 árin gegndi Guðrún Ólafsdóttir frá Reykjarfirði í N.-Ísafjarðarsýslu starfinu, en
hún lést vorið 1957. Þá var ráðin til starfans kona, sem enn hefur ekki tekist að grafa upp nafnið á, en
hún varð að hætta fljótlega, af persónulegum ástæðum, en þá tók við Valgarð Runólfsson, síðar, meðal
annarra starfa, skólastjóri grunnskólans í Hveragerði, en hann var það sem kallað var eftirlitskennari
þetta sumar.
Frá 1958 til 1960 gegndi starfinu Major Svava Gísladóttir, en hún var major í Hjálpræðishernum.
Það var svo sumarið 1961 sem Jóna Ingibjörg Hansen var ráðin forstöðukona. Árið eftir fór hún í
námsleyfi til Bandaríkjanna, þar sem
hún kynnti sér starfsemi svipaðra
dvalarheimila fyrir börn. Að aðalstarfi
var hún grunnskólakennari stærstan
hluta starfsævinnar.
Sumarið sem Jóna var erlendis
gegndi Sólveig Hjörvar starfinu, en
hún var gift Þorsteini Eiríkssyni frá
Löngumýri.
Jóna kom svo aftur til starfa sumarið
1963 og var allt í öllu í Krossinum
þar til hún lét af störfum eftir
sumarið 1970. Síðasta sumarið sem
heimilið var starfrækt var Guðrún
Ingvarsdóttir forstöðukona, en hún
var frá Reykjahlíð á Skeiðum. Hún
var þá búin að starfa á heimilinu í tvö
sumur.
Fóstrurnar voru stúlkur á aldrinum frá 16 ára til um tvítugs. Þær voru upphaflega tvær sem sáu um
börnin í hverjum svefnskálanna fjögurra, en síðar var þeim fjölgað þannig að ein bættist við hvern
hóp. Þá voru starfsstúlkur í eldhúsi og þvottahúsi, en þar hefur líkast til verð nægur starfi. Það var
þarna vélamaður, í það minnsta þar til rafmagnið kom, en á daginn, þegar rafmagns var þörf, var keyrð
ljósavél. Ekki má gleyma vökukonunni, sem bar ábyrgð á börnunum á nóttunni.
Karlar voru aldrei fjölmenn starfsstétt í Krossinum. Fyrir utan þá sem sáu um vélbúnað, voru þeir sem
sinntu viðhaldi af ýmsu tagi, en þar komu að, meðal annars, þeir Ingólfur á Iðu og Hjalti Jakobsson og
vísast fleiri. Loks þarf að minnast á þá sem gegndu hlutverkinu „eftirlitskennari“, en fyrstu árin, í það
minnsta til 1960, var á hverju sumri einn karlmaður við störf, sem hafði meðal annars það hlutverk, að
sinna málum sem tengdust strákum sérstaklega, en þau gátu verið af ýmsum toga, eins og nærri má geta.
Fyrsta sumarið var eftirlitskennari Þórður Kristjánsson frá Suðureyri við Súgandafjörð. Hann var
Jóna Hansen.
Starfsfólkið 1959. (mynd Matthías Frímannsson).