Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 31
Veit ekki hvernig hann fór að þessu Í viðtalinu á Garðskaga í haust var viðtalið frá 1989 rifjað upp og fyrir- sögnin borin undir Sigurð þar sem sagði að hann væri guðfaðir knatt- spyrnunnar í Garði. „Ég veit það ekki,.“sagði Sigurður og brosti. Hann sagði að eftir að knatt- spyrnufélagið Víðir var endurreist árið 1967 og Sigurður var kosinn for- maður hafi honum fundist það skylda sín að koma starfi í gang í öllum flokkum. „Einhvern veginn lenti ég inni í þessu. Ef þjálfarar mættu ekki þá hringdu þeir í mig og báðu mig að stjórna æfingunni. Þannig varð þetta til. Ég var að þjálfa mikið og ég veit ekki hvernig ég fór að þessu og upp úr 1974 þá bættist hreppsnefndin við. Þetta var svoldið mikið en það er konan mín sem lét þetta ganga, hún var svo þolinmóð,.“segir Sigurður. Sigurður tók þátt í gullaldarárum knattspyrnunnar í Garði. Hann var liðsstjóri þegar Víðismenn komust fyrst í efstu deild og hann tók þátt í þjálfun strákanna í gullaldarliðinu þegar þeir voru í yngri flokkum Víðis á sínum tíma. Árangur Víðis varð ekki til úr engu Sigurður blæs á það þegar sagt er að strákarnir í gullaldarliði Víðis hafi ekki verið í yngri flokkum í Garði. Það er alls ekki rétt og Sigurður segir að þetta Víðislið hafi ekki orðið til úr engu. Árangur Víðis hafi verið starf margra. Hann segir strákana í Víði hafi verið samstilltur hópur sem náði alla leið. Standandi á gamla vellinum á Garð- skaga rifjar Sigurður það upp með blaðamanni hversu stór stund það hafi verið þegar Víðismenn náðu þeim frábæra árangri að komast í efstu deild. „Þetta var alveg rosalega gaman og allt upp frá því,.“segir Sigurður en Víðisliðið var allt byggt upp á heima- mönnum, sem var alls ekki algengt með lið á þessum tíma sem léku í efstu deild.“ Í viðtalinu fyrir 30 árum sagði Sigurður að vera Víðis í efstu deild hafði mjög góð áhrif fyrir byggðar- lagið. Garðurinn hafi verið með öllu óþekktur t.d. hjá fólki af höfuðborgar- svæðinu þar til Víðir fór að láta að sér kveða í knattspyrnunni. „En félagið varð ekki til á einni nóttu. Strákarnir sem nú eru í eldlínunni hafa í gegnum tíðina alltaf leikið saman og oft komist í úrslit í sínum flokkum. Við það að félagið náði þetta langt komu fleiri til starfa hjá félaginu og lögðu á sig mikla vinnu fyrir það, sem verður seint þakkað,.“sagði Sigurður þá. Spurður um knattspyrnuna í dag segist Sigurður ekki vita hvernig þetta eigi eftir að fara. „Þegar ég var að þjálfa í gamla daga voru að mæta 20-25 krakkar á æfingu. Nú þykir gott að ná 15 á sameiginlega æfingu hjá Garði og Sandgerði.“ Hann segir stöðuna í fótboltanum á Suðurnesjum alls ekki góða og það að ekkert lið sé í efstu deild frá Suðurnesjum sé alls ekki gott. Sigurður segist ennþá fylgjast vel með fótboltanum þó svo hann fari alls ekki á alla leiki Víðis eins og áður. Byrjaði átján ára á síldarplani á Raufarhöfn Af gamla fótboltavellinum á Garð- skaga var farið á rafverkstæð SI RAF við Iðngarða í Garði. Þar er fyrsta spurningin hvernig hafi staðið á því að Sigurður hafi farið að læra raf- virkjun. Sigurður segir að átján ára gamall hafi hann starfað á síldarplani á Raufarhöfn eitt sumar. „Ég lenti í því þar að hjálpa rafvirkjum frá Sel- fossi sem voru að vinna þarna. Þegar það voru einhverjar skemmtanir þá þurfti einhver að leysa af en það var lítil ljósavél keyrð þarna fyrir planið því þarna voru vatnsdælur og annað sem þurfti að ganga. Og þar sem ég var reglumaður var ég fenginn til að vera þarna og þannig varð upphafið. Ég byrjaði svo árið 1960 að vinna hjá Sigurði H. Guðmundssyni í Ljós- boganum og lærði hjá honum. Ég tók sveinsprófið árið 1964 og þetta er búið að vera aðalstarfið síðan. Ég ætlaði mér svo alltaf að verða rafverktaki, því þá var enginn starfandi rafvirki í Garðinum.“ Sigurður segir að á þessum árum sem hann hefur starfað við rafvirkjun hafi orðið gríðarlegar breytingar. Það sem var þá sé ekkert í líkingu við það sem er í dag og tæknin í dag sé þannig að Sigurður segist ekki ná að fylgjast með henni lengur. Ekkert markmið að hætta að vinna Sigurður er nýlega orðinn 78 ára gamall og er enn að vinna. - Þú átt að vera löngu hættur að vinna. „Þeir segja það. Ég ætla ekkert að hætt að vinna. Það er ekkert markmið hjá mér, ég ætla að vera hérna á meðan hausinn er í lagi. Ég er alltaf kominn hér korter fyrir sjö á morgnana og yfirleitt síðastur heim. Þetta er bara vani og á meðan maður á þetta og er engum háður þá verð ég hérna. Þetta er bara hluti af lífinu.“ Sigurður segir að menn eigi að fá að vinna eins lengi og þeir vilja. Hann sé óhræddur við að taka menn til vinnu þó svo þeir séu farnir að nálgast ellilífeyrisaldurinn. Hann segir að menn eigi að ráða því hvenær þeir vilja hætta eftir 67 ára aldurinn. Sigurður Ingvarsson fagnaði því á haustmánuðum að hann hafði verið 50 ár í rekstri. Áður rak hann Raf- lagnavinnustofu Sigurðar Ingvars- sonar heima í bílskúr. Síðar var byggt yfir starfsemina við Heiðartún. Fyrir nokkrum árum komu svo dætur og tengdasynir Sigurðar og Kristínar inn í reksturinn þegar hann var gerður að einkahlutafélagi og starfsstöð fyrir- tækisins var flutt í húsnæði við Iðn- garða við innkomuna í Garðinn. Hann segir reksturinn alla tíð hafa gengið vel. Þá segist hann aðeins einu sinni á ferlinum hafa fengið bréf frá lög- fræðingi. Auk raflagnaþjónustu þá rak fyrirtækið verslun í Garðinum og svo einnig í Keflavík þar sem verslað var FRAMHALD Í NÆSTU OPNU Gamli fótboltavöllurinn á Garðskaga er ennþá notaður áratugum eftir að þar var fyrst leikin knattsyrna. Þarna hófst gullöld Víðismanna. Garðsvöllur í byrjun nóvember. Byggðin í Garði í baksýn. Við heimili Sigurðar Ingvarsonar og Kristínar Guðmundsdóttur við Sunnubraut í Garði. Þarna eru þau á tali við Pál Ketilsson fréttamann í þættinum Suður með sjó, sem Víkurfréttir framleiða. Gullöld fótboltans í Garðinum hófst á Garðskaga árið 1984 þegar Víðismenn tryggðu sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti. Þarna var Sigurður Ingvarsson (þriðji t.h. í efri röð) liðsstjóri Víðismanna. 31MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.