Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 8
Oddný G. Harðardóttir: Spila Heims um ból á píanóið og hinir syngja með Jólabíómyndin sem kemur þér í jóla- skap? Þegar að trölli stal jólunum. Boð- skapurinn er svo dá- samlegur um hvernig ill meðferð á börnum hefur slæm áhrif og að hið góða sigri að lokum. Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir? Við Ei- ríkur sendum enn jólakort. Gerðum það um síðustu jól eins og áður en fengum mun færri jólakort í fyrra en áður. Ég held að Facebook eða rafræn kort séu nánast að taka yfir í þessum efnum. Ertu vanaföst um jólin, er eitt- hvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Við fjölskyldan erum mjög vanaföst um jólin. Við erum alltaf með sama jólamatinn. Eftir matinn og uppvaskið spila ég Heims um ból á píanóið og hinir syngja með. Síðan er jólaguðspjallið lesið áður en lesið er á pakkana. Alltaf sama rútínan ár eftir ár. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Þær eru svo margar eftirminnilegar og góðar en ég gleðst alltaf jafn mikið ef ég fæ góða bók í jólagjöf. Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Eftirminnilegast er hvað mér leið alltaf vel þegar mamma var búin að skreyta Björkina. Mér fannst svo notalegt að sitja í stofunni með öll ljós slökkt önnur en jólaljósin og sætan kökuilm í loftinu. Hvað er í matinn á aðfangadag? Svínakótilettur með raspi, brún- uðum kartöflum, sveppasósu og öllu tilheyrandi. Hvenær finnst þér jólin vera komin? Þegar kirkjuklukk- urnar hringja inn jólin á Rás1. Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Ég hef ekki verið erlendis um jólin. Ég vil vera heima á jólunum og vona að ég þurfi aldrei að halda jóla annars staðar en heima hjá mér. Áttu þér uppáhaldsjólaskraut? Já – uppáhaldsjólaskrautið er það sem stelpurnar mínar bjuggu til þegar þær voru á leikskólanum Gefnarborg í Garði. Það hefur staðist tímans tönn og skreytir Björkina núna eins og fyrir 30 árum. Hvernig verð þú jóladegi? Á meðan tengdamamma var á lífi borðaði fjölskyldan hans Eiríks saman á jóladag. Nú er þetta ekki í föstum skorðum þó við förum oftast í jólamessuna á jóladag. Við erum þó alltaf fram á nótt á þeim degi, annað hvort borðspil eða bridge. Það fer eftir því hversu margir vilja vera með. Jólatrésskemmtun í Garði 28. desember Kvenfélagið Gefn heldur sína ár- legu jólatrésskemmtun í Miðgarði Gerðaskóla í Garði laugardaginn 28. desember nk. frá kl. 15:00 til 17:00. Nú eins og ævinlega ætlum við að dansa í kringum jólatréð við fjöruga tónlist og söng og njóta veitinga í boði kvenfélagskvenna. Að venju kemur jólasveinninn í heim- sókn með glaðning í poka handa kátum krökkum. Allir hjartanlega velkomnir. ATH! Ókeypis aðgangur. Með jólakveðju frá kvenfélaginu Gefn. Vertu Memm farið að skila árangri Verkefnið Vertu Memm, sem hefur staðið yfir undanfarið ár og miðar að því að fjölga erlendum börnum í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykja- nesbæ, er farið að skila árangri m.a. í aukinni nýtingu erlendra íbúa á hvatagreiðslum. Þetta kom fram í kynningu íþrótta- og tómstunda- fulltrúa á verkefninu á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- nesbæjar. Í janúar munu grunnskólar verða heimsóttir en þá munu íþróttir og tómstundir verða kynntar og Maciek Baginski og Filoretta Osmani munu segja frá hvað íþróttir hafi gert fyrir þau. Keflavík, íþrótta- og ungmenna- félag og UMFN munu bjóða börnum að prófa að æfa í einn mánuð ókeypis. HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTUR YFIR JÓL OG ÁRAMÓT Í KEFLAVÍKURKIRKJU AÐFANGADAGUR 24. DESEMBER Kl. 16:00 Jólin allsstaðar Helgileikur og söngur Barnakórs Keflavíkurkirkju við hátíðarstundu Kl. 18:00 Aftansöngur Kl. 23:30 Nóttin var sú ágæt ein Jóhann Smári Sævarsson syngur við miðnæturstund í kirkjunni JÓLADAGUR 25. DESEMBER Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta Helgistundir á stofnunum á jóladag: Kl. 15:00 Helgistund á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum Kl. 15:30 Helgistund á hjúkrunarheimilinu Hlévangi GAMLÁRSDAGUR 31. DESEMBER Kl. 16:00 Hátíðarguðsþjónusta NÝÁRSDAGUR 1. JANÚAR Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, flytur hátíðarræðu Kór Keflavíkurkirkju syngur við allar hátíðarguðsþjónustur og helgistundir á stofnunum undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar organista. Sr. Fritz Már og sr. Erla þjóna ásamt messuþjónum. lindex.is Opnunartími um jólin í Lindex, Krossmóa 18. des 10 - 20 19. des 10 - 22 20. des 10 - 22 21. des 10 - 22 22. des 10 - 22 23. des 10 - 23 24. des 10 - 13 8 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.