Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 55

Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 55
Litli-Bergþór 55 Hallabar? Þann 26. mars var opið hús í tilefni af opnun nýrrar aðstöðu eldri borgara í kjallara Bergholts. Þarna voru áður þrír bílskúrar sem þeir munu hafa átt, Sveinn á Drumboddsstöðum, Eiríkur í Miklaholti og Haukur Daðason. Þetta rými er um 63 m² og ætlunin er að vinna að frekari innréttingu þess í samráði við þau sem það munu nýta, en þarna er snyrting sem uppfyllir alla staðla og nokkurskonar eldhúskrókur svo hægt sé að hella upp á og skella í uppþvottavél. Haraldur Kristjánsson í Einiholti gaf 10 milljónir króna til þessa verks og var hann heiðraður af því tilefni með blómvendi, orðum og lófaklappi. Starfsemi á vegum Félags eldri borgara í Biskupstungum flyst nú í þetta rými til vors og síðan fær félagið einnig til afnota á ný það rými sem leikskólinn nýtir nú, þegar ný leikskólabygging verður tekin í notkun. Við þetta allt eru bundnar vonir um stóreflt starf félagsins frá og með næsta vetri, en ætlunin mun vera að ráða starfsmann í eitthvert tiltekið starfshlutfall til að aðstoða félagið eftir því sem þörf reynist á, svo sem skipulag af ýmsu tagi og þannig létta af stjórn félagsins ýmsu því sem hún hefur þurft að vasast í. Rætt var um mögulegt nafn á þessari nýju aðstöðu og það síðasta sem nefnt var þarna á staðnum var „Hallabar“. Ekki kom fram önnur tillaga sem virtist fá meiri stuðning. Það var jafnvel svo, að einhverj i r tjáðu áhuga, líklega í hálfkæringi, á að settur yrði upp bar í einu horninu og einn til tveir þjónar fengju það hlutverk að bera í gesti veigar og annað góðgæti. Fjöldi gesta sótti þennan viðburð og fór talsvert langt fram úr þeim væntingum sem skipuleggjendur höfðu haft um aðsókn. Ýmsir tóku til máls og fögnuðu þessari nýju aðstöðu, fóru með vísur, sögðu sögur eða lásu upp. Svo er bara að bretta upp ermar og kýla á stóreflingu félagsstarfs eldri borgara í Tungunum. PMS Oddviti afhendir Haraldi Kristjánssyni blómvönd. (mynd pms). Gestir í nýrri aðstöðu eldri borgara. (mynd pms). Fjölmenni var mætt. (mynd pms). Það er nú ekki skrallið á honum Halla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.