Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 45

Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 45
Litli-Bergþór 45 Undirbúningurinn hófst í nóvember með því að þorrablóts nefndin boðaði til hefðbundins spilakvölds og síðan þróaðist þetta og gerjaðist. Í nefnd inni voru þau Böðvar Þór Unnarsson, formaður, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Jakob Narfi Hjaltason og Guðrún Ólafsdóttir. Svo var samið og endurskoðað, tekið upp og klippt og „kastað“ í hlutverk og gengið eftir sumum, en aðrir meira en tilbúnir í hvað sem er, svona eins og gengur. Stærstur hluti þess skemmtiefnis sem fram var borið var tekið upp fyrirfram og síðan varpað á tjald, en samt þótti nauðsynlegt að flytja hluta atriðanna á staðnum. Þannig var þetta einnig nú og einhvernveginn má segja að það sé gaman að fá lifandi manneskjur á sviðið að einhverju leyti. Það vita þeir sem komið hafa að því að taka upp, klippa og setja saman heila skemmtidagskrá á myndrænu formi, að það verður ekki hrist fram úr erminni. Þarna lögðu ýmsir á sig ómælda vinnu sem ekki verður greitt fyrir nema með ánægjunni einni saman, sem eru nú bara ekki slæm laun. Þorrablót FEB Helgina eftir aðalþorrablótið, eða 1. febrúar, hélt Félag eldri borgara í Biskupstungum sitt þorra- blót, einnig í Aratungu, en troglaust. Þar svignuðu hinsvegar borð af allskyns þorragæti, sem síðan fyllti maga. Þetta þorrablót hefur verið að vinna sér sess og kann vel að veita hinu hefðbundna aukna sam- keppni. Það var vel við hæfi, að skemmtiatriðin frá helg inni áður voru endurflutt, bæði vegna þess að það er gaman að skemmta fólki og svo bara einfaldlega til að nýta betur þá vinnu sem hefur verið lögð í þau. Þetta ætti að gera að föstum lið í undirbúningi fyrir þorrablót framtíðarinnar. Salurinn í Aratungu undirbúinn. (mynd pms) Útfærslur ræddar: Loftur frá Iðu, Þórarinn Spóastöðum, Víglundur Höfða, Ingvi Spóastöðum og Ragnheiður Ljósalandi. (mynd pms) Dansatriði neglt. Gunnar, Ingvi, Víglundur, Guðmundur, Þórarinn. Loftur (að baki Ingva). (mynd pms)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.