Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 28
28 Litli-Bergþór Arnfríður Stefánsd., Patreksfirði, Gísli Árnason, Höfn Hornaf. Sigurbjörn Jóhannsson, Blöndugerði Hróarst. Grímur Ögmundsson, S-Reykjum, Guðm. Ingimarsson, Vegatungu Sighvatur Arnórsson, Miðhúsum, Margrét Grünhagen, Miðhúsum, Guðríður Jónsdóttir, Sámsstöðum. *Narsarsuaq hefur verið stafað á ýmsan hátt, t.d. Narssarssuaq, eins og á kortinu sem fylgir þessari grein. Orðið þýðir stóra sléttan á grænlensku. Mánudagur 22. júní Þegar vaknað var um morgun inn var tekið að létta til og sólin skein á mjallhvíta jakana á dimmbláum Eiríksfirði, en þó var enn þokuslæðingur í fjöllum. Þegar á daginn leið létti þokunni og veðrið var skínandi fagurt. Það fór vel um okkur á hótelinu um nóttina, en greinilega er það herskáli í upphafi og byggt úr steypueiningum. Við gengum upp í hlíðina fyrir morgun verð í morg- unblíðunni. Eft ir morgun- mat var nokk urt um stang við að útvega áfengis- skömmtunarmiða handa öllum þátttakendum og afhentum við Margrét okkar miða leiðsögumanninum honum Lassa, sem er einstaklega þægilegur og skýr piltur. Að svo búnu var stigið á skipsfjöl, þ.e. farþegabátinn „Polar Moon“ og siglt rakleitt yfir til Brattahlíðar. Þar hittum við fyrir Hans Christian Motzfeldt ásamt fleira fólki. (Hans Christian var á árunum 1967-1969 á Hólaskóla og var í verknámi heima á Miðhúsum). Var fyrst safnast saman við grunn Þjóðhildarkirkju og flutti Jónas fararstjóri okkar þar dálitla tölu um landnám norrænna manna á Grænlandi og um þessa fyrstu kirkju landsins. Einnig svaraði Motzfeldt gamli nokkrum spurningum um staðinn. Þá var gengið í kirkjuna þar rétt hjá og Gyða Bergþórsdóttir spilaði þar eitt lag, „Faðir andanna“ og „söfnuðurinn“ söng. Þaðan var gengið að bæjar- og kirkjurústunum og þær skoðaðar og loks farið í fjárrétt þar skammt frá og litið á nokkrar kindur. Ég hafði þar litla viðstöðu, en hraðaði mér heim til H.C. Motzfeldts, en Margrét var komin þangað á undan mér. Þar röbbuðum við saman yfir kaffibolla nokkra stund. Við færðum þeim myndabækur og tvo Narsarsuaq ... Parsarsúak, eða eitthvað. Kort af Eiríksfirði og nágrenni. Teiknaðar línur sýna ferðaleiðir, númer sýna gistinætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.