Víkurfréttir - 19.12.2019, Síða 15
Oakley-hjálmar,
margar gerðir og litir,
verð frá kr. 20.900
RB3025 kr. 16.900
Litir: 001/51, G 15 L0205
Oakley-skíðagleraugu,
margar gerðir,
verð frá kr. 7.900
Tilvalið í jólapakkann
En þið þurfið að ná Grind-
víkingum aftur upp í efstu deild.
Hvað finnst þér um hugmyndina
að sameina einhver lið hér á
Suðurnesjum?
„Ég er eiginlega ekkert rosalega
spenntur fyrir því. Við náttúru-
lega elskum að vinna Keflavík og
það ýtir okkur áfram. Þeir örugg-
lega elska það að vinna okkur líka.
Ég held að það sem við þyrftum
að gera væri að vera í meira sam-
starfi með leikmenn í þessum
efstu liðum, láta vera aðeins meira
flæði.“
Þú ert líka í myndlist. Hvernig í
ósköpunum ferðu að þessu öllu
saman?
„Ég bara veit það ekki. Ég var svona
týpískur krakki sem var alltaf að
teikna og lita en ég sá enga
framtíð í því, komandi af sjó-
mönnum. Ég sá það ekki fyrir
mér að þetta væri eitthvað
sem hægt væri að vinna við. Ég
byrjaði svo aðeins í þessu, mál-
aði mynd og setti á Facebook
sem var þá töluvert nýlegt árið
2009. Ég fékk þá einhver „læk“
og komment. Þau voru fimm
talsins og ég átti tvö af þeim en
mér fannst það mjög hvetjandi
samt sem áður. Þarna sá ég að ég
gæti málað og komið því á fram-
færi þar. Það var svolítið hvetjandi.
Ég sá þar tækifæri og hef verið að
selja eitthvað af myndum.“
Ég myndi samt ekki segja að ég
gæti eitthvað lifað á því en svona
með. Ég er að þjálfa, spila á gítar-
inn og svo hef ég þetta svona með,
sel eina og eina mynd.“
Hvar sækir þú hugmyndir í
myndir og tónlist? Upplifir þú
Reykjanesið og Suðurnesin sem
myndefni?
„Já, algjörlega. Reykjanesið er falin
perla. Við föttum oft ekki alveg
hversu mikil fegurð þetta er. Þetta
er eitthvað sérstakt. Það er einhver
fegurð í hrauninu.“
Stíllinn í málverkunum þínum
er sérstakur. Maður gæti haldið
að þetta væri ljósmynd. Hvernig
ferðu að þessu?
„Ég nota rosa mikið símann. Ég
geng mikið um Reykjanesið og er
áhugamaður um fjallgöngur. Ég tek
myndir á símann og
svo vinn ég út frá
því. En það er ekki
markmiðið mitt
endilega að mála
þetta eins og ljós-
mynd. Ef þú ætlar
að mála eins og ljós-
mynd, af hverju ekki
þá bara að hafa ljós-
mynd? En við hríf-
umst samt svolítið af
þessum „faktor“. Ég
reyni að gera þetta flottara en ljós-
mynd. Þetta er akríl. Ég byrjaði þar
og hef átt smá erfitt með að skipta
yfir í olíu.“
Grindavík er frábær
Pálmar er formaður Skógræktarfé-
lags Grindavíkur og er áhugasamur
um trjárækt. „Selskógur er aðal
svæðið í Grindavík. Mér finnst
þetta mjög áhugavert. Þó ég sé
áhugasamur um trjárækt þá þýðir
það ekki að ég vilji hafa skóg alls
staðar en klárlega á ákveðnum
stöðum. Við eigum klárlega að
passa upp á hraunið, að það njóti
sín. Mér finnst við ekki eiga að
eyðileggja það heldur leyfa því að
njóta sín en hafa tré á ákveðnum
stöðum, þar sem það á við.“
Ferðu niður á bryggju til að ná
þér í hugmyndir í myndirnar?
„Ég hef málað einhverjar myndir
tengdar sjávarútvegi. Maður er
alltaf með einhverjar hugmyndir.
Mig langar mjög
að búa til ein-
hverjar flottar
sjóaramyndir.“
En textarnir? Eru
engir sjóaratextar
í lögunum þínum?
„Ég hef ekki
samið mikið af
þeim. Bróðir minn
samdi texta og ég
vann lag út frá því
fyrir áhöfn Krist-
rúnar RE, það
var skemmtilegt
verkefni. Ég held
það gæti verið
gaman að gera
einhverja sjóara-
texta. Bræður
mínir eru báðir
á sjó. Pabbi er
reyndar hættur á sjó. Hann
var alla sína ævi á sjó svo það væri
gaman að gera fallegan texta þeim
til heiðurs“.
Þú valdir allt aðra línu en pabbi
þinn og bræður.
„Fólk spyr mig stundum hvort ég
sé ættleiddur. Það er örugglega
skrýtið að koma úr sama hreiðri en
vera allt öðruvísi.“
Ertu ánægður hér í Grindavík?
„Já, mér finnst Grindavík frábær
staður. Það er ekkert allt fullkomið
hér, frekar en annars staðar, en
við höfum ótrúlega margt gott.
Ég geng rosalega mikið hér og
Þorbjörn er, alveg hlutlaust, eitt
skemmtilegasta útivistarsvæði
landsins. Þó maður sé búinn að búa
hér alla ævi eiginlega þá er maður
alltaf að upplifa nýja hluti í nátt-
úrunni í kring,“ segir Pálmar að
lokum.
Páll Ketilsson
pket@vf.is
VIÐTAL
Frá ferðalagi Pálmars um Kúbu.
Saman hugum við að heilsunni
Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ
Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128
Opið frá kl. 9:00 til 20:00 virka daga og frá kl. 12:00 til 19:00 um helgar.
Weleda
jólagjafir 2019
Herragjafaaskja
Gjafaaskjan inniheldur
herra sturtusápu og Deo Roll on
Dömugjafaaskja
Gjafaaskjan inniheldur
Skin Food Light Body Butter og dagkrem
15MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM