Litli Bergþór - mai 2019, Síða 10

Litli Bergþór - mai 2019, Síða 10
10 Litli-Bergþór Fréttir úr skólanum Bláskógaskóli Reykholti Í samfélagi skólans þarf að takast á við ýmiskonar verkefni, þau eru misskemmtileg og miserfið, en við erum mjög stolt af því faglega starfi sem hér fer fram. Við mætum góðu andrúmslofti og glaðlegum börnum alla daga. Samstarf við foreldra er til fyrirmyndar og einhugur um að stefna að sama marki, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Fyrir það ber að þakka. Skóli er flókið samfélag og mikilvægt að við stöndum öll saman að velferð hans. Við Hreinn störfum eftir hugmyndafræði lærdómssamfélagsins. Hún hverfist um þá sýn að sameinuð og jöfn séum við sterkari og hæfari en hvert í sínu lagi, til þess að skapa umhverfi sem eykur námsárangur nemenda. Breytingar á stofnunum sem eru íhaldssamar í eðli sínu, líkt og skólar, taka langan tíma og gerast hvergi án átaka. Opinskáar umræður og hreinskiptin samskipti eru kjölfestan í starfi að breytingum. Gagnrýni á skoðanir er ekki gagnrýni á persónu viðkomandi eða frammistöðu. Enginn er góður í öllu – allir eru góðir í einhverju. Ýmislegt hefur drifið á dagana þessa önn. Við tók um þátt í Verksmiðjunni sem er nýsköpunar- keppni ungs fólks í 8.-10. bekk. Við getum stolt sagt frá því að þar eigum við einn fulltrúa frá skól anum, Matthías Jens Ármann, sem er kominn í topp 10 úrslitin. Agla Snorradóttir sá um kennsl una hér í skólanum og svo höfum við fengið aðstoð frá FabLab á Selfossi. Það var val nemenda að taka þátt, en þátttakan var mjög góð og skemmti legar hugmyndir voru sendar inn í keppn ina. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin fyrir nemendur á unglingastigi og munum við klárlega halda áfram að taka þátt ef framhald verður. Þemadagar voru haldnir 25. – 29. mars. Þemað að þessu sinni var „samfélagið í gamla daga“. Við skiptum öllum skólanum upp í þrjá aldursblandaða hópa, hver hópur vann verkefni út frá samfélaginu á sínum tíma. Tímabilin sem unnið var út frá voru: ● 1920-1940 ● 1950-1970 ● 1980-2000 Starfsfólk á öskudegi. Aftari röð f.v.: Kathrina Andersen, Auður Ólafsdóttir, Áslaug Alda Þórarinsdóttir og Ásta Rún Jónsdóttir. Fremri röð f.v.: Lára Bergljót Jónsdóttir, Freydís Örylgsdóttir, Arite Fricke, Hekla Hrönn Pálsdóttir og Anna Maria Marcinkowska. Verðlaun fyrir búninga á öskudag: 1. Katla Helgadóttir, 2. Anton Valur Karlsson og María Valgerður Karlsdóttir, 3. Tómas Ingi Ármann.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.