Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 25
Litli-Bergþór 25 600 manns lögðu leið sína í fjósið til að samfagna fjölskyldunni, enda full ástæða til. Byggingin er um 1550 fermetrar, lausagöngufjós með 140 básum fyrir mjólkurkýr og tveimur róbótum. Friðheimar. Mennta- og menningar málaráð- herra, Lilja Al freðs dóttir, afhenti þeim Helenu Hermundar dóttur og Knúti Rafni Ármann á Friðheimum, verðlaunin Menntasproti atvinnu- lífsins þ. 14. febrúar 2019. Er menntun og aðbúnaður starfsfólks allur til fyrirmyndar hjá þessu fjölskyldufyrirtæki, sem hefur vaxið ótrúlega hratt á síðustu árum. Fastir starfsmenn eru nú um 50. Um áramótin var tekin í notkun á Friðheimum 450 fm fjölnota hús með 180 fm milligólfi, sem þjónar sem vélaskemma, verkstæði og geymsla. En þar er líka hobby herbergi fyrir starfsfólk fyrirtækisins, með líkamsrækt, borðtennis og biljard. Húsið var keypt hjá Landstópa. Í Friðheimahjáleigu eru síðan í smíðum fjórar íbúðir fyrir starfsfólkið, til viðbótar þeim fimm sem þar voru fyrir. Lekinn í áhalda húsinu Vinna við þak áhalda- hússins varð til þess að mikið rigningar vatn tók að leka yfir það sem þar er innan dyra, meðal annars þau eintök af öllum tölu blöð- um Litla Berg- þórs sem þar voru geymd. Fulltrúar úr ritstjórn komu á staðinn og freistuðu þess að forða blöðunum úr þessum voða og þegar upp var staðið reyndist skaðinn minni en í fyrstu var talið. Þegar búið var að viðra nothæf blöð var þeim raðað snyrtilega í merktar safnmöppur, þannig að auðvelt er að finna blöð ef vantar. Nýr formaður FEB. Á aðalfundi Félags eldri borgara í Bisk ups - tungum fyrir skömmu, lét Guðni Lýðsson af for mennsku, en í hans stað tók Elín Sig geirsdóttir við em bættinu. Þau Svavar Sveinsson og Sigurbjörg Snorra- dóttir sitja áfram í stjórninni. Elín býr á Rima, sem er nýbýli neðan Reykjavalla. Hún er fædd og uppalin á Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi, lauk námi í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og starfaði sem forritari hjá ÍSAL og síðan sem gagnasafnsstjóri, lengst af hjá Skýrr, sem var afkomandi Skýrsluvéla ríkisins, en heitir nú Advania. Eiginmaður Elínar er Konráð Ásgrímsson, en hann er dóttursonur sr. Eiríks Þ. Stefánssonar og Sigurlaugar Erlendsdóttur. Sr. Eiríkur var prestur á Torfastöðum frá 1906 til 1955. Elín og Konráð byggðu sér hús á Rima 2006, en fluttu alfarið þangað 2012 þegar þau hættu að vera „útivinnandi“. Í Rima hafa þau unnið við að viðhalda jörðinni og á sama tíma haldið býflugur, hænur, gæsir, endur og kalkúna. Elín kveðst hlakka til að takast á við það nýja verkefni sem embætti formanns er. Margt sé Á ég heima í þessum hópi? Ég efast ... Helena og Knútur á Friðheimum taka við Menntasprota atvinnulífsins. Nothæf blöð Litla Bergþórs sorteruð eftir árgöngum. Búið að raða Litla Bergþóri í safnmöppur. Elín Sig geirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.