Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Qupperneq 40

Víkurfréttir - 19.12.2019, Qupperneq 40
Allir þurfa að ganga sína píslargöngu – sorg og gleði um jól Stærsta hátíð ársins er að ganga í garð, hátíð ljóss og friðar. Hátíð sem felur í sér gleði og eftirvæntingu. Við sem höfum misst ástvin á árinu finnum að jólagleðin er lituð af sorg. Þær jólahefðir sem fjölskyldan hafði til- einkað sér í gegnum árin brotna við missinn og við þurfum að fóta okkur upp á nýtt. Hefðirnar koma með fólkinu sem skapar þær, síendur- tekin athöfn ár eftir ár. Þegar sorgin knýr dyra þá getur jólahefðin einnig breyst. Þetta finnur maður þegar jólin nálgast, þegar sá sem hafði til dæmis það hlutverk að bera út jólakort, elda jólamatinn eða fara með jólapakka í hús ættingja er ekki lengur á meðal okkar. Þegar ákveðinn aðili sem sat við veisluborðið er farinn og auður stóll er til vitnis um það. Þá litar sorg jólahefðina. Hvernig eigum við að takast á við sorgina um jól? Séra Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, gaf blaðakonu Víkurfrétta ljúfa stund þar sem þessi mál voru rædd, jólahald í skugga sorgarinnar. Skólabörn í heimsókn á aðventu Við Elínborg hittumst daginn eftir storminn og það er ekki laust við að það sé kalt í stórri kirkju þeirra Grindvíkinga, þar sem við ákváðum að hittast. Kirkja sem reist var af myndarskap árið 1982. Kirkja sem líkist stóru skipi og risastór altaris- tafla blasir við þegar komið er inn. Mósaikmynd, nákvæm eftirmynd altaristöflunnar sem var í litlu gömlu kirkjunni í Grindavík en upprunalega myndin er eftir Ásgrím Jónsson, sem þýsku bræðurnir Ludovikus og Fritz Oidtmann unnu eftir og bjuggu til mósaíkmynd sem prýðir altari þess- arar kirkju. Séra Elínborg tekur hlýlega á móti blaðakonu og býður til skrifstofu sinnar. Á leiðinni þangað inn seg- ist hún vera að fá leikskólabörn og grunnskólabörn í heimsókn í vikunni. „Við ætlum að fjalla um jólin og fæðingu Jesú, þetta verður á menn- ingarlegum nótum. Ég hlakka til að sjá þau og veit að við eigum notalega stund saman í kirkjunni og syngjum mikið. Það er alltaf gaman að fá börn í kirkjuna því jólin eru tími barnanna,“ segir Elínborg með hlýju. Sorg og jólahald Við setjumst niður og hefjum spjallið sem snýr að sorg og þeirri gleðihá- tíð sem er að ganga í garð, hvernig við getum hjálpað okkur sjálfum í gegnum þessa hátíð sem er jafnvel fyrsta stóra hátíðin eftir andlát ætt- ingja eða góðs vinar. Á hátíðarstundu finnum við oft mikið fyrir nístandi sorg í hjarta. „Ég hef lært að vinna með syrgjendum og lært mikið af þeim. Oftast býð ég þeim sem hafa misst ástvin á árinu að við hittumst og eigum samtal hvað er gott að hafa í huga og hverju má búast við um aðventu og á jólahátíð. Á þessum árstíma ganga flestir inn í gleðitíma aðventu og jóla þegar við erum að bíða eftir fæðingarhátíð frelsarans. Þetta sem á að vera tími gleðinnar er það ekki endilega hjá þeim sem hafa misst og missirinn verður jafnvel enn sárari á þessum tíma því syrgjandinn finnur ekki þessa jólagleði innra með sér. Það vantar ákveðna manneskju í hópinn, kannski þann sem sá um að fara með jólapakkana til hinna. Það vantar einn við veisluborðið. Það vekur að sjálf- sögðu upp tregablandnar tilfinningar. Þá er mikilvægt að vera þolinmóður við sjálfan sig og horfast í augu við lífið eins og það er, leyfa okkur að finna til, ekki forðast að finna til því það er partur af því að gróa. Að finna til og orða tilfinningar sínar hjálpar okkur að vinna úr sorginni og þann- ig gróa sárin. Það er nauðsynlegt að staldra við þegar við finnum sorg- ina banka á dyr, ekki hlaupa undan henni hversu sár sem hún kann að vera heldur leyfa sorginni að fara í gegnum líkama og sál. Þetta hjálpar okkur að finna gleði á ný þegar við leyfum okkur að upplifa sorgina sem fylgir ástvinamissi. Á jólum er svo margt sem getur minnt á ástvin sem er horfinn á braut. Þá er að leyfa þessum minningum að flæða fram, ekki loka á þær. Þegar við göngum í gegnum sorgar- ferli þá getur sorgin allt í einu hitt okkur á óvæntri stundu. Stundum er samfélagið ekki þolinmótt við syrgj- endur og ætlast jafnvel til að fólk sé búið að jafna sig eftir hálft ár. Það er einstaklingsbundið hvað sorgarferlið er langt hjá okkur. Að lokum grær sárið en örið verður eftir og minnir okkur alltaf á missinn. Þetta ber að virða og sýna fólki aðgát og stuðn- ing. Sérstaklega á hátíðum þegar fjölskyldur sameinast, að vera góð hvert við annað, minnast hins látna jafnvel með kertaljósi og upprifjun á fallegum minningum, það getur hjálpað,“ segir Elínborg. Gleðin má vera með í sorgarferli „Sumir halda að maður megi ekki vera glaður í sorgarferli en það er alls ekki svo. Auðvitað getum við verið glöð í gegnum sorgarferlið og mikilvægt að minna okkur á það. Við getum lifað með sorginni án þess að hún liti líf okkar af drunga og depurð. Við varð- veitum minningu hins látna best með því að horfast í augu við það að lífið heldur áfram hér og að við þurfum að halda áfram með þeim sem eftir lifa. Við lifum áfram með því fólki sem er í kringum okkur. Það er líka gott að hugsa það þannig, að horfa á það sem við höfum hér og nú, að varð- veita minningar sem ylja okkur um hinn látna. Leyfa okkur að kalla fram fallegar minningar. Þá getur verið gott að skoða gamlar ljósmyndir af hinum látna, setjast niður og fara í gegnum myndaal- búmin og rifja upp sögurnar sem tengjast ljósmyndunum. Það er saga á bak við hverja ljósmynd. Þetta hjálpar mörgum. Þetta er partur af sorgar- ferlinu, að leyfa sér að minnast góðra jafnt sem erfiðra tíma með hinum látna. Það er einnig sniðugt að setjast niður með eldri móður eða föður og skoða saman albúmið, rifja upp saman og þá verður til þetta spjall og kemur fram þessi saga sem gaman er að Mar ta Eiríksdóttir marta@vf.is VIÐTAL KALKA OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Að öðru leyti verður opið eins og venjulega. Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða! Berghólabraut 7 // 230 Reykjanesbær // sími 421 8010 // netfang kalka@kalka.is // www.kalka.is 40 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.