Víkurfréttir - 19.12.2019, Side 44
Kveðja til Suður-
nesjamanna
Það er til siðs á þessum árstíma að líta um öxl og
rifja upp liðið ár. Fyrir mig sem þingmann Suður-
kjördæmis hefur árið verið bæði gjöfult og gott.
Á árinu standa ferðir um kjördæmið
upp úr. Ég hef kappkostað að fræðast
um og kynna mér hið víðfeðma Suður-
kjördæmi og er svo lánsamur að hafa
fengið að kynnast afreksmönnum
á ýmsum sviðum hins sunnlenska
samfélags. Þannig hef ég heimsótt
bændur sem stunda ólíkan búskap
við ýmis konar aðstæður og hitt sjó-
menn sem stunda allra handa veiðar.
Ég hef kynnt mér fyrirtækjarekstur af
öllum stærðum og gerðum og komið
við í opinberum stofnunum um allt
kjördæmið sem gegna mikilvægu hlut-
verki, hver á sínu sviði.
Álögur á fyrirtæki of háar
Mér er fullljóst hversu harðgerðir og
einbeittir íbúar Suðurkjördæmis eru.
Lítil fyrirtæki blómstra sem aldrei
fyrr sem kostar mikið harðfylgi og
dug þeirra sem koma þeim á koppinn,
eins og þeir þekkja sem hafa komið
nálægt atvinnurekstri.
Álögur á fyrirtæki eru of háar á Ís-
landi. Flækjur í hinu opinbera kerfi
taka of mikinn tíma og orku þeirra
sem standa í rekstri fyrirtækja. Þessu
þarf að breyta, lækka þarf trygginga-
gjald til muna og gera mönnum auð-
veldara að reka sín litlu fyrirtæki svo
þeir geti ráðið til sín fleira starfsfólk,
gert betur við það í launum og ráðist
í fjárfestingar til að hagræða í rekstri.
Á Suðurnesjum hefur á undanförnum
árum orðið fordæmalaus fjölgun íbúa.
Mörg undanfarin ár hafa Suðurnes
borið höfuð og herðar yfir önnur
landsvæði hvað aukningu íbúafjölda
varðar. Því ber að fagna en um leið
gerir aukinn íbúafjöldi meiri kröfur
til þeirra sem sveitarfélögum stýra
sem og ríkisvaldinu. Hin mikla mann-
fjölgun kallar á aukna þjónustu á
öllum sviðum samfélagsins.
Samgöngur og ýmis þjónusta á
Suðurnesjum
Fjölgun íbúa kallar á betri og öruggari
samgöngur við höfuðborgarsvæðið og
þar er tvöföldun Reykjanesbrautar til
Hafnarfjarðar mikilvægt atriði, ekki
bara fyrir íbúa svæðisins heldur alla
þá ferðamenn sem fara í gegnum eina
alþjóðaflugvöll landsins.
Heilbrigðisþjónusta þarf að vera eins
góð og best gerist. Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja sem hefur þjónað íbúum
landshlutarins frá 1954 og hefur
reynst burðarás. Þjónustuna þar þarf
að auka og þar með minnka álagið á
Landspítalanum. Í þessu felst hagur
fyrir Suðurnesjamenn og höfuð-
borgarbúa. Þessi mikilvægu atriði
í samgöngu- og heilbrigðismálum
eru nauðsynleg öryggisatriði fyrir
íbúa svæðisins.
Lögregluna þarf að efla um land allt
en ekki síst í Suðurkjördæmi þar sem
flestir ferðamenn stinga niður fæti
og þar sem landamærin eru í raun.
Löggæslumenn í landshlutanum
vinna gríðarlega gott starf við erf-
iðar aðstæður. Umferðaróhöpp eru
of mörg og efla þarf umferðaröryggi
með öllum ráðum.
Ég óska lesendum gleðilegrar hátíðar
og farsældar á komandi ári.
Karl Gauti Hjaltason
þingmaður Miðflokksins
í Suðurkjördæmi
Aðventuhugleiðingar
Nú er aðventan gengin í garð,
jólaljós og kransar komin í flesta
glugga og jólasöngvar óma á öldum
hljóðvakanna. Eftirvænting og
gleði skín úr augum og andlitum
barnanna sem bíða eftir jólunum.
Hinir fullorðnu eru á fullu við þrif,
bakstur og skreytingar svo helgi-
haldið megi verða sem hátíðlegast.
Þótt desember sé annasamur mán-
uður, þar sem allir eru að reyna að
leggja sig fram við að gera um-
hverfið sem notalegast fyrir sig
og sína, skulum við jafnframt hafa
hugfast að margir eiga líka um sárt
að binda í jólamánuðinum. Sorgin
knýr víða dyra. Þeir sem missa ást-
vin eða ganga gegnum sorgarferli
upplifa ekki þá sömu gleði og til-
hlökkun á aðventunni sem flestir
fá notið. Fyrir þá er tíminn erfiður
og vanlíðan í sumum tilfellum ein
sterkasta tilfinningin þótt flestir
reyni að bera sig vel og ekki á borð
fyrir aðra. Gagnvart einstaklingum
í sorg skipta samskipti, ræktarsemi
og tillitsemi afar miklu máli, einn-
ig hvernig við orðum hlutina og
komum fram hvert við annað í dag-
legum samskiptum.
Um þessar mundir verður mér jafn-
framt hugsað til þeirra sem minna
hafa á milli handanna til að standa
straum af öllum þeim kostnaði sem
fylgir innkaupum fyrir jólin. Við
þurfum að sýna hvert öðru nær-
gætni og vinarþel í verki á þessum
tíma. Falleg orð, hlýtt faðmlag eða
einlægt bros getur skipt öllu máli
fyrir þá sem eiga um sárt að binda.
Höfum einnig í huga að aðgát skal
höfð í nærveru sálar og eitt bros
getur dimmu í dagsljós breytt. Þessi
orð eiga alltaf við á öllum tíma árs-
ins. Mikilvægast er að njóta sam-
vistanna með hvert öðru, vera til
staðar hér og nú, lifa og njóta hvort
sem er í vinnu eða með fjölskyldu
og vinum. Gleðilega hátíð.
Þuríður I. Elísdóttir,
forstöðumaður
Hrafnistu heimilanna
í Reykjanesbæ
Er nýja heimilið þitt
á Ásbrú kannski hjá okkur?
Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is
Enginn vinningur?
Þú átt enn möguleika! Skilaðu miðanum í kassa í næstu Nettó-verslun
á Suðurnesjum. Næsti útdráttur er á Þorláksmessu kl. 18:00.
Skafmiðaleikur Víku
rfrétta og verslana á
Suðurnesjum
Jólaluk
ka
2019
Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum
Jólalukka
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár.
Við sendum okkar bestu óskir
um gleðilega jólahátíð og
þökkum árið sem er að líða.
44 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.