Víkurfréttir - 19.12.2019, Blaðsíða 17
Eyþór Ingi Einarsson, meistaranemi í sálfræði við Kaup-
mannahafnarháskóla og styrktar- og þrekþjálfari:
Reynir að hjálpa
öðrum og hrósa
í desember
Hvað ætlar þú að gera það sem eftir
lifir desembermánaðar?
„Ég ætla að slaka á og njóta hátíð-
anna með fjölskyldunni á Tenerife.“
Hvað finnst þér það besta við
þennan tíma?
„Gæðastundir með fjölskyldunni
og góður matur.“
Hver er þín uppáhaldsjólahefð?
„Í dag eru það líklega jólaboðin.
Þar fæ ég að hitta skyldmenni sem
ég sé sjaldan. Því miður mun ég
missa af þeirri hefð í ár.“
Ætlar þú að láta gott af þér leiða í
desember? Ef svo er, hvernig?
„Ég vona að mín hegðun muni
leiða gott af sér í desember eins
og alla aðra mánuði. Ég mun
sérstaklega einblína á að gefa
mér tíma fyrir fjölskyldu og vini,
rétta fólki hjálparhönd og hrósa
öðrum.“
Fyrir hvað ertu þakklát/ur?
„Heilsuna mína, fólkið í
kringum mig og tækifærin sem
ég hef fengið.“
Samúel Óskar Júlíusson, starfsmaður Brimborgar
og viðskiptafræðinemi við Háskóla Akureyrar:
Fjölskyldusamveran
það besta við jólin
Hvað ætlar þú að gera það sem eftir lifir desembermánaðar?
„Ég ætla aðallega að vinna og kíkja á jólatónleika.“
Hvað finnst þér það besta við þennan tíma?
„Fjölskyldusamveran.“
Hver er þín uppáhaldsjólahefð?
„Ætli það sé ekki bara jólamaturinn.“
Ætlar þú að láta gott af þér leiða í desember? Ef svo er, hvernig?
„Það er ekki planið eins og er en það gæti breyst.“
Fyrir hvað ertu þakklát/ur?
„Ég er þakklátur fyrir margt en aðallega fjölskylduna, heilsuna og kærustuna.“
Gleðilega hátíð
Jólakveðja frá starfsfólki Bláa Lónsins
bluelagoon.is
Sólborg Guðbrandsdóttir
vf@vf.is
VIÐTAL
17MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM