Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 21
Litli-Bergþór 21 Barnasögur Gæludýrið mitt Tröllin Ég á nokkur gæludýr á heimilinu mínu, kött, kanínu og dúfur, einnig á ég húsdýr eins og hestinn minn, Hettublesu, kindina Hálfbrá og kvíguna Pæju, sem var að eignast kálf á laugardaginn, kálfurinn fékk nafnið Sveskja. Kötturinn minn er sjö ára gamall fress og heitir Krummi. Hann er kolsvartur eins og fuglinn Krummi, þannig fékk hann nafnið sitt. Krummi er algjör feitabolla, ósköp krúttlegur letihaugur en mjög góður veiðiköttur þegar honum hentar og þá er engin leti í gangi. Það þarf að gefa Krumma að borða einu sinni á dag, þó hann vilji og reyni að láta gefa sér eins oft og mögulegt er; vælir sársvangur á alla sem leið eiga framhjá og oft virkar það hjá honum. Glugginn hjá honum þarf alltaf að vera opinn svo að hann komist út að pissa og kúka, ef glugginn er lokaður verða slys og þá verður mamma ekki glöð. Honum finnst gott að láta klóra sér, velta og leika í sólinni. Krummi er ágætis köttur þó mamma sé lítið hrifin af honum og segir oft við hann FARÐU ÞARNA KÖTTUR þegar hann byrjar að nudda sér upp við hana, því hann er svo mikið svangur. Í næstu viku fáum við okkur eitt gæludýr til viðbótar, lítinn sætan hvolp. Þá verður sko fjör á heimilinu. ☺ Róbert Þór Bjarndal Ívarsson, 3. bekk. Ég heiti Móanna og á heima í stór- um og flottum helli. Það er fal legt um hverfi hjá hell inum. Það er fullt af fallegum blómum í kring. Ég elska blóm. Þau eru líka í öll um regnbogans litum. Svo eru líka falleg tré með blómum og grænum lauf um. Ég er lítið, skemmtilegt, fimm ára tröll og ég á þrjú systkini, stóra systur og tvo litla bræður, sem eru tvíburar. Svo á ég mömmu og pabba. Pabbi minn heitir Matthías og mamma mín Anna, systir mín heitir Lóa og bræður mínir Mói og Móri. Mér finnst gaman að leika við systkini mín og önnur tröllabörn. Einn góðan veðurdag var ég úti að leika. Þá rakst ég á mannastrák sem vissi ekki hvar hann var. Ég sagði honum að hann væri í tröllaheimi. Hann varð hræddur og hljóp heim. Daginn eftir kom hann aftur og vildi leika við mig. Við fórum í göngutúr í góða veðrinu og sáum stelpu sem var að skoða sig um. Við löbbuðum til hennar og ég var viss um að hún yrði ofsalega hrædd við mig. En hún varð ekkert hrædd heldur varð hún forvitin, hana langaði að leika við okkur. Við þrjú urðum bestu vinir og lékum oft saman í fallega fjallinu mínu. Anna Karen Bjarndal Ívarsdóttir, 4. bekk. ETHNIC SNAKES COLLECTIOn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.